Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hótað nauðgun og aftöku fyrir að birta frásagnirnar

For­svars­menn hóps­ins Öfg­ar hyggj­ast leita rétt­ar síns vegna morð­hót­un­ar. Þær segja ým­is kon­ar hót­an­ir og ærumeið­ing­ar hafa borist eft­ir að þær birtu sög­ur um ónafn­greind­an tón­list­ar­mann.

Hótað nauðgun og aftöku fyrir að birta frásagnirnar
Ólöf Tara Harðardóttir og Hulda Hrund Sigmundsdóttir Meðlimir úr hópnum Öfgar hafa fengið hótanir undanfarna viku. Mynd: Karlmennskan

Forsvarsmenn hópsins Öfgar hyggjast tilkynna morðhótun til lögreglu. Konurnar segjast hafa búist við hörðum viðbrögðum þegar þær birtu sögur um ónefndan tónlistarmann, en að vinir og ættingjar hafi gert þeim ljóst að hótanir um nauðganir og að vera leiddar fyrir aftökusveit væru alvarlegar.

Tiktok-hópurinn Öfgar samanstendur af átta konum á mismunandi aldri og með ólíkan bakgrunn sem ætluðu að taka sig saman um að fræða fólk um femínisma, meðal annars með léttu gríni. Hópurinn birti 20 sögur af ónafngreindum tónlistarmanni sem nú hefur fjölgað í 32. Enginn var nafngreindur í sögunum, en fjölmiðlar greindu frá því að um Ingólf Þórarinsson væri að ræða, Ingó Veðurguð, sem átti að leiða brekkusönginn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar. Fallið hefur frá þeirri bókun, en Ingólfur hefur sagt ásakanirnar „fáránlegar“. Hann hefur sagst ætla að leita réttar síns í málinu, bregðast við af fullum þunga og að hann sé með nokkra lögfræðinga sér innan handar í málinu.

Hulda Hrund Sigmundsdóttir úr Öfgum segir að ýmislegt misjafnt hafi verið skrifað um þær á netinu síðan þær birtu sögurnar fyrir rúmri viku, enda hafi verið við því að búast. Sumt sé þó alvarlegra en annað. „Það er aðili sem bloggar undir nafni og hann skrifaði að það ætti að taka okkur allar út fyrir skotsveit og taka okkur af lífi. Fyrst fannst okkur þetta ekki vera neitt neitt af því að athugasemdirnar sem við erum að fá eru margar svo mikill viðbjóður, þangað til við fórum að ræða þetta við vini og ættingja. Þau sögðu að þetta væri hótun og að við ættum að tilkynna þetta til lögreglu,“ segir Hulda.

„Við höfum ekki verið að átta okkur á alvarleika þess sem hefur verið skrifað um okkur“

Þá hafi þeim ýmist verið líkt við haturssamtökin Ku Klux Klan eða verið kallaðar nornir. „Við höfum ekki verið að átta okkur á alvarleika þess sem hefur verið skrifað um okkur. Annar bloggari kallar okkur KKK og segir að við séum með sömu aðferðir og hryðjuverkamenn. Sami aðili vildi að við yrðum kærðar fyrir að birta sögurnar.“

Hulda segir að í farvegi sé að tilkynna hótunina til lögreglunnar. „Við erum búin að tala við lögfræðinga sem við þekkjum og það er smá ferli sem við þurfum að fara í fyrst,“ segir hún en bætir því við að mikið hafi einnig verið um jákvæð skilaboð. „Við erum að fá miklu betri viðtökur en okkur óraði fyrir. Miðað við reynsluna af svona aktívisma hingað til finnst okkur þetta mikill meðbyr. Hann gefur okkur orku til að halda áfram.“

Fékk tvö nafnlaus símtöl

Ólöf Tara Harðardóttir, sem einnig er í hópnum, greindi í maí frá því á samfélagsmiðlum að sögur gengju um ofbeldi ákveðins manns gegn konu, en nafngreindi engan í færslum sínum. Í kjölfarið steig Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður fram og hafnaði sögunum. Síðar kom í ljós að tvær konur höfðu kært Sölva til lögreglu.

Hótun til Ólafar TöruKonurnar í Öfgum segjast hafa átt von á hörðum viðbrögðum við sögunum.

Ólöf segist hafa sætt miklu áreiti eftir færslurnar. „Ég fékk tvö símtöl úr óskráðum númerum,“ segir hún. „Í öðru var mér hótað nauðgun og líkamsárás í hinu. Að ef ég léti sjá mig út á götu yrði ég lamin í stöppu. Ég fékk líka skilaboð þar sem ég var hvött til að fremja sjálfsvíg.“

„Í öðru var mér hótað nauðgun og líkamsárás í hinu“

Hún leggur áherslu á að hún hafi aldrei nafngreint neinn, ekki frekar en að hópurinn Öfgar hafi tengt sögurnar við Ingólf. „Það er ekki mitt að nafngreina einn né neinn,“ segir hún. „Ég fékk alveg nett sjokk við símtölin, en við vissum alveg að svona mundi gerast. Við viljum undirstrika að þó við séum kallaðar „öfgafemínistar“ þá hefur verið mjög öfgafull orðræða og hótanir gegn okkur.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
2
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
5
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
6
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.
„Enginn sem tekur við af mér“
8
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
3
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
4
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
„Ég var bara niðurlægð“
5
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
6
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár