Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Bankasýslan seldi verðbréfafyrirtækjum sjálfdæmi við sölu hlutabréfa í Íslandsbanka

For­stjóri Banka­sýslu rík­is­ins, Jón Gunn­ar Jóns­son, seg­ir að treysta þurfi bönk­um og verð­bréfa­bréfa­fyr­ir­tækj­um sem sjá um út­boð á hluta­bréf­um fyr­ir ís­lenska rík­ið. Fjár­máleft­ir­lit Seðla­banka Ís­lands rann­sak­ar nú þá að­ila sem sáu um út­boð rík­is­ins. Út frá svör­um banka­sýsl­unn­ar er ljóst að bank­arn­ir og verð­bréfa­fyr­ir­tæk­in stýrðu því hverj­ir fengu að kaupa hluta­bréf rík­is­ins í Ís­lands­banka.

Bankasýslan seldi verðbréfafyrirtækjum sjálfdæmi við sölu hlutabréfa í Íslandsbanka
Þeir aðilar sem sáu um útboðið Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands rannsakar nú söluferlið á hlutabréfum ríkisins í Íslandsbanka. Rannsóknin beinist að þeim bönkum og verðbréfafyrirtækjum sem sáu um útboðið. Forsvarsmenn þesssara aðila eru Birna Einarsdóttir, Haraldur Þórðarson, Lilja Einarsdóttir, Jóhann Ólafsson og Hannes Árdal.

Ríkisstofnunin Bankasýsla ríkisins seldi þeim bönkum og verðbréfafyrirtækjum sem sáu um útboðið á hlutabréfum ríkisins í Íslandsbanka sjálfdæmi um hvernig þessir aðilar ættu að standa að sölu þessarar ríkiseignar. Þá er átt við að þessir umsjónaðilar útboðsins gátu sjálfir stýrt því og valið hvaða fjárfestar það voru, innan ákveðinna marka, sem keyptu bréfin á afslætti af íslenska ríkinu. Helstu mörkin voru þau að fjárfestarnir sem fengu að kaupa bréfin urðu að vera svokallaðir fagfjárfestar en ekki almennir fjárfestar. 

„Menn geta haft skoðanir á þeim sem koma upp á listanum en við verðum að treysta þessum fjármálafyrirtækjum“
Jón Gunnar Jónsson,
forstjóri Bankasýslu ríkisins

Útboðið á hlutabréfum ríkisins í Íslandsbanka hefur vakið hörð viðbrögð. Ekki síst vegna þess að svo virðist sem þátttakendur í því hafi nánast verið handvaldir og að alls ekki allir sem tóku þátt í útboðinu séu réttnefndir fagfjárfestar. 

Segir að treysta eigi bönkum og verðbréfafyrirtækjumForstjóri Bankasýslu ríkisins, Jón Gunnar Jónsson, segir að treysta eigi bönkum og verðbréfafyrirtækjum fyrir sölu ríkiseigna.

Á að treysta verðbréfafyrirtækjum fyrir ríkiseignum?

Í raun þá setti Bankasýsla ríkisins sölumeðferð þessara hlutabréfa í hendurnar á þessum fyrirtækjum án eftirlits. Um þetta segir Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, í viðtali við Stundina: „Menn geta haft skoðanir á þeim sem koma upp á listanum en við verðum að treysta þessum fjármálafyrirtækjum.“

Komið hefur fram í fjölmiðlum að fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands rannsakar nú útboðið á hlut ríkisins í Íslandsbanka.  Sérstaklega er þáttur sölu- og umsjónaraðila útboðsins til skoðunar.  Það sem meðal annars er í skoðun er hvort skilgreiningum þessara fyrirtækja á fjárfestunum sem tóku þátt í útboðinu hafi verið breytt í aðdraganda þess. Þá eru einnig til skoðunar mögulegar innherjaupplýsingar sem gætu hafa legið fyrir og eins hvort það geti talist eðlilegt að umsjónar- og söluaðilar útboðsins hafi sjálfir keypt hlutabréf í því.  Bankinn mun, og kann nú þegar að hafa, biðja skipuleggjendur útboðsins um að afhenda gögn sem tengjast því.

Eitt af því sem væntanlega mun koma í ljós í skoðun fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands er hvort það sé sannarlega þannig að ríkisstofnanir megi og eigi að treysta einkareknum bönkum og verðbréfafyrirtækjum, nánast án eftirlits, fyrir ríkiseignum. 

Bankasýsla ríkisins hefur gefið það út að stofnunin fagni rannsókn Seðlabanka Íslands. 

Gátu hyglað sínum eigin kúnnum fram yfir aðra

Allir þessir bankar og verðbréfafyrirtæki sem komu að útboðinu og sölu hlutabréfanna: Landsbankinn, Íslandsbanki, Fossar Markaðir, Íslensk verðbréf og verðbréfafyrirtækið Acro-verðbréf reka eignastýringardeildir sem meðal annars þjónusta efnaða aðila. Þjónusta þessara fyrirtækja byggir á því að búa til þóknanir fyrir sig með meðal annars milligöngu um sölu hluta- og verðbréfa. Komið hefur fram að þóknanir til þessara umsjónaraðila vegna útboðsins hafi numið 700 milljónum króna.

Með því að geta stýrt því hverjir fengu að kaupa þessi hlutabréf með afslætti af íslenska ríkinu gátu þessi fyrirtæki hyglað og strokið viðskiptavinum sínum sem meðal annars greiða fyrirtækjunum fyrir að vera í eignastýringu hjá þeim. Þegar horft er til þess á hvers eðli viðskiptasamband eignastýringardeilda og viðskiptavina þeirra þá er það ekki lítill plús fyrir efnafólk að geta fengið afslátt af hlutabréfum í eigu ríkisins í gegnum þjónustu þess banka eða verðbréfafyrirtækis sem einstaklingarnir skipta við. 

Þegar við bætist að umrædd fyrirtæki gátu mögulega einnig veitt þessum einstaklingum sem keyptu bréfin lán til að kaupa þau, og fengið þar með einnig vexti og þóknanir fyrir lánveitingarnar, vegna kaupa á hlutabréfum af ríkinu með afslætti sést enn betur hversu fjárhagslega arðbært það hefur getað verið fyrir þessi fyrirtæki að fá að vinna að þessu útboði. 

Þar að auki var enginn eftirlitsaðili sem hafði beint eftirlit með því hvernig og til hvers þessir bankar og verðbréfafyrirtæki seldu hlutabréf ríkisins í Íslandsbanka. 

„Engin veruleg hindrun var í vegi hæfra fjárfesta að óska þátttöku í útboðinu“
Bankasýsla ríkisins

„Engin veruleg hindrun“ í vegi fyrir þátttöku

Í skrifum Bankasýslu ríkisins um útboðið hefur komið fram að útboðið hafi verið opið öllum fagfjárfestum. Stofnunin hefur orðað það sem svo að „engin veruleg hindrun“ hafi staðið í veginum fyrir því að „óska eftir þátttöku“ í útboðinu: „Sagt er að „sumir fengu að kaupa, en aðrir ekki“. Réttara er að segja að sumir hæfir fjárfestar hafi  keypt en aðrir ekki. Útboðinu var beint að öllum hæfum fjárfestum. Til hæfra fjárfesta teljast viðurkenndir gagnaðilar, svo sem lífeyrissjóðir, fjármálafyrirtæki og vátryggingafélög, og aðrir fagfjárfestar, sem fjármálafyrirtæki hafa metið sem slíka, á grundvelli lagaskilyrða um eignastöðu, viðskiptaumsvif, og reynslu og þekkingu á fjármálamarkaði. Engin veruleg hindrun var í vegi hæfra fjárfesta að óska þátttöku í útboðinu. Bankasýsla ríkisins leggur ekki mat á hvort fjárfestar uppfylli skilyrði þess að teljast fagfjárfestar. Slíkt mat liggur lögum samkvæmt hjá fjármálafyrirtækjum.“

Munurinn á því að þurfa, sem fjárfestir, að „óska eftir þátttöku“ í útboði og að fá hringingu frá banka eða verðbréfafyrirtæki þar sem viðskiptavininum eru boðin bréf til kaups með afslætti er hins vegar talsverður. Komið hefur fram að söluaðilar hlutabréfanna í útboðinu hafi haft samband og boðið þeim hlutabréf til kaups. 

Íslandsbanki staðfestir samskipti við Seðlabankann

Stundin hafði samband við alla þessa fimm sölu- og umsjónaraðila útboðsins á hlut ríkisins í Íslandsbanka og spurðist fyrir um rannsókn fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á málinu og hvort einhverju hafi verið ábótavant í söluferlinu á hlutabréfunum í Íslandsbanka hjá þeim. 

Í svari frá Íslandsbanka segir um rannsóknina að bankinn hafi farið að settum reglum í einu og öllu: „Íslandsbanki staðfestir að borist hafi erindi frá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands er tengist sölu á hlutum í Íslandsbanka hf. Unnið er að svari í tengslum við erindið. Telur bankann sig hafa farið í einu og öllu að lögum við framkvæmd útboðsins.“

Í svari frá Fossum mörkuðum segir forstjórinn, Haraldur Þórðarson, að rannsókn Seðlabanka Íslands sé jákvæð. Haraldur segir jafnframt að enginn starfsmaður Fossa hafi tekið keypt hlutabréf í Íslandsbanka í útboðinu. „Framkvæmd útboðsins hjá Fossum var í fullu samræmi við þær reglur sem félaginu ber að starfa eftir sem og uppleggi og kröfum Bankasýslu Ríkisins. Það er því jákvætt ef eftirlitsaðilar hafa frumkvæði að því að kanna málið því til staðfestingar. Fossar hafa alla tíð lagt mikið upp úr því að takamarka mögulega hagsmunaárekstra í starfsemi sinni og endurspegla innri reglur félagsins það. Enn fremur er mikilvægt er að traust ríki um söluferli fyrirtækja í eigu hins opinbera. Ég get staðfest að hvorki Fossar né starfsmenn félagsins keyptu í umræddu söluferli enda heimila okkar innri reglur það ekki,“ segir Haraldur. 

Hannes Árdal, framkvæmdastjóri verðbréfafyrirtækisins Acro sem var einn af þeim aðilum sem seldi hlutabréf ríkisins í Íslandsbanka, segir aðspurður um hvort einhverju hafi verið ábotavant í sölumeðferð hlutabréfanna hjá hans fyrirtæki að hann geti ekki tjáð sig opinberlega um einstök viðskipti. 

Í svari Landsbankans segir að bankinn hafi fylgt öllum reglum í útboðinu, meðal annars hvað varðar hæfi fjárfesta. „Landsbankinn starfaði sem söluráðgjafi við umrætt útboð. Líkt og í öðrum útboðum fylgdi bankinn öllum reglum sem um það giltu, þ.m.t. um mat á hæfi fjárfesta.“

Stundinni bárust ekki svör við spurningum blaðsins frá Íslenskum verðbréfum.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Bjarni Ben. virðist hræðast íslenska fjölmiðla.

    Væri ekki snjallt að vekja áhuga erlendra fjölmiðla á nýjasta íslenska bankaráninu ?

    Þar gæfist Bjarna gott tækifæri til þess að útskýra málið !!
    0
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Ég furða mig á að Bankasýslan skuli ekki fyrir löngu vera búin að segja af sér. Kemur það virkilega til greina að hún haldi áfram eftir þessi ósköp?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár