Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Þurfum við nokkuð meira?

„Veist þú hvernig við skil­grein­um ham­ingju í okk­ar menn­ingu?“ spyr Visvald­is blaða­mann­inn.

Þurfum við nokkuð meira?

Mér var boðið hingað til lands af vinahópnum. „Kemurðu með?“ spurðu karlarnir. Fyrsta giggið var í fiskvinnslu í Sandgerði, árið 2006 ef ég man rétt.

Ég entist í einn mánuð í þeim sóðaskap áður en ég hreinlega hljópst á brott af þessu landi. Hefur þú einhvern tímann unnið 12 til 14 tíma vaktir sex daga í viku fyrir 140 til 150 þúsund krónur í laun? Finnst þér það vera í lagi?

Næst komum við til Íslands í apríl árið 2008. Eftir eina viku fengum við stöður hjá Ístaki byggingarverktaka við að reisa háskólabyggingar rétt fyrir hrunið. Svo skall hrunið á árið 2009. Manstu það? Við neyddumst til að fara á atvinnuleysisbætur á þessum tíma. Eftir það fór maður að bera út blöð.

Veistu hvað, það er allt í lagi hér á þessu landi. Veist þú hvernig við skilgreinum hamingju í okkar menningu? Hamingjan er að vera laus við sársaukann. Núna er ég til dæmis að þjást af bakverkjum og kemst ekki til heimilislæknisins því hann er veikur. Ég fékk tíma fyrir þann 10. nóvember og fór í millitíðinni á Læknavaktina. Það var ekkert gagn af heimsókninni, ég fékk ávísað Parkódíni en það slær ekki á bakverkina.

Stundum fer ég í messu í kaþólsku kirkjunni. Við Lettar erum kaþólikkar. Ég er ekki bókstafstrúaður, en það kemur samt sem áður með árunum að maður endurtúlkar tilvist sína. Þannig kemur trúin smátt og smátt.

Það er ekki að ástæðulausu að ég sagði áðan að hamingjan er að vera laus við sársaukann. Þegar sársaukinn kemur þá er maður ráðalaus. Sjúkleikinn eltir okkur. Hún konan mín í Ríga vinnur á spítala og nældi sér nýlega í krabbamein. Veit ekki hvað varð til þess, aldrei hefur nokkuð slíkt komið fyrir áður. Efnameðferðin gengur erfiðlega, henni líður illa. Ég veit ekki hvort hún mun komast í gegnum þetta. Hún er svo falleg núna, með ekkert hár.

Af hverju fór ég frá Ríga? Ja, hvað er svo sem að gera í þessu fjárans Lettlandi? Allt er að falla í mola þarna, allt gjörspillt. Síðan ég flutti í burtu hef ég heimsótt landið tvisvar eða þrisvar. Það er ekkert vit í því að vera á stanslausu flakki til og frá. Ég er fráskilinn, þótt við konan viðhöldum tengslum. Ég tala við fjölskylduna í gegnum Messenger á hverjum degi.

Fyrir einhverjum árum drattaðist dóttir mín hingað til lands til að vinna í ræstingum. Mér tókst með naumindum að sannfæra hana um að snúa aftur til baka til að klára háskólanámið. Hún er búin að útskrifast úr lögfræði núna og allt komið í lag. Hún vinnur í stóru fyrirtæki á sviði gasiðnaðar. Stöðugt fyrirtæki, stöðug laun. Þurfum við nokkuð meira?

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

„Hermaðurinn í mér var alltaf til staðar“
3
ErlentÁ vettvangi í Úkraínu

„Her­mað­ur­inn í mér var alltaf til stað­ar“

Lista­mað­ur sem varð lið­þjálfi út­skýr­ir hvernig það kom til að hann gekk til liðs við Azov-her­deild­ina í Úkraínu. Hann og fleiri veita inn­sýn í störf þess­ar­ar um­deild­ustu her­deild­ar lands­ins og hafna ásök­un­um um tengsl við hægri öfga­flokka. Það sé af sem áð­ur var að all­ir sem gátu lyft byssu væru sam­þykkt­ir í deild­ina. Um leið og her­deild­in hafi ver­ið tek­in inn í þjóð­varn­ar­lið­ið hafi póli­tísk­ar hug­sjón­ir þurft að víkja.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðstoð Brynjars við Jón átti þátt í yfirburðahæfi
3
Fréttir

Að­stoð Brynj­ars við Jón átti þátt í yf­ir­burða­hæfi

Hæfn­is­nefnd­in sem komst að nið­ur­stöðu um að Brynj­ar Ní­els­son vara­þing­mað­ur væri hæf­ast­ur til að verða dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur horfði sér­stak­lega til starfa hans sem póli­tísks að­stoð­ar­manns Jóns Gunn­ars­son­ar í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Meiri­hluti um­sækj­enda dró um­sókn­ina til baka eft­ir að þeir voru upp­lýst­ir um hverj­ir aðr­ir sóttu um.
Svona græddu allir bankarnir milljarða
6
Greining

Svona græddu all­ir bank­arn­ir millj­arða

Ís­lensku við­skipta­bank­arn­ir fjór­ir, Lands­banki, Ís­lands­banki, Ari­on banki og Kvika, græddu sama­lagt 96 millj­arða króna. All­ir hafa þeir skil­að upp­gjöri og vilja stjórn­ir þeirra greiða eig­end­um sín­um meira en 50 millj­arða króna í arð. Ís­lenska rík­ið og líf­eyr­is­sjóð­ir eru lang­stærstu eig­end­ur ís­lenska banka­kerf­is­ins og mega því vænta stærsta hluta arðs­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár