Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Fjármálamarkaðnum virðist því miður ekki vera treystandi“

Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son, formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ir að sér­fræð­ing­ar sem stjórn­völd treystu fyr­ir sölu rík­is­ins á hlut­um sín­um í Ís­lands­banki hafi brugð­ist. Hann seg­ist treysta fjár­mála­ráð­herra, Bjarna Bendikts­syni, en ekki Banka­sýslu rík­is­ins. „Ég treysti Bjarna Bene­dikts­syni,“ sagði hann.

„Fjármálamarkaðnum virðist því miður ekki vera treystandi“
Traust Fullt trausti virðist vera á milli Sigurðar Inga og Bjarna. Það traust nær þó ekki til Bankasýslunnar, sem heyrir undir þann síðarnefnda. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ég treysti Bjarna Benediktssyni,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, á þingi í morgun þar sem hann lýsti yfir trausti á fjármálaráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins en vantrausti á Bankasýslu ríkisins, sem heyrir undir ráðherrann. 

„Ég starfa með honum í ríkisstjórn og treysti honum til þess. Við erum hins vegar búin að taka ákvörðun um að stöðva söluferlið vegna þess að ég treysti ekki Bankasýslunni, ég treysti henni ekki eftir það sem á undan er gengið,“ sagði hann. Í fyrirspurnatímanum sagðist hann svekktur yfir hvernig hefði farið. 

Sigurður Ingi sagði engum, hvorki á þinginu eða í ríkisstjórn, hefði dottið í hug að setja lágmark í útboðinu. „Mér var ekki ljóst — ég held að engum þingmanni hafi verið ljóst að það yrðu einhverjir sem gætu keypt fyrir milljón eða tíu milljónir eða eitthvað slíkt,“ sagði ráðherrann í fyrirspurnatímanum.

„Lærdómur okkar sem erum í pólitík er einfaldlega sá að fjármálamarkaðnum virðist því miður ekki vera treystandi“
Sigurður Ingi Jóhannsson
innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins

Margir þingmenn nýttu fyrirspurnatímann til að spyrja Sigurð Inga út í málið en ekkert hafði heyrst frá honum um það síðan formenn stjórnarflokkanna sendu tilkynningu um að leggja ætti Bankasýsluna niður, vegna sölunnar. Sigurður Ingi lýsti þeirri skoðun sinni á þinginu að stofnunin hefði klúðrað málinu. 

„Enginn benti á að það hefði verið skynsamlegt að setja lágmark um það hversu hátt eða lágt þessir svokölluðu fagfjárfestar ættu að geta keypt fyrir. Það setti enginn hugmyndir um slík skilyrði, að það þyrftu að vera einhvers konar siðferðileg viðmið. Við verðum að setja skilyrði þannig að það sé ekkert svigrúm til túlkana þegar kemur að því að selja. Ég get sagt það líka hér, og kannski verð ég að syndga upp á nokkrar sekúndur, forseti, að sérfræðingarnir sem við treystum finnst mér að hafi brugðist,“ sagði ráðherrann á þingi í morgun. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SVB
    Skjöldur Vatnar Björnsson skrifaði
    Var Sigurður Ingi sofandi frá 2008 og fram eftir þessari öldinni? Nei, blekkingarleikur Sigurðar er einfaldur eins og oftast. Stóri glæpurinn er að hafa látið bankaræningjana frá 2008 hafa bankann aftur með afslætti. Árið 2008 stálu þeir peningunum úr bankanum og fóru með þá í skattaskjól. Fimmtán þúsund heimili urðu gjaldþrota og yfir 40.000 manns misstu heimili sín. Komu svo með peningana hingað og eiga nú verslanir og fleira sem fólkið þarf að skipta við. Þetta var mesti fjármálaglæpur íslandssögunnar og Sigurður Ingi segist ekkert muna eftir þessu. Þá á hann að vera undir læknishendi.
    2
  • Jónsson Höskuldur skrifaði
    Þetta mynnir á þegar yfirheira var verið forsetisráherra held ég að hann hafi verið í sambANDI VIÐ OLÍJUMALIÐ Á MIÐNESHEIÐI ÞAR SEM STJORNVÖKLD STUNDUÐ AÐ STELA OLíJU FRÁ HERNUM Á MIÐNESHEIÐI .
    Þá var hastiréttur til húsa í húsinu hanns Tór Jénsens við tjörnina .

    Þegar svo yfirherslur höfðu stað yfir í langan tíma ,spurði furstin frá Akureyri dómaranna hvort þeir vissu hvað vaeru margar endur á tjörnini .

    Þeir dómararnir kömu af fjöllum .en raðherran var með töluna á hreinu enda frasóknarmaður með meiru .

    Síðan fanst einhver götumaður til að bera alla sökina og hann framdi svo sjalfsmorð vegna byrgðana sem hann réði ekki við .
    Og MáLIÐ ÞAR MEÐ LEIST, OG ALDREI UPPLÝST ÞÓ SVO ALLIR VISSU HVER VAR SÖKUDÓLGURINN.
    Svona fór um sjóferð þá og mjög líklegt að íslandbankamalið fari sömu leð og raðherrar sem bera ábyrgð munu vermA RASGATIÐ Á RAÐHERRA STÓLUM ALÞINGIS
    1
  • Siggi Rey skrifaði
    Auðvitað skulu þessar "hetjur" fría sig allri ábyrgð enda ekki vaninn að taka ábyrgð á neinu á þeim bænum. Sökudólgur skal fundinn! Og enn sem komið er, er fjármálamarkaðurinn bestur sem slíkur.
    4
  • Ólafur Jarl skrifaði
    Var þađ fjármálamarkađnum ađ kenna ađ Bjarni Ben fjármálaráđherra klúđrađi bankasölu?
    3
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Enn a lærdómsbekk ? Hugmyndin er að forráðamenn þjóðarinnar sjá vandamálin fyrir en séu ekki endalaust að læra grunnatriði. Auðvitað er engum treystandi þessvegna eru lög og reglur og þau eiga ekki að vera leiðbeinandi og raðleggjandi heldur ófrávíkjanlegar og með viðurlögum ekki eftiraskyringim
    6
  • Siggi Rey skrifaði
    Sækjast sér um líkir Sigurður Svarti!
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár