Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fór með Valgerði Sverris til Úganda og tekur nú fjölskylduna með

Sveinn H. Guð­mars­son, fjöl­miðla­full­trúi ut­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, mun í lok sum­ars flytj­ast til Úg­anda til starfa í sendi­ráði Ís­lands í Kampala. Hann vænt­ir þess að flutn­ing­arn­ir, sem hugs­að­ir eru til nokk­urra ára, verði tals­verð við­brigði fyr­ir fjöl­skyld­una og sér í lagi börn­in tvö, en von­andi góð reynsla sem þau búi að ævi­langt.

Fór með Valgerði Sverris til Úganda og tekur nú fjölskylduna með

Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, lætur brátt af því starfi og mun í lok sumars flytjast ásamt fjölskyldu sinni til Úganda og taka við verkefnastjórastöðu á sviði tvíhliða þróunarsamvinnu í sendiráði Íslands þar í landi.

„Þetta er bara hluti af þessum hefðbundnu flutningum innan utanríkisráðuneytisins. Ég er búinn að vera í mínu starfi í rúm fimm ár, fyrst sem fjölmiðlafulltrúi og svo einnig sem deildarstjóri upplýsingadeildar undanfarin tvö og hálft ár, og mér fannst kominn tími til að breyta til og leita nýrra áskorana,“ segir Sveinn í samtali við Heimildina um tilfærsluna í starfi.

Fjölskylda Sveins flyst með honum frá Seltjarnarnesi til Úganda. „Við erum öll að fara. Við erum hjón með tvö börn sem eru undir tíu ára aldri og fyrir þau verða þetta talsverð viðbrigði en vonandi líka mjög lærdómsríkt og spennandi og reynsla sem þau munu búa að alla ævi. Við munum búa í höfuðborginni Kampala og ég held að það muni fara mjög vel um okkur, ég kvíði því ekki,“ segir Sveinn, sem segir komandi breytingar verulegar, en mjög spennandi.

„Ég tek við verkefnastjórastöðu í sendiráðinu okkar í Úganda á sviði tvíhliða þróunarsamvinnu,“ segir Sveinn en Úganda er eitt af þremur  samstarfsríkjum Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu, hin tvö eru Malaví og Síerra Leóne. Ísland á í samstarfi við héraðsyfirvöld í þessum ríkjum og segir Sveinn mikið verk hafa verið unnið í tengslum við uppbyggingu innviða á borð við skóla, heilsugæslustöðva, fráveitu og vatnsveitu, svo eitthvað sé nefnt.

Sveinn segir að flutningar af þessu tagi innan utanríkisþjónustunnar séu oftast til nokkurra ára í senn og að reikna megi með að fjölskyldan verði í Kampala í um þrjú ár, það sé hefðbundin lengd. Hann segir að flutningurinn til Úganda hefði að sjálfsögðu aldrei komið til greina nema fjölskyldan stæði þétt að baki honum í þessu. 

Þó að það að fara til Afríku hafi ekki verið augljósasti kosturinn þá bara hlökkum við til

„Við tókum samtalið í þessu ferli og þetta fylgir því að starfa í utanríkisþjónustunni, að flutningar á sendiskrifstofur erlendis geta komið til greina, þannig að þetta er möguleiki sem við höfðum búið okkur undir og gert ráð fyrir. Þó að það að fara til Afríku hafi ekki verið augljósasti kosturinn þá bara hlökkum við til,“ segir Sveinn.

Hann segist hafa komið einu sinni til Úganda og að sú ferð hafi í raun verið hans fyrstu kynni af utanríkisþjónustu Íslands. „Þá var ég fréttamaður á Stöð 2 og fór í ferð sem Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi utanríkisráðherra, fór í til Úganda að kynna sér þróunarsamvinnuverkefni Íslands á þeim tíma. Það er athyglisvert að öllum þessum árum seinna skuli ég sjálfur vera á leiðinni þangað aftur, ekki sem fréttamaður heldur að fara að flytja þangað. Ég hafði ekki séð þann snúning fyrir mér þegar ég fór þarna árið 2007,“ segir Sveinn.

Hann hefur áður starfað erlendis, en árið 2010 starfaði Sveinn í tæpt ár sem upplýsingafulltrúi UNICEF í Jemen. „Það var náttúrlega áður en stríðið braust út í Jemen, sem vonandi sér fyrir endann á. En ástandið var slæmt í landinu þá líka. Það hefur verið mjög dapurlegt og auðvitað átakanlegt að fylgjast með því hörmulega stríði, þar sem voldug ríki í þessum heimshluta hafa barist sín á milli og notað Jemen sem vígvöll,“ segir Sveinn, sem hins vegar vonast til þess að það horfi til betri vegar í samskiptum Írans og Sádi-Arabíu eins og teikn eru á lofti um.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár