Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Svo þungbært að flýja heimalandið að hún fékk hjartaáfall

„Hjart­að í mér sprakk,“ út­skýr­ir Tetiana Rukh hversu sárt það var að flýja heima­land­ið og allt sem þau hjón­in höfðu var­ið æv­inni í að byggja þar upp. Eig­in­mað­ur­inn, Oleks­andr Rukh, var með í för en hann var þá að hefja end­ur­hæf­ingu eft­ir heila­blóð­fall. Dótt­ir þeirra lagði hart að þeim að fara og var með í för, ásamt barna­barni þeirra.

Svo þungbært að flýja heimalandið að hún fékk hjartaáfall

Hjón sem hafa fengið tímabundna vernd á Íslandi dvelja nú á hóteli í Skuggahverfi Reykjavíkur sem nefnist The Swan House. Þar hefur fleiri flóttamönnum í svipaðri stöðu verið komið fyrir, það er að segja fólki á flótta sem glímir við alvarleg veikindi. Þar eru meðal annars konur sem lentu í sprengjuregni í Kænugarði og eru nú í miðju bataferli vegna áverka af völdum þess. „Við ætluðum okkur alls ekki að yfirgefa Kænugarð,“ segja þau Tetiana Rukh og maðurinn hennar, Oleksandr Rukh, sem komu hingað frá Úkraínu. 

Hjónin eru bæði alvarlega veik og komin vel á aldur. Tetiana, sem er fædd árið 1957, hefur verið krónískur astmasjúklingur og öryrki af þeim sökum frá því að hún komst á fertugsaldur; hún hefur einnig veikst af og sigrast á krabbameini. Um astmaköstin hefur Tetiana það að segja að þau fylgi andlegu álagi, til að mynda tók astminn á sig nýja og erfiðari mynd …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár