Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Svipti sig lífi eftir að hafa verið vísað frá neyðarskýli að kröfu Hafnarfjarðarbæjar

Heim­il­is­laus karl­mað­ur svipti sig lífi eft­ir að hafa ver­ið vís­að frá neyð­ar­skýli í Reykja­vík. Ástæða frá­vís­un­ar­inn­ar var krafa Hafna­fjarð­ar­bæj­ar þar sem mað­ur­inn var með lög­heim­ili. Gistinátta­gjald í neyð­ar­skýl­um Reykja­vík­ur­borg­ar fyr­ir fólk með lög­heim­ili ut­an borg­ar­inn­ar hækk­aði þann 1. maí úr 21 þús­und krón­um í 46 þús­und. „Bróð­ir minn þurfti að fara þessa leið út af pen­ing­um,“ seg­ir syst­ir manns­ins en lög­heim­il­is­sveit­ar­fé­lag greið­ir gistinátta­gjald­ið.

Svipti sig lífi eftir að hafa verið vísað frá neyðarskýli að kröfu Hafnarfjarðarbæjar

Heimilislaus karlmaður á sextugsaldri svipti sig lífi eftir að honum var ítrekað vísað frá neyðarskýli í Reykjavík að kröfu Hafnarfjarðarbæjar. „Hann var með lögheimili í Hafnarfirði og Hafnarfjarðarbær neitaði að borga fyrir hann í gistiskýlinu. Honum var vísað frá því Hafnarfjarðarbær sagði bara Fokkaðu þér,“ segir systir mannsins í samtali við Heimildina. 

Hækkun á gistináttagjaldi í neyðarskýlum

Gistinátta­gjald í neyðar­skýlum Reykja­vík­ur­borg­ar fyr­ir fólk með lög­heim­ili utan borgarinnar hækkaði þann 1. maí síðastliðinn úr 21 þúsund krónum í 46 þúsund, eða um 119%. Þessi ákvörðun var tekin á fundi velferðarráðs borgarinnar í febrúar til þess að standa undir raunkostnaði við þjónustuna. Lögheimilissveitarfélag þess einstaklings sem gistir í neyðarskýli greiðir þetta gistináttagjald.

Á fundinum var lögð áhersla á að fleiri sveitarfélög verði að koma að þjónustu við heimilislaust fólk og skorað á ríkið að koma með sama hætti að fjármögnun og skipulagi málaflokksins líkt og tíðkast erlendis. Reykjavík er eina sveitarfélagið á …

Kjósa
40
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Hlynur Vilhjálmsson skrifaði
  Réttast væri að stjórnmálafólkið í Hafnarfirði sem neitaði manninum um gistiskýli verði sótt til saka fyrir manndráp af gáleysi.
  4
 • Thorgerdur Sigurdardottir skrifaði
  Hverskonar skepnuskapur er þetta....
  7
 • Geir Gudmundsson skrifaði
  Kostar virkilega yfir 400 milljónir árlega að reka neyðarskýli fyrir 25 manns? (46 þús x 25 x 365 = 419,75 milljón kr.) https://reykjavik.is/neydarskylid-lindargotu
  4
 • Ásgeir Överby skrifaði
  Væntanlega hefur þetta verið ákvörðun bæjarstjórans. En hann mun reyna að komast hjá ábyrgð eins og embættismenn yfirleitt.
  Allir vilja gegna ábyrgðarstöðum en enginn vill bera ábyrgð.
  16
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Heimilisleysi

Heimilislaus með ígerð í báðum handleggjum - „Þú veist hvernig þetta er“
FréttirHeimilisleysi

Heim­il­is­laus með ígerð í báð­um hand­leggj­um - „Þú veist hvernig þetta er“

Njáll Skarp­héð­ins­son er þreytt­ur á því að vera heim­il­is­laus. Hann þrá­ir að vera í stöðu til að hitta börn­in sín og barna­börn, að bjóða þeim í heim­sókn. Ný­ver­ið bland­aði hann sér óvænt í mót­mæli á Aust­ur­velli þar sem fólk gaf hon­um pen­ing til að fara. Pen­ing­inn ætl­aði hann að nota til að kaupa dóp. „Ég er að verða ör­magna,“ seg­ir hann.
„Þetta eru tíðindi“ í málefnum heimilislausra
FréttirHeimilisleysi

„Þetta eru tíð­indi“ í mál­efn­um heim­il­is­lausra

Vel­ferð­ar­svið Reykja­vík­ur hef­ur sam­þykkt beiðni Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um samn­inga­við­ræð­ur vegna þjón­ustu við heim­il­is­laust fólk. Reykja­vík hef­ur bor­ið hit­ann og þung­ann af þess­ari þjón­ustu og var­ið um millj­arði í hana það sem af er ári. Borg­in hef­ur ít­rek­að kall­að eft­ir því að fleiri sveit­ar­fé­lög komi að borð­inu.
Saka meirihlutann um „þöggunartilburði“ og „lítilsvirðingu“ við málefni heimilislausa
FréttirHeimilisleysi

Saka meiri­hlut­ann um „þögg­un­ar­til­burði“ og „lít­ilsvirð­ingu“ við mál­efni heim­il­is­lausa

Sam­fylk­ing­in gagn­rýndi meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar í Hafnar­firði þeg­ar kem­ur að mál­efn­um heim­il­is­lausra á síð­asta bæj­ar­ráðs­fundi. Beiðni fjöl­skyldu­ráðs um að­gang að verklags­regl­um um að­gengi fólks með lög­heim­ili í Hafnar­firði að neyð­ar­skýl­um í Reykja­vík var svar­að með óljósu minn­is­blaði. Enn er ósvar­að öll­um lyk­il­spurn­ing­um um hvernig það gat gerst að heim­il­is­laus­um manni var vís­að frá neyð­ar­skýli að kröf­um Hafn­ar­fjarð­ar­bæj­ar án þess að nokk­ur þar tæki á móti hon­um en hann svipti sig lífi í kjöl­far­ið.
Leysum ekki vanda heimilislausra „þótt við leggjum fram einhverjar tillögur um þetta eða hitt“
FréttirHeimilisleysi

Leys­um ekki vanda heim­il­is­lausra „þótt við leggj­um fram ein­hverj­ar til­lög­ur um þetta eða hitt“

Rif­ist var um forms­at­riði og „titt­linga­skít“ í stað þess að ræða neyð heim­il­is­lausra á síð­asta bæj­ar­stjórn­ar­fundi Hafn­ar­fjarð­ar­bæj­ar, að mati bæj­ar­full­trúa Við­reisn­ar. Þar var til­lög­um Sam­fylk­ing­ar­inn­ar um að­gerð­ir vegna mál­efna heim­il­is­lausra vís­að frá af meiri­hlut­an­um með þeim rök­um að sam­bæri­leg­ar hug­mynd­ir væru í vinnslu ann­ars stað­ar. Bæj­ar­stjóri seg­ir mik­il­vægt að gera mál­efni heim­il­is­lausra ekki póli­tísk. Bæj­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar vændi meiri­hlut­ann um að ætla að svæfa mál­ið.
„Í besta falli ósmekkleg gaslýsing“ - Segir Hafnarfjarðarbæ hvetja heimilislausa til að færa lögheimilið
FréttirHeimilisleysi

„Í besta falli ósmekk­leg gas­lýs­ing“ - Seg­ir Hafn­ar­fjarð­ar­bæ hvetja heim­il­is­lausa til að færa lög­heim­il­ið

„Við skul­um ekki gleyma því að Hafn­ar­fjarð­ar­bær hef­ur einnig margoft boð­ist til að að­stoða sína borg­ara við að skrá lög­heim­ili sitt í ann­að bæj­ar­fé­lag og jafn­vel fyr­ir greiðslu svo að bær­inn losni við að þjón­usta fólk og minnki kostn­að,“ seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu. Hann seg­ist sjálf­ur hafa set­ið slík­an fund með skjól­stæð­ingi sem bær­inn taldi „óæski­leg­an borg­ara“.
„Ekki í boði að úthýsa þeim“ – Kalla eftir svörum frá Hafnarfjarðarbæ um aðgengi að neyðarskýlunum
FréttirHeimilisleysi

„Ekki í boði að út­hýsa þeim“ – Kalla eft­ir svör­um frá Hafn­ar­fjarð­ar­bæ um að­gengi að neyð­ar­skýl­un­um

Mál­efni heim­il­is­lausra voru til um­ræðu á fundi bæj­ar­ráðs Hafn­ar­fjarð­ar­bæj­ar í gær eft­ir að heim­il­is­laus mað­ur sem var ít­rek­að vís­að frá neyð­ar­skýli að kröfu bæj­ar­ins svipti sig lífi. „Þetta er síð­asta úr­ræði þeirra sem eru á göt­unni og eiga við vanda að stríða, og það er ekki í boði að út­hýsa þeim,“ seg­ir Guð­mund­ur Árni Stef­áns­son, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Fjöl­skyldu­ráð bæj­ar­ins hef­ur kall­að eft­ir að sjá verklags­regl­ur í þess­um mál­um.

Mest lesið

„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
1
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.
Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
2
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hætt starf­semi í Banda­ríkj­un­um

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
4
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Fer í leyfi til þess að geta sinnt aðstoðarmennsku
9
Fréttir

Fer í leyfi til þess að geta sinnt að­stoð­ar­mennsku

Tíma­bund­inn að­stoð­ar­mað­ur Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, Andri Steinn Hilm­ars­son, hef­ur ósk­að eft­ir tíma­bundnu leyfi frá skyld­um sín­um sem kjör­inn full­trúi í Kópa­vogi. Í mán­uð sat Andri Steinn á báð­um stöð­um en sam­kvæmt lög­um er að­stoð­ar­mönn­um óheim­ilt að sinna auka­störf­um sam­hliða nema fyr­ir þau sé greitt hóf­lega og að­stoð­ar­mað­ur­inn fái sér­staka und­an­þágu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
5
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.
Bankarnir búnir með alla sénsa - peningaþvættisvarnir í ólestri
8
FréttirPeningaþvætti

Bank­arn­ir bún­ir með alla sénsa - pen­inga­þvættis­varn­ir í ólestri

Tæp­lega 600 millj­ón króna sátt Ís­lands­banka við yf­ir­völd vegna ónógra pen­inga­þvættis­varna er til marks um að bæði séu séns­ar eft­ir­lits­að­ila á þrot­um og að mun hærri sekt­ir verði lagð­ar á fyr­ir­tæki en áð­ur. Ari­on banki er næst­ur, en óljóst er hversu há sú sekt verð­ur. Fyr­ir tveim­ur ár­um greiddi Salt­Pay rúm­lega tíu sinn­um lægri sekt fyr­ir mun al­var­legri brot.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
8
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár