Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Ekki í boði að úthýsa þeim“ – Kalla eftir svörum frá Hafnarfjarðarbæ um aðgengi að neyðarskýlunum

Mál­efni heim­il­is­lausra voru til um­ræðu á fundi bæj­ar­ráðs Hafn­ar­fjarð­ar­bæj­ar í gær eft­ir að heim­il­is­laus mað­ur sem var ít­rek­að vís­að frá neyð­ar­skýli að kröfu bæj­ar­ins svipti sig lífi. „Þetta er síð­asta úr­ræði þeirra sem eru á göt­unni og eiga við vanda að stríða, og það er ekki í boði að út­hýsa þeim,“ seg­ir Guð­mund­ur Árni Stef­áns­son, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Fjöl­skyldu­ráð bæj­ar­ins hef­ur kall­að eft­ir að sjá verklags­regl­ur í þess­um mál­um.

„Ekki í boði að úthýsa þeim“ – Kalla eftir svörum frá Hafnarfjarðarbæ um aðgengi að neyðarskýlunum
Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, segir óboðlegt að fólki í neyð sé vísað frá neyðarskýlunum að kröfu bæjarfélagsins.

Fjölskylduráð Hafnarfjarðar hefur kallað eftir að lagðar verði fram verklagsreglur varðandi aðgengi fólks með lögheimili í bæjarfélaginu að neyðarskýlum í Reykjavík. „Þær eru ekki komnar ennþá,“ segir Árni Rúnar Þorvaldsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og fulltrúi flokksins í fjölskylduráði. 

Ástæða beiðninnar er sú að heimilislausum karlmanni með lögheimili í Hafnarfirði var ítrekað vísað frá neyðarskýli í Reykjavík að kröfu Hafnarfjarðarbæjar og svipti hann sig lífi í kjölfarið, eins og Heimildin hefur fjallað um. 

„Mér finnst við ekki hafa fengið fullnægjandi upplýsingar um af hverju þess var krafist að honum yrði vísað frá og við hvaða verklagsreglur væri miðað,“ segir Árni Rúnar.

Það var föstudagskvöldið 26. maí sem maðurinn leitaði í neyðarskýlið í síðasta sinn. Systir hans sagði í samtali við Heimildina eftir andlátið: „Þetta var í minnst þriðja skipti sem honum var vísað frá. Ég talaði við hann á laugardeginum og við ætluðum að hittast og fá okkur kaffi. Hann svaraði síðan aldrei þegar ég hringdi aftur. Ég vissi ekkert um hann fyrr en spítalinn hringdi.“ Hann gerði lífshættulega sjálfsvígstilraun laugardaginn 27. maí en komst hvorki til lífs eða meðvitundar og 1. júní voru öndunarvélar teknar úr sambandi og hann úrskurðaður látinn.

Í svörum frá Árdísi Ármannsdóttur, samskiptastjóra Hafnarfjarðarbæjar, við fyrirspurn Heimildarinnar vegna málsins í síðustu viku, kom fram að Hafnarfjörður sé með skýra verkferla varðandi einstaklinga sem leita til gistiskýla. 

Rýr svör bæjarins

„Hafnarfjarðarbær er með samning við Reykjavíkurborg um veitingu þjónustunnar og hefur nýleg hækkun á gistináttagjaldi hvorki haft áhrif á verklag sveitarfélagsins um þriggja daga gistiviðmið né á þjónustu til einstaklinga,“ sagði þar einnig en eftir að einstaklingar með lögheimili í Hafnarfirði hafa þrisvar leitað næturskjóls í neyðarskýlunum er að beiðni Hafnarfjarðarbæjar haft samband við fulltrúa þar og þeir látnir vita. 

„Engum einstaklingi hefur verið vísað frá án boða um önnur úrræði og ráðgjafar sveitarfélagsins boðnir og búnir til að finna leiðir og lausnir í öllum málum,“ segir ennfremur í svari Árdísar. 

Árni Rúnar segir að bærinn hafi haldið sig við þau svör sem Árdís hafi sent frá sér en honum finnst þau „heldur rýr“. 

„Þetta er síðasta úrræði þeirra sem eru á götunni og eiga við vanda að stríða, og það er ekki í boði að úthýsa þeim“
Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði

Málefni heimilislausra voru til umræðu í bæjarráði Hafnarfjarðar í gær. Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og fulltrúi í bæjarráði, segir að aðalumræðan um málið hafi átt sér stað innan fjölskylduráðs sem heldur utan um samkomulagið við Reykjavík vegna gistingar heimilislausra í neyðarskýlum. 

Til stóð að forstöðumaður fjölskylduráðs kæmi á fund bæjarráðs í gær til að fara yfir stöðuna en viðkomandi hafi verið vant við látin og komst ekki á fundinn. „Það kom því fátt nýtt fram og ekkert sem var bókað á fundinum,“ segir Guðmundur Árni. 

„En umræðan var á þá leið að þetta mætti ekki gerast. Þetta er síðasta úrræði þeirra sem eru á götunni og eiga við vanda að stríða, og það er ekki í boði að úthýsa þeim. Þetta er neyðarúrræði og þau verður að virkja, ekki stundum heldur alltaf. Það á að ganga þannig um hnútana að þessi leið sé greið.  

Taka þurfi ákvarðanir hratt og örugglega

Á fundi fjölskylduráðs Hafnarfjarðarbæjar mánudaginn 12. júní óskuðu fulltrúar Samfylkingarinnar eftir upplýsingum um stöðu viðræðna við önnur sveitarfélög í málefnum heimilislausra. Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu einnig fram eftirfarandi bókun: 

Að frumkvæði Samfylkingarinnar voru málefni heimilislausra til umræðu á fundi bæjarstjórnar þann 24. maí sl. Þar fögnuðu bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar nýbirtri skýrslu um samstarfsverkefni velferðarsviða Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness um málefni heimilislausra með flóknar þjónustuþarfir. 

Á sama tíma minntum við á að umrædd sveitarfélög verði að bæta aðkomu sína að þessum málaflokki og bjóða upp á betri og markvissari úrræði fyrir íbúa sína. Mikilvægt er að nýta niðurstöður og tillögur fyrrnefndrar skýrslu með markvissum hætti en til þess að svo megi verða þarf að taka ákvarðanir um næstu skref hratt og örugglega. 

Hér er um hóp fólks að ræða sem býr við erfiðar aðstæður og úrlausnir þola enga bið. Þess vegna er mikilvægt að fyrrnefnd sveitarfélög vinni hratt að ákvörðunum um næstu skref. Einnig benda fulltrúar Samfylkingarinnar á að Hafnarfjörður er ekki bundinn af ákvörðunum annarra sveitarfélaga heldur getur hann tekið ákvarðanir um aðgerðir í þágu heimilislausra með sjálfstæðum hætti.

Í umræddri skýrslu, sem unnin var á vettvangi SSH - Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í mars 2023 og Heimildin hefur áður sagt frá, var heildarkostnaður Hafnarfjarðarbæjar vegna nýtingar neyðarskýlanna í Reykjavík 4,2 milljónir króna árið 2022. Þar segir ennfremur að 18 heimilislausir einstaklingar með fjölþættan vanda séu með lögheimili í Hafnarfirði.

Við vinnslu fréttarinnar náðist ekki tal af Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar.

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Vilhjálmsson skrifaði
    Það þarf að sækja sveitarfélagið til saka fyrir manndráp af gáleysi. Öðruvísi verður ekki hægt að koma í veg fyrir að fleiri deyi vegna fátæktar.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Heimilisleysi

Heimilislaus með ígerð í báðum handleggjum - „Þú veist hvernig þetta er“
FréttirHeimilisleysi

Heim­il­is­laus með ígerð í báð­um hand­leggj­um - „Þú veist hvernig þetta er“

Njáll Skarp­héð­ins­son er þreytt­ur á því að vera heim­il­is­laus. Hann þrá­ir að vera í stöðu til að hitta börn­in sín og barna­börn, að bjóða þeim í heim­sókn. Ný­ver­ið bland­aði hann sér óvænt í mót­mæli á Aust­ur­velli þar sem fólk gaf hon­um pen­ing til að fara. Pen­ing­inn ætl­aði hann að nota til að kaupa dóp. „Ég er að verða ör­magna,“ seg­ir hann.
„Þetta eru tíðindi“ í málefnum heimilislausra
FréttirHeimilisleysi

„Þetta eru tíð­indi“ í mál­efn­um heim­il­is­lausra

Vel­ferð­ar­svið Reykja­vík­ur hef­ur sam­þykkt beiðni Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um samn­inga­við­ræð­ur vegna þjón­ustu við heim­il­is­laust fólk. Reykja­vík hef­ur bor­ið hit­ann og þung­ann af þess­ari þjón­ustu og var­ið um millj­arði í hana það sem af er ári. Borg­in hef­ur ít­rek­að kall­að eft­ir því að fleiri sveit­ar­fé­lög komi að borð­inu.
Saka meirihlutann um „þöggunartilburði“ og „lítilsvirðingu“ við málefni heimilislausa
FréttirHeimilisleysi

Saka meiri­hlut­ann um „þögg­un­ar­til­burði“ og „lít­ilsvirð­ingu“ við mál­efni heim­il­is­lausa

Sam­fylk­ing­in gagn­rýndi meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar í Hafnar­firði þeg­ar kem­ur að mál­efn­um heim­il­is­lausra á síð­asta bæj­ar­ráðs­fundi. Beiðni fjöl­skyldu­ráðs um að­gang að verklags­regl­um um að­gengi fólks með lög­heim­ili í Hafnar­firði að neyð­ar­skýl­um í Reykja­vík var svar­að með óljósu minn­is­blaði. Enn er ósvar­að öll­um lyk­il­spurn­ing­um um hvernig það gat gerst að heim­il­is­laus­um manni var vís­að frá neyð­ar­skýli að kröf­um Hafn­ar­fjarð­ar­bæj­ar án þess að nokk­ur þar tæki á móti hon­um en hann svipti sig lífi í kjöl­far­ið.
Leysum ekki vanda heimilislausra „þótt við leggjum fram einhverjar tillögur um þetta eða hitt“
FréttirHeimilisleysi

Leys­um ekki vanda heim­il­is­lausra „þótt við leggj­um fram ein­hverj­ar til­lög­ur um þetta eða hitt“

Rif­ist var um forms­at­riði og „titt­linga­skít“ í stað þess að ræða neyð heim­il­is­lausra á síð­asta bæj­ar­stjórn­ar­fundi Hafn­ar­fjarð­ar­bæj­ar, að mati bæj­ar­full­trúa Við­reisn­ar. Þar var til­lög­um Sam­fylk­ing­ar­inn­ar um að­gerð­ir vegna mál­efna heim­il­is­lausra vís­að frá af meiri­hlut­an­um með þeim rök­um að sam­bæri­leg­ar hug­mynd­ir væru í vinnslu ann­ars stað­ar. Bæj­ar­stjóri seg­ir mik­il­vægt að gera mál­efni heim­il­is­lausra ekki póli­tísk. Bæj­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar vændi meiri­hlut­ann um að ætla að svæfa mál­ið.
„Í besta falli ósmekkleg gaslýsing“ - Segir Hafnarfjarðarbæ hvetja heimilislausa til að færa lögheimilið
FréttirHeimilisleysi

„Í besta falli ósmekk­leg gas­lýs­ing“ - Seg­ir Hafn­ar­fjarð­ar­bæ hvetja heim­il­is­lausa til að færa lög­heim­il­ið

„Við skul­um ekki gleyma því að Hafn­ar­fjarð­ar­bær hef­ur einnig margoft boð­ist til að að­stoða sína borg­ara við að skrá lög­heim­ili sitt í ann­að bæj­ar­fé­lag og jafn­vel fyr­ir greiðslu svo að bær­inn losni við að þjón­usta fólk og minnki kostn­að,“ seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu. Hann seg­ist sjálf­ur hafa set­ið slík­an fund með skjól­stæð­ingi sem bær­inn taldi „óæski­leg­an borg­ara“.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
3
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár