Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Þrjár orrustur og 42 ár sem breyttu stefnu heimsins

Um 5.400 kíló­metr­ar eru í nokk­urn veg­inn beinni loftlínu frá Zenta í Mið-Evr­ópu um smá­þorp­ið Gulna­bad í miðju Ír­an og til bæj­ar­ins Karnal norð­ur af Delí, höf­uð­borg Ind­lands. Ár­in 1697, 1722 og 1739 voru háð­ar á þess­um stöð­um orr­ust­ur þar sem þrjú tyrk­nesk-ætt­uð stór­veldi áttu í höggi við þrjá ólíka óvina­heri. Eigi að síð­ur eru þess­ar orr­ust­ur tengd­ar á ákveð­inn en óvænt­an hátt, að mati Ill­uga Jök­uls­son­ar.

Þrjár orrustur og 42 ár sem breyttu stefnu heimsins
Zamburak Bæði Afganar og Safavídar notuðu svona „zamburak“ smáfallbyssur í orrustunni við Gulnabad.

Það var síðdegis þann 11. september 1697. Mikið stríð Tyrkjaveldis við stórveldi Mið-Evrópu hafði staðið samfleytt í 14 ár. Ottómana-veldið tyrkneska hafði frá því fyrir 1400 sífellt aukist að íþrótt og frægð bæði í Mið-Austurlöndum, Norður-Afríku og á Balkanskaga og virtist enn í sóknarhug. En 1683 hafði Tyrkjum mistekist að ná Vínarborg sem hefði gert þeim kleift að deila og drottna í stórum hluta Evrópu.

Þeir fóru svo halloka í þessu stríði í nokkur ár en sneru þá snögglega við blaðinu og unnu nokkra afgerandi sigra. Evrópuríkið höfðu þá ekkert roð við Tyrkjum.

Prinsinn birtist

Og nú voru Mústafa 2. nýr soldán í Miklagarði og stórvesír hans komnir með 100 þúsund manna her norður til bæjarins Zenta sunnarlega á ungversku sléttunni. Og Tyrkir bjuggust til að endurheimta þá hluta Ungverjalands sem þeir höfðu áður tapað til hins austurríska Habsborgararíkis.

Mústafa vissi ekki annað en óvinaherinn væri víðs fjarri og fór …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Takk Illugi fyrir fróðlega flækjusögu.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Saga Írans 5: Kameldýrakarl frá Baktríu, frumlegasti trúarhöfundur sögunnar
Flækjusagan

Saga Ír­ans 5: Kam­eldýra­karl frá Baktríu, frum­leg­asti trú­ar­höf­und­ur sög­unn­ar

Í síð­ustu grein (sjá hana hér) var þar kom­ið sögu að stofn­andi Persa­veld­is, Kýrus hinn mikli, var horf­inn úr heimi. Það gerð­ist ár­ið 530 FT en áhrifa hans átti eft­ir að gæta mjög lengi enn og má vel segja að Kýrus sé enn af­ar vold­ug­ur í hug­ar­heimi Ír­ana. En nú spóla ég að­eins aft­ur í tím­ann og dreg fram ann­an...

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár