Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Fleiri hafa stutt afboðun Ingós en endurkomu hans í brekkusöng

Und­ir­skriftal­ist­ar ganga á víxl vegna ákvörð­un­ar um að af­bóka Ingó Veð­ur­guð úr brekku­söngn­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um í kjöl­far ásak­ana.

Fleiri hafa stutt afboðun Ingós en endurkomu hans í brekkusöng
Ingó Veðurguð Hér í viðtali hjá Sölva Tryggvasyni.

Á meðan tæp 1.700 manns hafa skrifað sig á undirskriftalista til stuðnings þess að Ingó Veðurguð flytji brekkusönginn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina, þrátt fyrir fram komnar áskanir kvenna á samfélagsmiðlinum TikTok, hafa yfir 2.300 manns skrifað undir áskorun á þjóðhátíðarnefnd að „endurskoða ekki ákvörðun sína um að afbóka Ingólf Þ. á Þjóðhátíð 2021“ á þeim forsendum að afbókunin sé „afar viðunandi niðurstaða og ósköp eðlileg viðbrögð“.

Hópurinn Öfgar hefur frá því um helgina birt frásagnir af þekktum tónlistarmanni, sem síðar hefur verið tilgreindur sem Ingó Veðurguð, frá yfir þrjátíu konum. Hópurinn hefur sannreynt að sendendur frásagnanna séu til, án þess að hafa forsendur til að sannreyna atburðarásina sérstaklega, en nöfnin eru ekki birt á þeim forsendum að þolendum sé ekki skylt að ganga í gegnum samfélagsumræðuna. Um er að ræða stúlkur og ungar konur sem greina frá ágengni gegn þeim undir lögaldri eða því sem flokkast undir kynferðisbrot.

Eina krafan fyrir að undirskrift sé tekin gild er að nafn og netfang fylgi og því er listinn sannreynanlegur en ekki endilega sannreyndur.

Undirskriftalistann til stuðnings Ingó má sjá hér en þann sem styður ákvörðun þjóðhátíðarnefndar í Vestmannaeyjum má finna hér.

Klofningur í samfélaginu

Mikil skautun eða pólarísering birtist í afstöðu fólks til málsins. Þannig má sjá í netkönnun Stundarinnar, sem setja þarf fyrirvara á vegna áreiðanleika þar sem úrtak er ekki slembivalið og endurspeglar því ekki fyllilega þýðið, að mikill meirihluti er annars vegar „mjög sammála“ ákvörðun Þjóðhátíðarnefndar, eða 64%, eða þá „mjög ósammála“, eða 25%. Fáir eru „frekar sammála“ (4%) eða „frekar ósammála“ (4%). Því er um að ræða svokallaða tvítinda dreifingu sem er lýsandi fyrir klofning í samfélaginu. Þess ber að geta að netkönnun DV sýndi 54% í andstöðu við ákvörðun Þjóðhátíðarnefndar og 46% fylgjandi henni, en aðeins var hægt að svara játandi eða neitandi „Var rétt að taka giggið af Ingó?“. Þátttaka í netkönnun Stundarinnar krefst innskráningar og getur hver innskráður notandi aðeins kosið einu sinni.

Dómstóll eða ekki?

Aðstandendur fyrri listans líta svo á að dómstóll götunnar hafi tekið völdin, en þess síðari að þjóðhátíðarnefnd hafi fulla heimild til þess að bregðast við óánægju með framferði tónlistarmannsins án þess að nauðsynleg forsenda ákvörðunarinnar sé dómsmál gegn honum.

„Það er eðlilegt að þjóðhátíðarnefnd ákveði hverjum skal bjóða að koma fram á Þjóðhátíð og nefndinni ber ekki að leyfa vafasömum mönnum að koma þar fram. Þó engin kæra liggi fyrir er ekki brotið á mannréttindum Ingólfs að afbóka hann,“ segir í rökstuðningi.

„Þó engin kæra liggi fyrir er ekki brotið á mannréttindum Ingólfs að afbóka hann“
Úr undirskriftalista til stuðnings ákvörðunar Þjóðhátíðarnefndar um afbókun Ingós Veðurguðs

Þjóðhátíðarnefnd tilkynnti á föstudag að Ingó Veðurguð myndi stýra brekkusöng á Þjóðhátíð. Þá hafði hópurinn Öfgar þegar boðið fram aðstoð sína við val á tónlistarmanni, samkvæmt frásögn hópsins. Í kjölfar valsins birtust frásagnirnar af reynslu kvenna af Ingó, án þess að tilgreina nafn hans eða nöfn þolenda. Eftir það tilkynnti þjóðhátíðarnefnd á mánudag án málalenginga að Ingó hefði verið afbókaður. Hann hefur sagst ósáttur við ákvörðunina og hótar málsókn á hendur ótilgreindum hópi fólks vegna ásakana.

„Eigum við að trúa öllu sem dætur okkar segja?“

Forsprakki undirskriftasöfnunar er ritstjóri fréttamiðilsins Eyjar.net í Vestmannaeyjum. „Það er ótækt með öllu að dómstóll götunnar stjórni því hverjir komi fram á viðburðum á Íslandi. Engin kæra liggur fyrir og því er engin rannsókn í gangi,“ segir í undirskriftasöfnun hans þar sem skorað er á „þjóðhátíðarnefnd ÍBV að endurskoða ákvörðun sína um að afbóka Ingólf Þórarinsson á Þjóðhátíð 2021“.

„Eigum við að trúa öllu sem dætur okkar segja, en trúa engu sem synir okkar segja? Hvaða skilaboð eru það?“ spyr kona sem búsett er í Noregi. „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð,“ segir annar. Þá rökstyður enn einn áskorandi stuðning sinn með því að „það er ljótt að það sé hægt að hafa mannorð af einhverjum án nokkurra málaferla“. „Skrílmenning á lægsta stigi. Grundvöllur okkar siðmenningar er að sekt þurfi að sanna, ekki afsanna,“ segir sá fjórði.

„Veit hver ég var“

Ingó hefur komið fram í viðtali við fréttavefinn Mannlíf þar sem hann svarar fyrir ásakanir. Hann sagðist hafa drukkið mikið fram að árinu 2018, þegar hann fékk aðstoð vegna drykkjunnar. Þrátt fyrir að hafa drukkið „20-30“ áfenga drykki á venjulegu kvöldi, samkvæmt hans eigin orðum í viðtali á Vísi 2019, muni hann hvað hann hefur gert. „Já, ég veit allavega hvar ég var. Já, ég veit hvað ég hef verið að gera. Það eru ekki svona hlutir eins og búið er að skrifa að ég hafi gert.“

Hann hótar málsóknum. „Ég ætla ekki að láta eyðileggja mannorð mitt svona þannig að ég bregst við þessu eftir réttum leiðum,“ segir hann við Mannlíf. „Þetta er nafnalaust. Ég mun reyna að finna út hvaðan þetta kemur. Það eru bornar á mig ótrúlegar sakir. Ég hef hugmyndir um hvaðan þetta kemur en ég held að það sé ekki gott að fara sömu leið og viðkomandi og saka fólk um einhverja hluti þannig að ég mun fara rétta leið með þetta. Það mun koma í ljós hvaða konur þetta eru. Ég er viss um það.“

Á sama tíma hefur fyrrverandi kærasta hans til sex ára lýst því yfir að hún standi með þolendum, án þess að taka beina afstöðu til málavaxta. „Í rúmlega 6 ár var ég í sambandi með einstaklingi. Allan tímann stóð ég með honum og studdi hann í gegn um alls konar erfiða tíma, af því að það er það sem maður gerir … stendur með makanum sínum og trúir því sem hann segir. Á sunnudaginn las ég yfir 20 frásagnir. Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann, eins og ég gæti ekki andað og þyrfti að kasta upp. Síðan þá hefur mér liðið eins og ég sé að burðast með risastórt grjót ofan á mér. Mér líður einhvern veginn eins og ég beri ábyrgð, sem er auðvitað mjög brenglað þegar viðkomandi einstaklingur gerir það ekki einu sinni sjálfur. Ég ætla ekki að setjast í eitthvað dómarasæti og segja til um hvað sé rétt og rangt. Ég vil bara skila skömminni. Létta á mér og ýta þeirri tilfinningu um að ég beri einhverja ábyrgð í burtu og segja að ég stend með öllum þeim sem hafa orðið fyrir ofbeldi,“ sagði hún í Instagram-story í gær.

Nánar verður rætt við aðstandendur hópsins Öfga í Stundinni á morgun.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ingó afbókaður

Mest lesið

Skipulagðir glæpahópar herja á Græna skáta
3
Fréttir

Skipu­lagð­ir glæpa­hóp­ar herja á Græna skáta

Bí­ræfn­ir dósa­þjóf­ar sem starfa í skjóli myrk­urs hafa um hátt í tveggja ára skeið herj­að á söfn­un­ar­gáma Grænna skáta á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Mál­ið fékk á sig al­var­legri blæ fyr­ir nokkr­um dög­um þeg­ar starfs­manni skát­anna var hót­að. Krist­inn Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Grænna skáta, seg­ir rök­studd­an grun fyr­ir því að þarna sé um skipu­lagða glæpa­hópa er­lend­is frá að ræða.
Gagnrýndi skurðlækninn á Klíníkinni í bréfi: „Veit ekkert hvaða áhrif þessi ákvörðun mun hafa á líf mitt“
4
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Gagn­rýndi skurð­lækn­inn á Klíník­inni í bréfi: „Veit ekk­ert hvaða áhrif þessi ákvörð­un mun hafa á líf mitt“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir greind­ist með krabba­mein í árs­byrj­un 2021 og fór þrem­ur dög­um seinna í maga­ermis­að­gerð hjá Að­al­steini Arn­ars­syni á Klíník­inni. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar, þeg­ar hún var bú­in að jafna sig að­eins á sjokk­inu sem hún varð fyr­ir, skrif­aði hún hon­um bréf og gagn­rýndi lækn­is­með­ferð­ina sem hún fékk.
Miðflokkurinn étur upp hægra fylgi og Vinstri græn við það að detta af þingi
5
Greining

Mið­flokk­ur­inn ét­ur upp hægra fylgi og Vinstri græn við það að detta af þingi

Mikl­ar breyt­ing­ar virð­ast í far­vatn­inu í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Fylgi Sam­fylk­ing­ar hef­ur næst­um þre­fald­ast á kjör­tíma­bil­inu og flokk­ur­inn stefn­ir á mynd­un mið-vinstri stjórn­ar. Flokk­ur for­sæt­is­ráð­herra hef­ur aldrei mælst með jafn­lít­ið fylgi og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ekki held­ur. Hann glím­ir við þá stöðu að Mið­flokk­ur­inn er að hirða af hon­um hægra fylgi.
„Þetta er stanslaus leikur kattarins að músinni“
8
VettvangurÁ vettvangi í Úkraínu

„Þetta er stans­laus leik­ur katt­ar­ins að mús­inni“

Í upp­hafi stríðs­ins í Úkraínu var Azovstal-verk­smiðj­an í Mariupol um­set­in og und­ir stans­laus­um árás­um Rússa svo mán­uð­um skipti. Þá flugu þyrlu­áhafn­ir með vist­ir til þeirra sem sátu fast­ir í verk­smiðj­unni. Ósk­ar Hall­gríms­son, ljós­mynd­ari Heim­ild­ar­inn­ar, hitti þær á stærð­ar­inn­ar túni, um­kringd­ur hest­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
2
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Starfskonur íslensku lögreglunnar pöntuðu strippara í fræðsluferð til Auschwitz
4
Fréttir

Starfs­kon­ur ís­lensku lög­regl­unn­ar pönt­uðu stripp­ara í fræðslu­ferð til Auschwitz

Þrjár starfs­kon­ur hjá embætti lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu pönt­uðu þjón­ustu karl­kyns stripp­ara þeg­ar þær voru í fræðslu­ferð um hat­ursáróð­ur á veg­um mennta- og starfs­þró­un­ar­set­urs lög­regl­unn­ar í síð­asta mán­uði. „Mál­ið er lit­ið al­var­leg­um aug­um,“ seg­ir kynn­ing­ar­full­trúi lög­regl­unn­ar.
Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
5
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Töldu hættu á að Edda myndi sleppa
10
FréttirMál Eddu Bjarkar

Töldu hættu á að Edda myndi sleppa

Hér­aðs­dóm­ur í Vest­fold í Nor­egi taldi ástæðu til þess að ótt­ast að ef Edda Björk Arn­ar­dótt­ir yrði ekki færð í gæslu­varð­hald myndi hún kom­ast und­an. Barns­fað­ir henn­ar seg­ist hneyksl­að­ur á um­ræð­unni sem bein­ist, að hans mati, frek­ar að rétt­ind­um Eddu en rétt­ind­um drengj­anna. Edda sagði fyr­ir dóm á föstu­dag að þeir hefðu ekki vilj­að fara frá Ís­landi með pabba sín­um.

Mest lesið í mánuðinum

Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
5
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
10
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár