Kristrún Frostadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, segir brýnt að upplýsa um það hverjir fengu að kaupa hlutabréf í Íslandsbanka í nýafstaðinni hlutabréfasölu íslenska ríkisins. Þetta segir Kristrún í aðsendri grein á Vísi í dag.
Í liðinni viku seldi íslenska ríkið 22,5 prósenta hlut í Íslandsbanka með afslætti á tæpa 53 milljarða króna. 430 fjárfestar tóku þátt í hlutabréfakaupunum. Einungis örfá nöfn þessara aðila liggja fyrir, aðallega á stærri aðilum eins og lífeyrissjóðum eins og LSR og mjög fjársterkum aðilum, meðal annars útgerðarmanninum Jakobi Valgeiri Flosasyni í Bolungarvík.
Þeir sem fengu að taka þátt í útboðinu nú eru aðilar sem skilgreindir eru sem „hæfir fjárfestar“, eins og segir í gögnum fjármálaráðuneytisins um söluna á bréfunum. Afslátturinn nam rúmum 2 milljörðum króna miðað við gengi bréfa í bankanum þegar viðskiptin fóru fram. Þessi afsláttur var veittur þrátt fyrir talsverða umframeftirspurn á bréfum í bankanum.
Íslenska ríkið heldur eftir rúmlega 42 prósenta hlut …
Athugasemdir (3)