Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Rússar afhjúpa áform um að taka yfir stóran hluta Úkraínu og stefna á Moldóvu

Í fyrsta sinn hafa rúss­nesk yf­ir­völd gef­ið til kynna að til­gang­ur­inn með „sér­stakri hern­að­ar­að­gerð“ sé í reynd að yf­ir­taka suð­ur­hluta Úkraínu allt að þriðja rík­inu Moldóvu, þar sem rúss­nesku­mæl­andi að­skiln­að­ar­sinn­ar eru.

Rússar afhjúpa áform um að taka yfir stóran hluta Úkraínu og stefna á Moldóvu
Landvinningastríð Rússar fögnuðu því í dag að hafa náð yfirráðum yfir borginni Mariopol, sem er hluti af Donbass-héruðunum. Borgin hefur verið lögð í rúst og hafa verið birtar myndir af fjöldagröfum utan við borgina. Mynd: Mikhail Tereshchenko / Sputnik / AFP

„Yfirráð yfir Suður-Úkraínu er önnur leið til Transnistriu, þar sem einnig er verið að kúga rússneskumælandi íbúa,“ hefur rússneska Tass-fréttastofan eftir hershöfðingjanum Rustam Minnekayev í frétt í dag.

Rússar hafa frá upphafi innrásarinnar gefið til kynna að tilgangurinn sé að tryggja yfirráð rússneskumælandi aðskilnaðarsinna í austurhlutanum, í Donbass, en nú kemur í fyrsta sinn opinberlega fram að tilgangurinn sé að ná yfirráðum yfir Svartahafsströnd Úkraínu, allt frá Donbass, að Krímskaga og þaðan yfir til nágrannaríkisins Moldóvu, þar sem rússneskumælandi aðskilnaðarsinnar eru í baráttu við stjórnvöld í héraðinu Transnistriu.

„Þetta [yfirráð yfir Donbass] mun framkalla landbrú til Krímskaga, auk þess að hafa áhrif á mikilvæga aðstöðu Úkraínumanna, Svartahafshafnir, sem notaðar eru til að flytja landbúnaðar- og iðnvarning til annarra landa,“ sagði Minnekayev.

PútínHeimsótti geimferðamiðstöð fyrr í mánuðinum.
„Við virðumst vera í stríði við allan heiminn“

„Við virðumst vera í stríði við allan heiminn, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Skelfilegt er að þessi einræðisherra Putin hafi þrengt að mannréttindum og úthýst lýðræðinu. Hann er á sömu braut og Hitler og aðrir einræðisherrar sem stjórna landi með ógnarstjórn
    1
    • Bjorn Hilmarsson skrifaði
      Það virðist aldrei vera hægt að ræða um nokkurn skapaðan hlut án þess að nefna herra Hitler. Trump var Hitler, fólk sem mótmælir skyldubólusetningu í Kananda er Hitler, Pútin er Hitler þó hann sé gjörólíkur honum í útliti og fasi og skoðunum. Allt þetta tal um Hitler er bara til að gjaldfella þjóðarmorð á Gyðingum í WW2 og það sem gerðist þá. Ha, drap Hitler 6 milljónir gyðinga í gasklefum? Já, jæja, þá er Nonni eins og Hitler því honum þykja gúmíbangsar vondir.
      -1
  • Sigurður Haraldsson skrifaði
    Þriðj heimsstríðöldinn er bara að magnast og magnast með degi hverjum.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár