Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

„Það borgar sig ekki að framleiða meira hérna heima“

Fyr­ir­tæk­ið Stjörnugrís er með um­fangs­mestu inn­flytj­end­um á kjötvöru til Ís­lands, þrátt fyr­ir vera sjálft stærsti fram­leið­andi svína­kjöts á land­inu. Geir Gunn­ar Geirs­son eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins seg­ir betra fyr­ir neyt­end­ur að land­bún­að­ar­vör­ur séu und­ir toll­vernd. Gjöld sem greidd séu af inn­fluttu kjöti renni þá í rík­is­sjóð en ekki í vasa stór­kaup­manna og inn­flytj­enda.

„Það borgar sig ekki að framleiða meira hérna heima“
Eins og Davíð gegn Golíat Geir Gunnar segir að íslenskur landbúnaður ráði ekki við að keppa við stærðarhagkvæmni landbúnaðar erlendis. Mynd: Skessuhorn

Stjörnugrís, sem selur vörur undir vörumerkjunum Stjörnugrís, Stjörnunaut og Stjörnufugl, auk annars, rekur svínabú á fimm stöðum á landinu, sláturhús og kjötvinnslu. Á vefsíðu fyrirtækisins segir meðal annars: „Óhætt er að segja að neytendur hafi tekið vel á móti framleiðsluvörum frá Stjörnugrís enda vel til vandað, frábært ferskt íslenskt hráefni ...“

Stjörngrís er hins vegar einnig hvað umfangsmesta fyrirtæki landsins þegar kemur að innflutningi á svínakjöti, nautakjöti og alifuglakjöti. Síðustu misseri hefur fyrirtækið fengið úthlutað tollkvótum fyrir, og flutt inn, hundruð tonna af kjöti erlendis frá. Fyrirtækið flutti þá meðal annars inn um 200 tonn af úkraínskum kjúkling á meðan að bráðabirgðaákvæði um tollfrjálsan innflutning hans var í gildi.

Vill verja vörumerkin

Stjörnugrís hefur hins vegar ekki fengið miklu magni tollkvóta úthlutað það sem af er þessu ári. Ástæðan er sú að félagið LL42 ehf. hefur sótt um, og fengið úthlutað, tollkvótum en félagið er að fullu í eigu Stjörnugríss. Félagið var stofnað árið 2017 og er framkvæmdastjóri þess og stjórnarmaður Sigurður Kári Kristjánsson, lögfræðingur og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Enginn rekstur var í félaginu til ársins 2022.

LL42 er eitt af fimm fyrirtækjum sem hefur heimild til innflutnings á úkraínsku kjúklingakjöti og samkvæmt upplýsingum Geirs Gunnars flutti fyrirtækið hingað til lands um 200 tonn.

„Við vorum fyrst í ákveðnu afneitunarferli“
Geir Gunnar Geirsson
um ástæður þess að Stjörnugrís tók ekki strax þátt í tollkvóta útboðum.

Spurður hvort að einhver sérstök ástæða liggi að baki því að Stjörnugrís notist nú við félagið LL42 til að flytja inn kjöt og bjóða í tollkvóta svarar Geir Gunnar því til að það sé til að verja vörumerkin, Stjörnugrís, Stjörnunaut og Stjörnufugl. „Við vildum deila rekstrinum upp og hafa vörumerkin sér, þannig ef eitthvað kæmi upp í kringum innflutninginn bæru vörumerkin ekki skaða af. Varðandi innflutninginn erum við að miklu leyti að selja hann áfram óunninn, svo við viljum heldur ekki að fólk haldi, ranglega, að við séum að nota þetta í allar okkar vörur, að það sé bara erlent kjöt í okkar framleiðslu.“ Umræddar innfluttar landbúnaðarvörur eru bæði seldar beint áfram í vinnslu og stóreldhús, þó að fyrirtæki nýti þær einnig að hluta í eigin framleiðslu, segir Geir Gunnar enn fremur. Allt sé þá upprunamerkt frá fyrirtækinu, hvort sem um sé að ræða vörur á smásölumarkaði, vörur sem seldar séu til vinnslu eða í stóreldhús.  

Annaðhvort að taka þátt eða tapa

Geir Gunnar segir að fyrirtækið hafi ekki nýtt allan þann innflutningskvóta sem það hafi fengið úthlutað, og eigi það einkum við um kindakjöt. Alla jafna hafi hins vegar nauta-, svína- og alifuglakvótar verið nýttir. Stjörnugrís hafi hins vegar framan af ekki boðið í umrædda kvóta. „Við vorum fyrst í ákveðnu afneitunarferli, tókum ekki þátt í þessu fyrsta áratuginn eða svo, en svo er staðan sú að innanlandsframleiðslan hefur bara staðið í stað. Tollkvótarnir fylla upp í alla umframeftirspurn svo annaðhvort var að taka þátt eða tapa. Við erum ekki að fara að auka framleiðsluna eins og staðan er í íslenskum landbúnaði í dag, og í samkeppni við innflutning er þetta bara Davíð gegn Golíat.“

Fólksfjölgun og aukinn túrismi með meiri neyslu valdi því, segir Geir Gunnar, að aukin eftirspurn sé eftir ákveðnum vöruflokkum á borð við nautalundir, svínasíðum til beikongerðar og kjúklingabringum. Það geti því ekki borgað sig að rækta fleiri svín, með öllum öðrum afurðum sem af þeim koma, til að uppfylla eftirspurn eftir beikoni til að mynda. „Þetta er komið til að vera og það verður alltaf flutt meira og meira inn, það borgar sig ekki að framleiða meira hérna heima á móti þessu því að markaðurinn þarna úti er svo stór að við eigum ekki séns á að keppa við hann.“

Betra að gjöldin renni til ríkisins en í vasa einkaaðila

Spurður hverju hann svari gagnrýni sem ýmsir hafi hent á lofti, að með innflutningi fyrirtækja eins og Stjörnugríss á landbúnaðarafurðum, séu bændur og fyrirtæki í landbúnaði í raun að saga undan sér greinina sem þau sitji á, svarar Geir Gunnar því til að hún sá að sumu leyti rétt. „Þetta er gagnrýni sem á rétt á sér. Við viljum auðvitað helst framleiða sem mest hér á Íslandi en það er bara ógerlegt með þeim aðstæðum sem stjórnvöld skapa með þessum tollasamningum.“

„Neytandinn ber bara skaðann af því ef það verða fleiri milliliðir“
Geir Gunnar Geirsson

Því hefur jafnframt verið haldið fram að tollvernd til handa íslenskum landbúnaðarvörum sé andstæð hagsmunum neytenda, þeir greiði vegna hennar hærra verð en ef hún væri ekki til staðar. Þessu vísar Geir Gunnar á bug. „Ef maður horfir á þetta hrátt þá er þessi gagnrýni helst komin frá aðilum sem vilja að heildsalar hafi óheftan aðgang að innflutningi, til að selja okkur sem rekum kjötvinnslur, til að við vinnum það áfram fyrir verslanir. Neytandinn ber bara skaðann af því ef það verða fleiri milliliðir. Útboð á tollum, tollum sem við greiðum síðan, renna til ríkissjóðs. Hvað er ríkissjóður? Jú, það erum við öll og þessi gjöld fara vonandi út í samneysluna. Það hlýtur því að vera betra fyrir neytendur, jafnvel þó að vöruverð verði jafnvel eitthvað hærra, að greiðslurnar berist í ríkissjóð heldur en þetta renni til einkaaðila og félaga í Félagi atvinnurekenda.“

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Vilja eiga kjötið og éta það
GreiningTollvernd landbúnaðar

Vilja eiga kjöt­ið og éta það

Fyr­ir­tæki í land­bún­aði eru hvað um­fangs­mestu inn­flytj­end­ur er­lendra land­bún­að­ar­vara. Á sama tíma og um­rædd fyr­ir­tæki börð­ust gegn inn­flutn­ingi á úkraínsk­um kjúk­lingi stóðu þau sum hver sjálf í þeim inn­flutn­ingi. Þá er það al­menn af­staða for­svars­manna fyr­ir­tækj­anna að tollaum­hverfi og út­hlut­un toll­kvóta fyr­ir land­bún­að­ar­vör­ur séu ís­lensk­um land­bún­aði mjög óhag­stæð. Hins veg­ar taka þau þátt í út­boð­um á toll­kvót­um og flytja jafn­vel inn kjöt, osta og egg á full­um toll­um og keppa þar með við sjálf sig.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Við viljum tollvernd svo vonda fólkið græði ekki en við flytjum sjálfir inn til að vernda íslensk gæði???? Trúir maðurinn sjálfur þessu bulli ?? Eða er hann bara ekki vonda fólkið sem hann líkt og svo margir segist vera vernda okkur fyrir.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Tollvernd landbúnaðar

„Það hefði aldrei átt að leyfa þennan innflutning án tollkvóta“
FréttirTollvernd landbúnaðar

„Það hefði aldrei átt að leyfa þenn­an inn­flutn­ing án toll­kvóta“

Á að­al­fundi KS var sam­þykkt álykt­un um að fé­lag­ið og dótt­ur­fé­lög ættu ekki að flytja inn land­bún­að­ar­vör­ur. Dótt­ur­fé­lag­ið Esja gæða­fæði er eitt þeirra fyr­ir­tækja sem flutti inn úkraínsk­an kjúk­ling. Ág­úst Andrés­son stjórn­ar­formað­ur Esju seg­ir að rangt hafi ver­ið stað­ið að mál­inu frá upp­hafi.
Vilja eiga kjötið og éta það
GreiningTollvernd landbúnaðar

Vilja eiga kjöt­ið og éta það

Fyr­ir­tæki í land­bún­aði eru hvað um­fangs­mestu inn­flytj­end­ur er­lendra land­bún­að­ar­vara. Á sama tíma og um­rædd fyr­ir­tæki börð­ust gegn inn­flutn­ingi á úkraínsk­um kjúk­lingi stóðu þau sum hver sjálf í þeim inn­flutn­ingi. Þá er það al­menn af­staða for­svars­manna fyr­ir­tækj­anna að tollaum­hverfi og út­hlut­un toll­kvóta fyr­ir land­bún­að­ar­vör­ur séu ís­lensk­um land­bún­aði mjög óhag­stæð. Hins veg­ar taka þau þátt í út­boð­um á toll­kvót­um og flytja jafn­vel inn kjöt, osta og egg á full­um toll­um og keppa þar með við sjálf sig.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
3
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Grátrana sást á Vestfjörðum
4
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
10
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
8
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
10
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár