„Þær eru líklega biksvartar, blaðsíðurnar sem nú er verið að skrifa í sögubók Rússlands. Innrásin í Úkraínu mun verða Rússlandi til ævarandi skammar,“ segir Andrej Kúrkov rithöfundur í samtali við Stundina þar sem hann er staddur í vesturhluta Úkraínu en hann og eiginkona hans flúðu frá Kænugarði ásamt vinkonu sinni og syni hennar um síðastliðna helgi.
Kúrkov segir Rússa ekki eiga sér neinar málsbætur og því muni skömmin vegna árása síðustu daga ávallt fylgja þjóðinni. „Ekkert getur breytt því úr því sem komið er,“ segir Kúrkov sem er einn þekktasti rithöfundur Úkraínu. Hann er einnig vel þekktur í Rússlandi og víðar um heim, en skáldsögur hans hafa verið þýddar yfir á 37 tungumál og komið út í 65 löndum. Hann kom til að mynda á Bókmenntahátíð í Reykjavík árið 2005.
Pútin nýlega farið að tala eins og Stalín
Kúrkov skrifar á rússnesku, en hann er fæddur í St. Pétursborg árið …
Athugasemdir (1)