Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Bogi óskaði eftir að viðtal Sölva við sig yrði ekki birt

Sölvi Tryggva­son hef­ur sett nýja hlað­varps­s­íðu í loft­ið eft­ir að hafa tek­ið nið­ur alla hlað­varps­þætti sína í kjöl­far ásak­ana um kyn­ferð­is­brot. Sölvi hafði tek­ið við­tal við Boga Ág­ústs­son áð­ur en ásak­an­irn­ar komu í fram í dags­ljós­ið. Bogi fór fram á að við­tal­ið yrði ekki birt.

Bogi óskaði eftir að viðtal Sölva við sig yrði ekki birt
Mættur á ný Sölvi Tryggvason hefur sett nýja hlaðvarpssíðu í loftið þar sem hægt er að nálgast eldri viðtöl hans og jafnframt boðar hann nýtt efni. Hlaðvarpsviðtöl Sölva voru tekin úr birtingu í maí eftir að hann var sakaður um kynferðis- og ofbeldisbrot.

Bogi Ágústsson, fréttmaður á Ríkisútvarpinu, fór fram á að viðtal sem Sölvi Tryggvason tók við hann í apríl síðastliðnum yrði ekki birt á hlaðvarpssíðu Sölva. Hlaðvarp Sölva var tekið niður í maí á þessu ári eftir að Sölvi var ásakaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur konum. Sölvi hefur nú sett hlaðvarpssíðu sína aftur í loftið.

Í byrjun maí síðastliðins sendi lögmaðurinn Kristrún Elsa Harðardóttir út yfirlýsingu þar sem fram kom að tvær konur hefðu leitað til lögreglu vegna ofbeldis sem þær segðu Sölva hafa beitt sig. Önnur konan kærði Sölva fyrir líkamsárás sem átt hefði sér stað á heimili hennar 14. mars síðastliðinn. Samkvæmt yfirlýsingunni kom lögregla á vettvang og færði Sölva á lögreglustöð þar sem tekin var skýrsla af honum. Hin konan kvaðst hafa orðið fyrir kynferðisbroti af hálfu Sölva á heimili hans 22. júní árið 2020. Málin munu bæði enn vera til skoðunar hjá lögreglu.

Ýtti af stað nýrri #metoo bylgju

Umræða hafði hafist um meint ofbeldi Sölva skömmu áður á samfélagsmiðlum. Sölvi brást við með því að ræða um orðróm þar um í eigin hlaðvarpsþætti þar sem hann ræddi við lögmann sinn, Sögu Ýrr Jónsdóttur. Bar Sölvi þar grátandi af sér allar sakir. Saga Ýrr sagði sig síðar frá máli Sölva og sagði við það tækifæri að hún hefði aldrei átt að taka þátt í umræddum hlaðvarpsþætti.

Segja má að fréttaflutningur af málinu hafi ýtt úr vör nýrri bylgju af #metoo málum en fjöldi kvenna greindi í kjölfarið frá því að þær hefðu verið beittar kynferðislegu ofbeldi og áreiti, líkamlegu og andlegu ofbeldi.

„Ég veit ekki betur en það viðtal verði ekki birt“
Bogi Ágústsson

Í kjölfar þess að yfirlýsing lögmanns kvennana var send út tók Sölvi niður alla hlaðvarpsþætti sína sem verið höfðu í birtingu. Hann hefur nú hins vegar opnað nýja hlaðvarpssíðu þar sem hægt er að nálgast þættina, yfir eitt hundrað talsins, og boðar að þar muni birtast þrír til fjórir nýjir þættir á mánuði. Greiða þarf fyrir aðgang að síðunni og er verðið 990 krónur á mánuði.

Í frétt Vísis af hlaðvarpi Sölva, sem birt var í gær, var greint frá því að meðal væntanlegra viðmælenda Sölva væru Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur, tónlistarmaðurinn Krummi í Mínus, Hermann Hreiðarsson knattspyrnukappi og Bogi Ágústsson fréttamaður. Á samfélgasmiðlum varð í kjölfarið umræða um málið þar sem fólk lýsti miklum vonbrigðum með að Sölvi hefði hafið hlaðvarpsgerð sína á nýjan leik. Einkum virtist það valda fólki vonbrigðum að Bogi væri meðal viðmælenda.

Viðtalið við Boga er hins vegar gamalt, tekið áður en ásakanir á hendur Sölva komu fram í kastljósið. „Það er rétt, hann tók við mig viðtal í apríl en við ræddum um að það yrði ekki sent út,“ segir Bogi í samtali við Stundina. „Ég veit ekki betur en það viðtal verði ekki birt. Ég óskaði eftir því og það varð að samkomulagi milli okkar Sölva að það yrði ekki birt núna.“

Vildi ekki að viðtalið færi í loftiðBogi segir að hann hafi óskað eftir því við Sölva að viðtal við sig yrði ekki birt.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MRG
    Margrét Rún Guðmundsdóttir-Kraus skrifaði
    https://stundin.is/grein/14540/ef-konur-vaeru-karlar/
    0
  • BÁH
    Brynjar Á Hilmarsson skrifaði
    merkilegt að það eru eingar sannanir til að hægt sé að áskæra Sölva
    0
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    "að það yrði ekki birt núna"
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár