Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Hafið okkur í hjörtum ykkar“

Andrej Kúr­kov einn þekkt­asti rit­höf­und­ur Úkraínu bið­ur Ís­lend­inga að fylgj­ast vel með frétt­um af inn­rás Rússa í land­ið og af­leið­ing­um henn­ar og hafa íbúa Úkraínu í hjört­um sín­um. Kúr­kov flúði síð­ustu helgi frá Kænu­garði og er nú í fel­um á ótil­greind­um stað í vest­ur­hluta lands­ins. Hann hyggst ekki flýja land.

Segir ferðalagið frá Kænugarði hafa verið skelfilegt „Orrustuþotur flugu yfir bílana og við sáum mörg umferðarslys á leiðinni,“ segir Andrej Kúrkov um það sem blasti við á flótta frá Kænugarði. Hann og fjölskylda hans eru komin í skjól í vesturhluta Úkraínu. Myndina tók Kúrkov þegar þau voru föst í bílalestinni sem hann telur að hafi talið tugþúsundir bíla.

„Þær eru líklega biksvartar, blaðsíðurnar sem nú er verið að skrifa í sögubók Rússlands. Innrásin í Úkraínu mun verða Rússlandi til ævarandi skammar,“ segir Andrej Kúrkov rithöfundur í samtali við Stundina þar sem hann er staddur í vesturhluta Úkraínu en hann og eiginkona hans flúðu frá Kænugarði ásamt vinkonu sinni og syni hennar um síðastliðna helgi.

Kúrkov segir Rússa ekki eiga sér neinar málsbætur og því muni skömmin vegna árása síðustu daga ávallt fylgja þjóðinni. „Ekkert getur breytt því úr því sem komið er,“ segir Kúrkov sem er  einn þekktasti rithöfundur Úkraínu. Hann er einnig vel þekktur í Rússlandi og víðar um heim, en skáldsögur hans hafa verið þýddar yfir á 37 tungumál og komið út í 65 löndum. Hann kom til að mynda á Bókmenntahátíð í Reykjavík árið 2005.  

Pútin nýlega farið að tala eins og Stalín  

Kúrkov skrifar á rússnesku, en hann er fæddur í St. Pétursborg árið …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár