Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra segir að þar sem búið sé að borga fyrir endurvinnslu íslenska plastsins í vöruhúsinu í Paryd þá eigi að sjá til þess að það fari í endurvinnslu. Þetta er þvert á niðurstöðu íslensku sendinefndarinnar og Úrvinnslusjóðs en þeir segja að ekkert frekar verði aðhafst í málinu og að sænsk stjórnvöld eigi að sjá um málið. Ráðherrann segir að fólk verði að geta treyst því að þegar það flokki plast, skili það sér á réttan stað.
„Mér finnst þetta mál vera þannig að við verðum að geta treyst því þegar við erum að flokka, sem við verðum að gera og eigum að setja okkur mjög háleit markmið í því, að hlutirnir fari á þann stað sem það á að fara á. Það er í mörg horn að líta í þessu ráðuneyti, þetta er eitt af þessum mikilvægu málefnum. Ég hef einsett mér það að ganga þannig fram …
Athugasemdir (1)