Þetta var um það bil 650 árum fyrir upphaf tímatals okkar. Enn voru 1.400 ár þangað til mannsrödd heyrðist í fyrsta sinn á Íslandi en suður í Egiftalandi talaði fólk út í eitt. Ég vænti þess að minnsta kosti. Píramídarnir miklu voru þegar orðnir 2.000 ára gamlir og upphaf sögunnar mistri hulið. Þó töldu Egiftar sig vita að engin þjóð væri eldri eða heldri en þeir sjálfir.
Hvaða tunga er elst?
Nema hvað spurnir bárust af því að norður í Anatólíu – þar sem nú heitir Tyrkland – þar væri mætt til leiks í veraldarsögunni fólk sem teldi sig enn eldri og merkari þjóð en Egifta.
Frygíumenn kallaði þetta fólk sig. Það var að líkindum komið frá Balkanskaga en átti rætur að rekja til hinna fyrstu indó-evrópsku flokka sem komu út úr Mið-Asíu … einhvern tíma.
Frygíumenn litu stórt á sig. Einn konunga þeirra var hinn voldugi Mídas sem var …
Athugasemdir (2)