Rússar segjast reiðubúnir að granda kjarnorkuvopnum óvina sinna í forvarnarskyni með loftárásum og að hættan á kjarnorkuátökum hafi aukist. Vladímír Pútín Rússlandsforseti þvertekur fyrir að þetta bendi til þess að hann sé genginn af göflunum. Á meðan er fjöldi kjarnorkuvera í Úkraínu í hættu vegna stríðsins og rafmagn af skornum skammti.
Allt frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu í febrúar hafa verið uppi áhyggjur af öryggi kjarnorkuvera þar í landi, sérstaklega Zaporizhzhia-verinu, sem var snemma hertekið af rússneskum sveitum. Alls eru fjögur kjarnorkuver í Úkraínu, sem innihalda fimmtán kjarnakljúfa.
Úkraína miðstöð kjarnorkuiðnaðar
Á tímum Sovétríkjanna var stór hluti af kjarnorkuiðnaði þeirra í Úkraínu, meðal annars fjölmargar kjarnorkusprengjur og hið alræmda Chernobyl-kjarnorkuver sem var meðal annars notað til að framleiða plúton fyrir sprengjur. Þegar slitnaði upp úr ríkjasambandinu var samið um að Úkraínumenn skiluðu kjarnaoddunum til Rússa í skiptum fyrir föst landamæri á milli ríkjanna og samstarf á sviði kjarnorkumála. Rússneskir …
Athugasemdir