Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Fjármálamarkaðnum virðist því miður ekki vera treystandi“

Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son, formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ir að sér­fræð­ing­ar sem stjórn­völd treystu fyr­ir sölu rík­is­ins á hlut­um sín­um í Ís­lands­banki hafi brugð­ist. Hann seg­ist treysta fjár­mála­ráð­herra, Bjarna Bendikts­syni, en ekki Banka­sýslu rík­is­ins. „Ég treysti Bjarna Bene­dikts­syni,“ sagði hann.

„Fjármálamarkaðnum virðist því miður ekki vera treystandi“
Traust Fullt trausti virðist vera á milli Sigurðar Inga og Bjarna. Það traust nær þó ekki til Bankasýslunnar, sem heyrir undir þann síðarnefnda. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ég treysti Bjarna Benediktssyni,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, á þingi í morgun þar sem hann lýsti yfir trausti á fjármálaráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins en vantrausti á Bankasýslu ríkisins, sem heyrir undir ráðherrann. 

„Ég starfa með honum í ríkisstjórn og treysti honum til þess. Við erum hins vegar búin að taka ákvörðun um að stöðva söluferlið vegna þess að ég treysti ekki Bankasýslunni, ég treysti henni ekki eftir það sem á undan er gengið,“ sagði hann. Í fyrirspurnatímanum sagðist hann svekktur yfir hvernig hefði farið. 

Sigurður Ingi sagði engum, hvorki á þinginu eða í ríkisstjórn, hefði dottið í hug að setja lágmark í útboðinu. „Mér var ekki ljóst — ég held að engum þingmanni hafi verið ljóst að það yrðu einhverjir sem gætu keypt fyrir milljón eða tíu milljónir eða eitthvað slíkt,“ sagði ráðherrann í fyrirspurnatímanum.

„Lærdómur okkar sem erum í pólitík er einfaldlega sá að fjármálamarkaðnum virðist því miður ekki vera treystandi“
Sigurður Ingi Jóhannsson
innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins

Margir þingmenn nýttu fyrirspurnatímann til að spyrja Sigurð Inga út í málið en ekkert hafði heyrst frá honum um það síðan formenn stjórnarflokkanna sendu tilkynningu um að leggja ætti Bankasýsluna niður, vegna sölunnar. Sigurður Ingi lýsti þeirri skoðun sinni á þinginu að stofnunin hefði klúðrað málinu. 

„Enginn benti á að það hefði verið skynsamlegt að setja lágmark um það hversu hátt eða lágt þessir svokölluðu fagfjárfestar ættu að geta keypt fyrir. Það setti enginn hugmyndir um slík skilyrði, að það þyrftu að vera einhvers konar siðferðileg viðmið. Við verðum að setja skilyrði þannig að það sé ekkert svigrúm til túlkana þegar kemur að því að selja. Ég get sagt það líka hér, og kannski verð ég að syndga upp á nokkrar sekúndur, forseti, að sérfræðingarnir sem við treystum finnst mér að hafi brugðist,“ sagði ráðherrann á þingi í morgun. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SVB
    Skjöldur Vatnar Björnsson skrifaði
    Var Sigurður Ingi sofandi frá 2008 og fram eftir þessari öldinni? Nei, blekkingarleikur Sigurðar er einfaldur eins og oftast. Stóri glæpurinn er að hafa látið bankaræningjana frá 2008 hafa bankann aftur með afslætti. Árið 2008 stálu þeir peningunum úr bankanum og fóru með þá í skattaskjól. Fimmtán þúsund heimili urðu gjaldþrota og yfir 40.000 manns misstu heimili sín. Komu svo með peningana hingað og eiga nú verslanir og fleira sem fólkið þarf að skipta við. Þetta var mesti fjármálaglæpur íslandssögunnar og Sigurður Ingi segist ekkert muna eftir þessu. Þá á hann að vera undir læknishendi.
    2
  • Jónsson Höskuldur skrifaði
    Þetta mynnir á þegar yfirheira var verið forsetisráherra held ég að hann hafi verið í sambANDI VIÐ OLÍJUMALIÐ Á MIÐNESHEIÐI ÞAR SEM STJORNVÖKLD STUNDUÐ AÐ STELA OLíJU FRÁ HERNUM Á MIÐNESHEIÐI .
    Þá var hastiréttur til húsa í húsinu hanns Tór Jénsens við tjörnina .

    Þegar svo yfirherslur höfðu stað yfir í langan tíma ,spurði furstin frá Akureyri dómaranna hvort þeir vissu hvað vaeru margar endur á tjörnini .

    Þeir dómararnir kömu af fjöllum .en raðherran var með töluna á hreinu enda frasóknarmaður með meiru .

    Síðan fanst einhver götumaður til að bera alla sökina og hann framdi svo sjalfsmorð vegna byrgðana sem hann réði ekki við .
    Og MáLIÐ ÞAR MEÐ LEIST, OG ALDREI UPPLÝST ÞÓ SVO ALLIR VISSU HVER VAR SÖKUDÓLGURINN.
    Svona fór um sjóferð þá og mjög líklegt að íslandbankamalið fari sömu leð og raðherrar sem bera ábyrgð munu vermA RASGATIÐ Á RAÐHERRA STÓLUM ALÞINGIS
    1
  • Siggi Rey skrifaði
    Auðvitað skulu þessar "hetjur" fría sig allri ábyrgð enda ekki vaninn að taka ábyrgð á neinu á þeim bænum. Sökudólgur skal fundinn! Og enn sem komið er, er fjármálamarkaðurinn bestur sem slíkur.
    4
  • Ólafur Jarl skrifaði
    Var þađ fjármálamarkađnum ađ kenna ađ Bjarni Ben fjármálaráđherra klúđrađi bankasölu?
    3
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Enn a lærdómsbekk ? Hugmyndin er að forráðamenn þjóðarinnar sjá vandamálin fyrir en séu ekki endalaust að læra grunnatriði. Auðvitað er engum treystandi þessvegna eru lög og reglur og þau eiga ekki að vera leiðbeinandi og raðleggjandi heldur ófrávíkjanlegar og með viðurlögum ekki eftiraskyringim
    6
  • Siggi Rey skrifaði
    Sækjast sér um líkir Sigurður Svarti!
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár