Hjón sem hafa fengið tímabundna vernd á Íslandi dvelja nú á hóteli í Skuggahverfi Reykjavíkur sem nefnist The Swan House. Þar hefur fleiri flóttamönnum í svipaðri stöðu verið komið fyrir, það er að segja fólki á flótta sem glímir við alvarleg veikindi. Þar eru meðal annars konur sem lentu í sprengjuregni í Kænugarði og eru nú í miðju bataferli vegna áverka af völdum þess. „Við ætluðum okkur alls ekki að yfirgefa Kænugarð,“ segja þau Tetiana Rukh og maðurinn hennar, Oleksandr Rukh, sem komu hingað frá Úkraínu.
Hjónin eru bæði alvarlega veik og komin vel á aldur. Tetiana, sem er fædd árið 1957, hefur verið krónískur astmasjúklingur og öryrki af þeim sökum frá því að hún komst á fertugsaldur; hún hefur einnig veikst af og sigrast á krabbameini. Um astmaköstin hefur Tetiana það að segja að þau fylgi andlegu álagi, til að mynda tók astminn á sig nýja og erfiðari mynd …
Athugasemdir