Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

N1 Rafmagn baðst loks afsökunar á ofrukkunum í þriðju atrennu

N1 Raf­magn rétt­lætti of­rukk­an­ir á raf­magni til við­skipta­vina sinna tví­veg­is áð­ur en fyr­ir­tæk­ið baðst af­sök­un­ar. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur ekki út­skýrt af hverju það ætl­ar ekki að end­ur­greiða við­skipta­vin­um sín­um mis­mun­inn á inn­heimtu verði raf­magns og aug­lýstu frá sumr­inu 2020 þeg­ar það varð sölu­að­ili til þrauta­vara.

N1 Rafmagn baðst loks afsökunar á ofrukkunum í þriðju atrennu
Afsökunarbeiðni í þriðju tilraun N1 Rafmagn baðst afsökunar þegar fyrirtækið tjáði sig um verðlagningu sína á rafmagni til þrautavarakúnna í þriðja sinn. Hinrik Bjarnason er framkvæmdastjóri N1 Rafmagns.

N1 Rafmagn baðst ekki afsökunar á villandi ofrukkunum fyrir rafmagn til viðskiptavina sinn fyrr en í þriðju atrennu. Framkvæmdastjóri N1 Rafmagns, Hinrik Örn Bjarnason,  hafði í tvígang opinberlega varið verðlagningu fyrirtækisins til viðskiptavina þess sem komið höfðu til þess í gegnum þrautavaraleið stjórnvalda áður en fyrirtækið baðst afsökunar í gær.

Þeir viðskiptavinir N1 Rafmagns sem komið hafa í gegnum þrautavaraleiðina hafa greitt allt að 75 prósent hærra verð fyrir rafmagn en lægsta, birta verð fyrirtækisins en það er einmitt á grundvelli þessa verðs sem N1 Rafmagn hefur fengið þessa viðskiptavini til sín í gegnum Orkustofnun.

„Fólk þarf að átta sig á þessu sjálft“
Hinrik Bjarnason, framkvæmdastjóri N1 Rafmagns

Ef neytendur velja sér ekki sjálfir raforkusala hafa þeir verið sendir í viðskipti til N1 Rafmagns frá sumrinu 2020. Samtals hafa um 18 þúsund neytendur orðið viðskiptavinir fyrirtækisins með þessum hætti og hefur tekjuaukning fyrirtækisins út af verðmuninum numið um 250 til 300 milljónum króna á ári. 

N1 Rafmagn: Fólk þurfti að átta sig sjálft

Í viðtali við Stundina þann 22. desember síðastliðinn, þegar Stundin fjallaði um verðlagninguna á rafmagni til þrautavarakúnna N1 Rafmagns, réttlætti Hinrik verðlagninguna og sagði meðal annars að fólk þyrfti að átta sig á því sjálft að það gæti fengið rafmagnið á lægra verði ef það hefði samband. „Þú ert að benda á það að þeir sem koma inn í gegnum þrautavaraleiðina borgi hærra verð en þeir sem skrá sig í viðskipti við okkur. Ástæðan fyrir þessu er sú  að þessi kúnnar koma hérna inn og við höfum ekki hugmynd um hversu margir þeir eru og við getum ekki gert ráð fyrir þessum kúnnum í langtímainnkaupum hjá okkur. Við erum hins vegar vissulega að hvetja fólk til að skrá sig í viðskipti hjá okkur og greiða þá lægra verð hjá okkur. Vandamálið er hins vegar að við höfum engar upplýsingar um fólkið sem kemur inn hjá okkur í gegnum þrautavaraleiðina og getum því ekki haft samband við það. Við erum því ekkert að reyna að blöffa einn né neinn í þessum bransa og þetta er alveg heimilt samkvæmt lögum. Við erum valin sem orkusali til þrautavara á grundvelli þess að hafa verið ódýrastir sex mánuði aftur í tímann þannig að faktískt séð þurfum við ekki að vera ódýrastir núna. Fólk þarf bara að skrá sig í viðskipti hjá okkur og njóta þá bestu kjaranna. [...] Fólk þarf að átta sig á þessu sjálft,“  sagði Hinrik. 

Grundvöllur hugmyndarinnar um orkusala til þrautavara er hins vegar einmitt sá að neytandinn á ekki að þurfa að „átta sig sjálfur“ heldur er ríkisvaldið að setja hann í viðskipti við það fyrirtæki sem býður upp á lægsta rafmagnsverðið. Í stað þess seldi N1 Rafmagn þessum viðskiptavinum sínum rafmagnið á hæsta verðinu sem fannst á markaðnum á Íslandi. Það er segja: Þar til viðskiptavinirnir áttuðu sig á því sjalfir og höfðu samband við fyrirtækið. 

Einni viku eftir að þessi grein birtist, þann 29. desember, sagði Stundin frá því að Orkustofnun hefði hafið rannsókn á þessum viðskiptaháttum N1 Rafmagns. 

Orkustofnun sendir út tilmæli

 Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri samkeppnisaðila fyrirtækisins, Orku Náttúrunnar, birti grein um þetta mál og viðskiptahætti N1 Rafmagns á Vísi á miðvikudaginn.  Í greininni sagði hún meðal annars að um væri að ræða „okur með aðstoð ríkisins“ þar sem ríkisstofnunin Orkustofnun væri milliliður í því að beina viðskiptunum til N1 rafmagns. 

Hún sagði svo meðal annars um málið: „Söluaðili til þrautavara er valinn á grundvelli verðs sem á að vera lægsta verð og þá hlýtur það að vera tilgangur reglugerðarinnar að viðskiptavinurinn borgi þetta lægsta verð. N1 ákveður að gera þetta öðruvísi. Það sem mér finnst blasa við er að það hljóti að vera eitthvað að í eftirlitinu og að því sé ábotavant.“  

Stundin greindi frá því í kjölfarið að rannsókn Orkustofnunar á viðskiptaháttum N1 Rafmagns, sem hófst á grundvelli ábendingar viðskiptavinar fyrirtækisins þann 16. desember, hefði beint þeim tilmælum til raforkusölufyrirtækja að viðskiptavinir sem kæmu inn með þrautavaraleiðinni skyldu greiða lægsta birta verð fyrirtækjanna en ekki annan taxta. Guðmundur Bergþórsson, verkefnastjóri raforkumarkaða hjá Orkustofnun, sagði þá við Stundina:  „Við erum búin að senda út til sölufyrirtækjanna uppfærðar leiðbeiningar og það er umsagnarfrestur sem ekki er liðinn. Í þeim leiðbeiningum er þeim tilmælum beint til fyrirtækjanna að þau geti ekki selt nema á birtu verði til þrautavarakúnnanna þannig að þau geti ekki leikið þennan leik að selja þeim rafmagnið á hærra verði. Síðan erum við búin að kalla eftir viðbrögðum N1 rafmagns við kvörtuninni sem rannsóknin byggir á.“ 

Önnur réttlætingin 

Eftir þetta, síðdegis á miðvikudaginn, birtist grein eftir Hinrik Bjarnason á Vísi þar sem hann endurtók fyrri réttlætingar N1 fyrir því að þrautavarakúnnar greiði hærra verð en fyrirtækið auglýsir. „Stuttu eftir að N1 Rafmagn var valinn söluaðili til þrautavara frá 1. júní 2020 kom í ljós að erfitt var að gera ráð fyrir viðskiptum einstaklinga og fyrirtækja sem komu í gegnum þrautavaraleið við innkaup. Fjöldi viðskiptavina er óþekkt stærð á hverjum tíma fyrir sig. Leiddi það til þess að N1 Rafmagn þurfti að jafnaði að kaupa raforku fyrir þessa einstaklinga á skammtímamarkaði og jafnvel jöfnunarmarkaði. Á þeim mörkuðum eru verð hærri og hefur fyrirtækið því neyðst til að rukka þrautavaraviðskiptavini í samræmi við það, því annars væri tap á viðskiptunum,“ sagði hann en þetta er efnislega sama svar og hann gaf Stundinni þann 22. desember síðastliðinn. 

Tekið skal fram að þessi réttlæting N1 Rafmagns á verðinu kom eftir að Orkustofnun var búin að senda tilmæli til fyrirtækisins um hvernig ríkisstofnunin teldi að haga ætti rafmagnsverði til þrautavarakúnna. 

N1 biðst afsökunar

Þrátt fyrir þessa réttlætingu N1 Rafmagns á miðvikudaginn ákvað fyrirtækið hins vegar að biðjast afsökunar á verðlagningunni með fréttatilkynningu í gær:  „Í ljósi umræðu síðustu tveggja daga varðandi N1 Rafmagn sem söluaðila til þrautavara, vill N1 Rafmagn koma eftirfarandi á framfæri. Ákveðið hefur verið að frá og með 1. janúar 2022 muni N1 Rafmagn selja alla raforku til heimila samkvæmt uppgefnum taxta til allra okkar viðskiptavina, hvort sem þeir hafa skráð sig í viðskipti hjá okkur eða koma í gegnum þrautavaraleið stjórnvalda. Jafnframt hefur verið ákveðið að endurgreiða mismun á uppgefnum taxta og þrautavarataxta frá 1. nóvember síðastliðnum þegar félagið var valið af Orkustofnun til að sinna þessu hlutverki. Við störfum á neytendamarkaði og tökum mark á þeim athugasemdum sem okkur berast og biðjumst velvirðingar á því að hafa ekki gert það fyrr. Aldrei var ætlunin að blekkja neytendur á nokkurn hátt og þykir okkur leitt ef neytendur túlka það svo,“ sagði Hinrik í yfirlýsingunni. 

Af hverju ekki endurgreiðslur frá sumrinu 2020

Athygli vekur að í yfirlýsingunni með afsökunarbeiðninni segir að N1 Rafmagn ætli bara að endurgreiða viðskiptavinum sínum mismuninn á verðinu sem innheimt var af þeim og auglýstu verði fyrirtækisins frá „1. nóvember“ síðastliðnum. Því er aðeins um að ræða endurgreiðslu sem nær yfir rúmlega 2 mánaða tímabil. Eins og Hinrik sagði í fyrri yfirlýsingu sinni þá hefur N1 Rafmagn, áður Íslensk Orkumiðlun, hins vegar verið söluaðili á rafmagni til þrautavara frá  „1. júní árið 2020“. 

Stundin hefur ekki náð tali af Hinrik til að spyrja hann um það af hverju N12 Rafmagn ætlar ekki að endurgreiða mismuninn á innheimtu verði og auglýstu frá 1. júní árið 2020. Blaðið hefur sent honum tölvupóst um að hafa samband en hann hefur ekki gert það. Þar af leiðandi liggur ekki fyrir af hverju endurgreiðslur N1 rafmagns ná ekki yfir lengra tímabil. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Anna Óskarsdóttir skrifaði
    JÁ EKKI LÁTA ÞAU KOMAST UPP MEÐ KATTAKLÓR Í ÞESSU SÓÐAMÁLI
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Viðskiptin með Íslenska orkumiðlun

Saga N1 Rafmagns: Viðskiptavild í boði lífeyrissjóða og ofrukkanir gegn almenningi
ViðtalViðskiptin með Íslenska orkumiðlun

Saga N1 Raf­magns: Við­skipta­vild í boði líf­eyr­is­sjóða og of­rukk­an­ir gegn al­menn­ingi

Sag­an af Ís­lenskri orkumiðl­un/N1 Raf­magni er saga sem snýst í grunn­inn um það hvernig al­menn­ings­hluta­fé­lag í eigu líf­eyr­is­sjóða greiddi fjár­fest­um mörg hundruð millj­ón­ir króna fyr­ir óefn­is­leg­ar eign­ir, við­skipta­vild lít­ils raf­orku­fyr­ir­tæk­is. Þetta fyr­ir­tæki hóf svo að of­rukka neyt­end­ur fyr­ir raf­magn í gegn­um þetta al­menn­ings­hluta­fé­lag og er nú til rann­sókn­ar vegna þess. For­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Eggert Þór Kristó­fers­son, svar­ar hér spurn­ing­um um við­skipti fyr­ir­tæk­is­ins í við­tali.
Festi segir N1 Rafmagn ekki hafa ofrukkað neytendur og endurgreiðir bara tvo mánuði
FréttirViðskiptin með Íslenska orkumiðlun

Festi seg­ir N1 Raf­magn ekki hafa of­rukk­að neyt­end­ur og end­ur­greið­ir bara tvo mán­uði

Al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Festi, sem með­al ann­ars á olíu­fé­lag­ið N1 og N1 Raf­magn, seg­ist ekki ætla að end­ur­greiða við­skipta­vin­um sín­um sem komu í gegn­um þrauta­vara­leið­ina nema fyr­ir tvo síð­ustu mán­uði. N1 Raf­magn baðst af­sök­un­ar á því í síð­ustu viku að hafa rukk­að þessa við­skipta­vini um hærra verð en lægsta birta verð fyr­ir­tæk­is­ins. N1 Raf­magn tel­ur sig hins veg­ar ekki hafa stund­að of­rukk­an­ir.
Orkustofnun rannsakar viðskiptahætti N1 Rafmagns
FréttirViðskiptin með Íslenska orkumiðlun

Orku­stofn­un rann­sak­ar við­skipta­hætti N1 Raf­magns

Rík­is­stofn­un­in Orku­stofn­un hef­ur haf­ið rann­sókn á því hvort fyr­ir­tæk­inu Ís­lenskri orkumiðl­un/N1 Raf­magni sé heim­ilt að rukka suma við­skipta­vini fyr­ir­tæk­is­ins eins og gert hef­ur ver­ið. Um er að ræða við­skipta­vini sem kom­ið hafa til fyr­ir­tæk­is­ins í gegn­um hina svo­köll­uðu þrauta­vara­leið. Rann­sókn­in er byggð á kvört­un sem barst þann 16. des­em­ber síð­ast­lið­inn.
Íslensk orkumiðlun hefur selt þúsundum neytenda rafmagn á gölluðum forsendum
FréttirViðskiptin með Íslenska orkumiðlun

Ís­lensk orkumiðl­un hef­ur selt þús­und­um neyt­enda raf­magn á göll­uð­um for­send­um

Nýtt raf­orku­sölu­kerfi á Ís­landi fel­ur með­al ann­ars í sér hug­mynd­ina um sölu­að­ila til þrauta­vara. Við­skipta­vin­ir fara sjálf­krafa í við­skipti við það raf­orku­fyr­ir­tæki sem er með lægsta kynnta verð­ið. Ís­lensk orkumiðl­un hef­ur ver­ið með lægsta kynnta verð­ið hing­að til en rukk­ar þrauta­vara­við­skipti sína hins veg­ar fyr­ir hærra verð. Orku­stofn­un á að hafa eft­ir­lit með kerf­inu um orku­sala til þrauta­vara.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár