Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Boðar vopnaða andspyrnu gegn Pútín

Ilya Ponom­arev, rúss­nesk­ur stjórn­ar­and­stæð­ing­ur, hef­ur ný­lega lýst yf­ir sam­starfi við skæru­liða­hóp sem ber nafn­ið Þjóð­ar- og lýð­veld­is­her­inn. Hóp­ur­inn hót­ar skæru­liða­hern­aði gegn rúss­nesk­um valda­mönn­um.

Boðar vopnaða andspyrnu gegn Pútín

Ilya Ponomarev, fyrrum þingmaður og yfirlýstur andstæðingur stjórnar Pútíns, telur að skipulögð stjórnarandstaða sé ekki til í Rússlandi enda séu engar aðlaðandi hugmyndir til um mögulega framtíðarsýn. Þetta kemur fram í viðtali hans við Kyiv Post frá því í maí.

Ponomarev er sjálfskipaður leiðtogi óþekkts skæruliðahóps að nafni Þjóðar- og lýðveldisherinn (Национальная Республиканская Армия), en samkvæmt Ponomarev ber hópurinn ábyrgð á dauða Daríu Dúgínu, sem fórst í bílsprengju þann 20. ágúst síðastliðinn. Daría var dóttir þekkts hægrisinnaðs heimspekings, Alexanders Dúgín, sem margir líta á sem „heila Pútíns“.

Ponomarev telur að umbótum verði ekki náð með friðsamlegum hætti undir núverandi stjórnarkerfi. „Við verðum að umkringja okkur baráttumönnum sem tilbúnir eru til þess að drepa óvininn, sem og að fórna eigin lífi,“ segir Ponomarev í útsendingu Febrúarmorguns (Утро Февраля) frá 21. ágúst.

Undirrita samstarfssamning

Þann 31. ágúst skrifaði Ilya Ponomarev undir samstarfssamning á milli sín og Þjóðar- og lýðveldishersins á blaðamannafundi í Úkraínu. Yfirlýstur tilgangur samstarfsins er að skapa pólitískt umboð fyrir starfsemi vopnaðrar andstöðu innan Rússlands. Með þeim hætti gera samstarfsaðilarnir sér kleift að móta stefnu í átt að sameiginlegum markmiðum.

Talsmaður Lýðveldishersins sem kom fram á blaðamannafundinum sagði að fyrstu meðlimir hersins hafi verið rússneskir stríðsfangar sem hafi viljugir ákveðið að berjast með Úkraínu. Hann lýsir því einnig að margir á vígvellinum hafi orðið vitni að stríðsglæpum rússneska hersins, til að mynda meðferð hans á almennum borgurum, og það hafi verið hvati fyrir þá að skipta um lið. Hermennirnir eru í sömu andrá á móti núverandi stjórnkerfi Rússlands og sjá Úkraínustríðið sem tækifæri til að veikja núverandi kerfi.

Lýðveldisherinn stígur fram

Daría Dúgína, 29 ára blaðakona, ók af stað í jeppa sínum þann 20. ágúst eftir að hafa sótt listahátíðina Traditsija í Moskvu með föður sínum, Alexander Dúgín, en á miðri leið sprakk bíll hennar í loft upp fyrir augum föður hennar sem hafði verið í fylgd Daríu í eigin ökutæki. Sagt er að bílsprengjan hafi upprunalega verið ætluð Alexander Dúgín sjálfum.

„Í kvöld í grennd við Moskvu varð bíll dóttur áróðurssmiðsins Alexanders Dúgín fyrir sprengingu. Platonova (nafn sem Daría Dúgína gekk undir) var í bílnum á þeim tíma og lést hún samstundis. Vitni að sprengingunni segja að bíllinn hafi þá verið á fullri ferð. Frá upphafi stríðsins hefur Daría, líkt og faðir hennar, tekið afstöðu með stjórnvöldum í Kreml, breitt út áróðri, safnað fé fyrir rússneska herinn og verið sett í viðskiptabann erlendis. Allir uppskera að lokum eins og þeir sá. Dýrð sé skæruliðunum,“ stendur í færslu sem birtist í kjölfar morðsins á Telegram-rásinni Rospartizan sem Ponomarev heldur utan um.

Alexander Dúgín er þekktur fyrir að hafa lagt áherslu á hugmyndafræði „hins rússneska heims“, eins konar áhrifasvæði Rússlands þar sem rússnesk menning og tunga sé ríkjandi. Miðpunktur hugmyndafræði Dúgíns felst í kristnum rétttrúnaði sem andlegri arfleifð Rússlands, en gagnrýnendur benda á að orðræða hans hafi fasískt yfirbragð að því leyti að hann notfærir sér vísanir í andlegan heim til þess að réttlæta sérstöðu þjóðarinnar. Daría sjálf var fylgjandi stefnu föður síns og nýtti stöðu sína sem opinber persóna til þess að réttlæta stríðið.

Daginn eftir dauða Dúgínu flutti Ponomarev stefnuyfirlýsingu Þjóðar- og lýðveldishersins á YouTube-rás sinni, Febrúarmorgni. Þetta var fyrsta skiptið sem Lýðveldisherinn var nefndur á nafn á opinberum vettvangi.

Stefnuyfirlýsingin kallar eftir opnum skæruliðahernaði gegn öllum stuðningsmönnum núverandi stjórnar í ýmsum valdastöðum, til að mynda gegn stjórnmálamönnum, embættismönnum og viðskiptajöfrum sem eiga stjórninni auð sinn að þakka. Hópurinn hótar fleiri árásum á þá sem lýsa ekki yfir opinberri fordæmingu á stjórnina.

„Við teljum óréttlætanlegt að Rússar um allan heim hafi verið útskúfaðir og fordæmdir fyrir stríðsglæpi sem þeir tengjast ekki, heldur eru framdir af hópi manna sem hvorki eiga sér föðurland né þjóðerni, enda felst þeirra mesta hollusta við auð og völd.“

Lýðveldisherinn skorar á rússneska hermenn að yfirgefa stöður sínar til að berjast með sér. Almenningi öllum er boðið að taka upp nýja, hvít-bláa fánann til að berjast með Lýðveldishernum í þágu nýs, „frjáls Rússlands“, sé orðrétt haft eftir textanum sem Ponomarev las upp úr. Kallað er eftir að núverandi fána Rússlands verði hafnað sem saurguðu tákni Pútínsstjórnarinnar.

Ponomarev lýsir yfir algjörum stuðningi við málefnaskrá Lýðveldishersins en viðurkennir einnig að hann hafi verið í samstarfi við þá, sem og aðra skæruliðahópa í Rússlandi í marga mánuði. Telegram-rásin Ponomarevs, Rospartizan, hafi verið stofnuð í mars, eftir upphaf stríðsins, í þeim tilgangi að samhæfa fréttaflutning um störf skæruliðanna. Ponomarev hefur veitt skæruliðunum fjárhagslegan stuðning og boðist til þess að veita þeim öryggisgæslu sem og önnur úrræði eftir þörfum.

Í gegnum Rospartizan hefur Ponomarev hvatt almenning til skæruliðahernaðar. Hann telur að einstök tilvik skæruhernaðar í Rússlandi séu til marks um vaxandi andstöðu við stjórn Pútíns innan Rússlands. Rásin er mjög virk í birtingum sínum á ýmsum tilvikum skæruhernaðar á rússneskri grundu.

Flest tilvik skæruliðahernaðar virðast hafa verið framin af sjálfstæðum einstaklingum en ekki skipulögðum hópum. Eina staðfesta undantekningin virðast vera Hernaðarsamtök anarkó-kommúnista, sem Stundin tók nýlega viðtal við.

Réttmættur dauðdagi?

Ponomarev telur að dauði Dúgínu af völdum bílsprengjuárásarinnar hafi verið verðskuldaður enda hafi hún verið hávær talsmaður Pútíns og nýtt sér stöðu blaðamanns til að breiða út orðræðu sem ýtir undir öfgaþjóðerniskennd. Dauði Pútíns er einnig eitt markmiða Lýðveldishersins, að sögn Ponomarev.

Enn eru þó litlar vísbendingar um að Þjóðar- og lýðveldisherinn hafi verið að baki dauða Daríu Dúgínu önnur en orð Ponomarevs. Ein kenningin er sú að til að mynda sé allt eins líklegt að Alríkislögreglan hafi framið morðið, í þeim tilgangi að gera Dúgínu að píslarvætti rússneskra hægrimanna.

Rússnesk stjórnvöld hafa reynt að yfirfæra sökina á úkraínsku leyniþjónustuna. Sökudólgurinn eigi að hafa verið ung úkraínsk kona að nafni Natalya Vovk, en Dúgína var leigusali hennar á þeim tíma sem morðið átti sér stað. Konan hafi framið verknaðinn fyrir hönd leyniþjónustunnar, að mati yfirvalda í Rússlandi.

Hagnaðist á Pútínsstjórninni

Sjá má á LinkedIn síðu Ponomarev að miðillinn Febrúarmorgunn er ekki fyrsta framtakið hans á sviði viðskipta. Frá 2016 til 2021 hélt Ponomarev utan um Trident Acquisitions, bandarískt fjarfestingarfélag sem stofnað var í kringum austur-evrópskar olíu- og gasauðlindir. Frá 2019 til dagsins í dag er Ponomarev fjárfestingarfulltrúi hjá BGV Group Management í Kænugarði, sem skipuleggur námuverkefni í Austur-Evrópu. Í september 2021 stofnaði Ponomarev fjárfestingarfélag sem leggur áherslu á netmiðlun og myndbandaframleiðslu.

Áður en hann flutti til Bandaríkjanna og seinna Kyiv, hafði Ponomarev verið þingmaður á Dúmunni árin 2006 til 2017 þangað til að hann hafði verið gerður að úrhraki enda kaus hann, einn þingmanna, gegn innlimun Krímskaga árið 2014. Í kjölfarið var hann sakfelldur fyrir fjárdrátt hjá Skolkovo hátæknimiðstöðinni, en verkefnið var misheppnuð tilraun til að setja á laggirnar eins konar Silicon Valley í Rússlandi. Samkvæmt Ponomarev voru ásakanirnar drifnar áfram af pólitískum ástæðum.

Líkt og annar rússneskur stjórnmálamaður og viðskiptajöfur í útlegð, Mikhail Khodrokovsky, græddi Ponomarev í fyrstu á Pútínsstjórninni. Ponomarev hélt utan um  gas- og olíurisann Yukos ásamt Khodorkovsky, sem hinn síðarnefndi keypti ódýru verði á ríkisuppboði í kjölfar hópeinkavæðinganna eftir fall Sovétríkjanna. Ponomarev varð framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs fyrirtækisins sem og framkvæmdastjóri dótturfélags Yukos. Khodorkovsky var talinn ríkasti maður Rússlands árið 2003 vegna eignarhalds hans á Yukos.

Ponomarev hélt áfram að starfa með Khodorkovsky innan stofnunarinnar Opins Rússlands sem fulltrúi hennar en aðrir merkir stjórnarmenn í forsögu stofnunarinnar hafa verið Henry Kissinger og Lord Jacob Rothschild. Stofnuninni var falið að ýta undir frjálslyndi innan Rússlands, meðal annars með góðgerðarstarfsemi.

Frá 2005 til 2015 sat Khodorkovsky af sér fangelsisdóm vegna fjárdráttar og fjármálasvika, skattsvika og peningaþvættis vegna starfsemi hans við Yukos gas- og olíufyrirtækið. Khodorkovsky er búsettur í London en heldur áfram pólitískri starfsemi erlendis frá.

Alexei Navalny, andlit andstöðunnar við stjórnkerfi Pútíns, sem lifði af taugaeitursárás árið 2020, hefur kallað Ponomarev „glæpon“ í kjölfar Skolkovo málsins, samkvæmt fréttamiðlinum Meduza. Navalny situr nú inni eftir að hafa verið látinn laus til reynslu vegna ásakana um fjármálasvik. Hann var settur í fangelsi eftir komu hans til Rússlands frá Þýskalandi þar sem hann þáði læknismeðferð vegna taugaeitrunarinnar.

Fangelsisvist Navalny mun að líkindum vara í hið minnsta ellefu og hálft ár en hann á það á hættu að verða dæmdur til fimmtán ára til viðbótar á grundvelli nýlegra ásakana um öfgastefnu sem bornar hafa verið á hann. Í júní var Navanly settur í hámarksöryggisgæslu í alræmdu fangelsi en fregnir af fangapyntingum þar hafa verið tíðar.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Það virðist sem að flestir litir í málefnum Rússlands séu gráir þó að vissulega sé Pútín og hans klíka lang dekkstir.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár