Nefnd sem rannsakaði hvort börn sem vistuð voru á meðferðarheimilinu Varpholti, síðar Laugalandi, hefðu verið beitt harðræði eða ofbeldi lét hjá leggjast að taka viðtöl við öll þau börn sem vistuð voru á heimilinu. Stundin hefur talað við þrjár manneskjur sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu á árunum 1997 til 2007, þeim tíma sem rannsókn Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála tók til, sem ekki voru tekin viðtöl við.
Í einu tilfelli hafði kona sem vistuð var á meðferðarheimilinu samband við nefndina og óskaði eftir því að lýsa dvöl sinni þar. Hún var aldrei boðuð í viðtal.
Í öðru tilfelli var aldrei haft samband við mann sem vistaður var sem ungur drengur í Varpholti. Maðurinn sem um ræðir segist aldrei hafa verið boðaður í viðtal fyrir rannsóknarnefndinni og að ekkert samband hafi verið haft við hann, ekki fyrr en hann fékk sms-skilaboð um það 15. september síðastliðinn að …
Athugasemdir (1)