Svo þungbært að flýja heimalandið að hún fékk hjartaáfall
„Hjartað í mér sprakk,“ útskýrir Tetiana Rukh hversu sárt það var að flýja heimalandið og allt sem þau hjónin höfðu varið ævinni í að byggja þar upp. Eiginmaðurinn, Oleksandr Rukh, var með í för en hann var þá að hefja endurhæfingu eftir heilablóðfall. Dóttir þeirra lagði hart að þeim að fara og var með í för, ásamt barnabarni þeirra.
Fólkið í borginni
Mannslíkaminn er magnaður
Hjá Loka Helgasyni, 17 ára nema við Fjölbrautaskólann við Ármúla, er upphafspunktur leitarinnar að þekkingu á Þjóðarbókhlöðunni.
Fólkið í borginni
2
„Hérna fæ ég frið“
Omel Svavars sækir í fordómaleysið og friðinn á barnum Mónakó við Laugaveg.
Fólkið í borginni
Þurfum við nokkuð meira?
„Veist þú hvernig við skilgreinum hamingju í okkar menningu?“ spyr Visvaldis blaðamanninn.
Fréttir
Umræða um hælisleitendur sé á villigötum
Ísland leggur tíu sinnum minna til samstarfs vegna móttöku flóttamanna heldur en ríki Evrópu sem eru efst á lista sem Efnahags- og þróunarstofnunin (OECD) hefur tekið saman. Fræðimenn segja umræðu um hælisleitendur á villigötum á Íslandi og alþjóðlegar stofnanir sem og íslenskir fræðimenn segja brýnt að það ríki samstaða vegna móttöku flóttafólks.
Fólkið í borginni
1
Þegar tími er kominn á breytingar
Kerryn lærði það í gegnum árin að til að öðlast betra líf þarf stundum að kveðja hið gamla.
Viðtal
3
„Við erum bara manneskjur, við eigum þetta ekki skilið“
Rússnesk hjón sem hafa beðið hér í hálft ár eftir að íslensk yfirvöld taki til greina stöðu þeirra sem hælisleitendur, virðast hafa beðið til einskis. Á sama tíma hangir möguleg fangelsisrefsing yfir höfði þeirra, fyrir það eitt að tjá sig með gagnrýnum hætti um stríðsrekstur Rússa Í Úkraínu.
Fólkið í borginni
Framtíðareiginmaðurinn sótti hana aftur til Danmerkur
Brita brosir er hún lítur til baka og hugsar um árin sem hún hefur varið á Íslandi. Fyrir meira en hálfri öld kom hún hingað sem au pair frá Danmörku og kynntist íslenskum dreng sem varð eiginmaður hennar.
Fólkið í borginni
3
Máttur ástarinnar
Svanhildur Auður Diego er í faðmi fjölskyldunnar og vina sinna í baráttu við ólæknandi krabbamein og er því laus við allan ótta.
FréttirÚkraínustríðið
1
Boðar vopnaða andspyrnu gegn Pútín
Ilya Ponomarev, rússneskur stjórnarandstæðingur, hefur nýlega lýst yfir samstarfi við skæruliðahóp sem ber nafnið Þjóðar- og lýðveldisherinn. Hópurinn hótar skæruliðahernaði gegn rússneskum valdamönnum.
„Maðurinn við stýrið var þáverandi sendiherra Rússlands á Íslandi, Anton Vselodovich Vasiliev. Svona tók sendiráðið í fyrstu mótmæli okkar,“ segir Andrei Menshenin, þegar hann lýsir atvikum á vettvangi fyrstu mótmælanna sem hann stóð fyrir hér á landi.
Fréttir
„Þeir sem tjá sig opinberlega á Íslandi eru í mikilli hættu heima fyrir“
Rússneskir ríkisborgarar sem mótmæla stríðinu eiga á hættu að verða fyrir ofsóknum í heimalandinu. Andrei Menshenin blaðamaður segir frá sinni reynslu af rússneska sendiráðinu en bendir um leið á að ferlarnir sem eru til staðar hjá Útlendingastofnun geri ekki ráð fyrir rússneskum hælisleitendum.
Fólkið í borginni
Hafnaði peningum og fylgdi áhuganum
Eiríkur Hilmar Eiríksson þurfti að velja á milli peninganna og áhugans á sagnfræði. Sagnfræðin sigraði að lokum.
Fólkið í borginni
Gaman að koma af stað öldu
Sigurður Sævar Magnúsarson myndlistarmaður skapaði sér sess í myndlistasenunni með því að taka ábyrgð á eigin farsæld.
Menning
„Dansinn er mikilvægur því hann veitir flestum mikla gleði“
Dansaktívistar berjast fyrir danslistinni, með því að bjóða fólki að dansa með sér. Reynsla þeirra sem samtímadansara og nemenda við Listaháskóla Íslands, sé að dansinn mæti alls staðar afgangi í íslensku samfélagi. Meira að segja á skemmtistöðum.
Spurt & svarað
1
Lýstu áhyggjum af lág- og millistétt
Almenningur á vappi í Kringlunni lýsir því hvernig staða samfélagslegs jöfnuðar blasir við honum og deilir hugmyndum sínum að úrbótum.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
3
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
5
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
6
Viðtal
12
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Fréttir
10
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
Hlal Jarah, eigandi veitingastaðarins Mandi hefur verið ákærður fyrir að ráðast með barsmíðum á Kefsan Fatehi á annan dag jóla 2020. Upptökur sýna Hlal slá Kefsan í höfuðið og sparka í hana. Sjálf lýsir hún ógnunum, morðhótunum og kynferðislegri áreitni af hendi Hlal og manna honum tengdum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.