Um síðustu mánaðamót bjó 68.851 erlendur ríkisborgari á Íslandi. Þeir voru þá 17,4 prósent allra íbúa á landinu. Erlendum ríkisborgurum hefur aldrei fjölgað jafn mikið á einu ári og á árinu 2022, eða um 10.320.
Erlendum ríkisborgurum sem bjuggu á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað mikið frá byrjun síðasta árs og voru 42.547 þann 1. maí. Þar af bjuggu 70 prósent í Reykjavík, eða alls 29.771 manns. Það er vel umfram hlutfall Reykvíkinga af öllum íbúum höfuðborgarsvæðisins, en þeir voru tæplega 57 prósent þeirra í lok síðasta árs. Rúmlega fimmti hver íbúi höfuðborgarinnar er nú erlendur ríkisborgari.
Fæstir erlendir ríkisborgarar á höfuðborgarsvæðinu búa á Seltjarnarnesi, eða 457 alls. Þeim fækkaði um tíu á árinu 2022. Alls eru þeir 9,8 prósent íbúa Seltjarnarness. Garðabær kemur þar á eftir með 1.196 erlenda ríkisborgara, sem eru einungis rúmlega sex prósent íbúa bæjarins. Þar hefur erlendum ríkisborgurum þó fjölgað nokkuð skarpt, um 250 frá byrjun árs …
Athugasemdir