„Yfirráð yfir Suður-Úkraínu er önnur leið til Transnistriu, þar sem einnig er verið að kúga rússneskumælandi íbúa,“ hefur rússneska Tass-fréttastofan eftir hershöfðingjanum Rustam Minnekayev í frétt í dag.
Rússar hafa frá upphafi innrásarinnar gefið til kynna að tilgangurinn sé að tryggja yfirráð rússneskumælandi aðskilnaðarsinna í austurhlutanum, í Donbass, en nú kemur í fyrsta sinn opinberlega fram að tilgangurinn sé að ná yfirráðum yfir Svartahafsströnd Úkraínu, allt frá Donbass, að Krímskaga og þaðan yfir til nágrannaríkisins Moldóvu, þar sem rússneskumælandi aðskilnaðarsinnar eru í baráttu við stjórnvöld í héraðinu Transnistriu.
„Þetta [yfirráð yfir Donbass] mun framkalla landbrú til Krímskaga, auk þess að hafa áhrif á mikilvæga aðstöðu Úkraínumanna, Svartahafshafnir, sem notaðar eru til að flytja landbúnaðar- og iðnvarning til annarra landa,“ sagði Minnekayev.

„Við virðumst vera í stríði við allan heiminn“
„Við virðumst vera í stríði við allan heiminn, …
Athugasemdir (3)