Það var síðdegis þann 11. september 1697. Mikið stríð Tyrkjaveldis við stórveldi Mið-Evrópu hafði staðið samfleytt í 14 ár. Ottómana-veldið tyrkneska hafði frá því fyrir 1400 sífellt aukist að íþrótt og frægð bæði í Mið-Austurlöndum, Norður-Afríku og á Balkanskaga og virtist enn í sóknarhug. En 1683 hafði Tyrkjum mistekist að ná Vínarborg sem hefði gert þeim kleift að deila og drottna í stórum hluta Evrópu.
Þeir fóru svo halloka í þessu stríði í nokkur ár en sneru þá snögglega við blaðinu og unnu nokkra afgerandi sigra. Evrópuríkið höfðu þá ekkert roð við Tyrkjum.
Prinsinn birtist
Og nú voru Mústafa 2. nýr soldán í Miklagarði og stórvesír hans komnir með 100 þúsund manna her norður til bæjarins Zenta sunnarlega á ungversku sléttunni. Og Tyrkir bjuggust til að endurheimta þá hluta Ungverjalands sem þeir höfðu áður tapað til hins austurríska Habsborgararíkis.
Mústafa vissi ekki annað en óvinaherinn væri víðs fjarri og fór …
Athugasemdir (1)