Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Rísa upp gegn afbókun Ingós Veðurguðs

Rit­stjóri hér­aðs­fréttamið­ils í Vest­manna­eyj­um stofn­ar til und­ir­skrift­ar­söfn­un­ar til að fá Ingó Veð­ur­guð til að flytja brekku­söng á Þjóð­há­tíð, þvert gegn ákvörð­un þjóð­há­tíð­ar­nefnd­ar um að af­bóka hann vegna ásak­ana yf­ir tutt­ugu kvenna.

Rísa upp gegn afbókun Ingós Veðurguðs
Ingó Veðurguð Afbókaður úr brekkusöngnum eftir ásakanir og hótar málsóknum. Mynd: Facebook

Ritstjóri fréttavefs Eyjamanna, Eyjar.net, hefur stofnað til undirskriftarsöfnunar til þess að fá þeirri ákvörðun hnekkt að afbóka Ingó Veðurguð úr brekkusöngnum á komandi Þjóðhátíð, í kjölfar þess að á þriðja tug umkvartana og ásakana á hendur Ingó um kynferðislega hegðun eða brot gegn ungum stúlkum og konum, voru birtar voru á TikTok-aðgangi hópsins Öfga.

Mótmæla „dómstól götunnar“

Við undirskriftasöfnuina segir: „Við undirrituð skorum á þjóðhátíðarnefnd ÍBV að endurskoða ákvörðun sína um að afbóka Ingólf Þórarinsson á Þjóðhátíð 2021. Það er ótækt með öllu að dómstóll götunnar stjórni því hverjir komi fram á viðburðum á Íslandi. Engin kæra liggur fyrir og því er engin rannsókn í gangi.“

Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net, sem boðaði til undirskriftasöfnunarinnar, birti grein á vefnum þar sem hann fullyrti að ekkert hefði breyst frá því ákvörðun var tekin um að afboða Ingó.

„Í gær tilkynnti þjóðhátíðarnefnd að Ingólfur Þórarinsson kæmi ekki fram á Þjóðhátíð í ár. Með fylgdi texti um að þessi ákvörðun nefndarinnar svaraði fyrir sig sjálf og yrði ekki rædd frekar af hennar hálfu. Ekkert nýtt hafði komið fram í umræðunni um málið milli þess að Ingó var tilkynntur til leiks þar til að nefndin bognaði og tilkynnti um afbókun listamannsins,“ segir hann og bætir við að engir þolendur hafi afhjúpað sig. „Engin meint fórnarlömb hafa stigið fram. Meira að segja öfgahópurinn segist ekki hafa nafngreint neinn. Hvorki meinta þolendur né meintan geranda. Kjarni málsins er þessi: Það er ótækt með öllu að dómstóll götunnar stjórni því hverjir komi fram á viðburðum á Íslandi. Engin kæra liggur fyrir og því er engin rannsókn í gangi af hálfu lögreglunnar. Því er það mikilvægt að landsmenn aðstoði þjóðhátíðarnefnd ÍBV að endurskoða þá ákvörðun um að afbóka Ingó á Þjóðhátíð. Það er gert með því að skrifa undir undirskriftarlista sem aðgengilegur er hér.“

Undirskriftalisti og frásagnir af Ingó

Frá því að ákvörðun Þjóðhátíðarnefndar var kynnt hefur hópurinn Öfgar hins vegar birt á þriðja tug frásagna stúlkna sem spanna allt frá mikilli ágengni gagnvart stúlkum undir lögaldri að nauðgun.

Auk þess undirrituðu 130 nafngreindar konur undirskriftalista þar sem skorað var á þjóðhátíðarnefnd að afturkalla boð til Ingós. 

Hópurinn Öfgar berst hins vegar fyrir réttinum til að mega segja frá reynslu kvenna nafnlaust, enda hafi Ingó ekki verið nafngreindur og enginn raunhæfur farvegur til fyrir þolendur kynferðisbrota í flestum tilfellum.

„Við munum aldrei rjúfa trúnað við þær sem hafa treyst okkur fyrir frásögnum sínum. Þolendur hafa rétt á að segja sínar sögur, nafnlausar eða undir nafni, án þess að almenningur heimti nafngreiningu á meintum geranda og að hann sér ákærður og dreginn fyrir dóm. Með þessum frásögnum erum við að benda á kerfisbundið vandamál í samfélaginu og þeim veruleika sem konur búa við. Nauðgunarmenning og kynferðisbundið ofbeldi eru samfélagsleg vandamál og hefur dómskerfið algjörlega brugðist þolendum. Viðbrögð samfélagsins á internetinu undirstrikar það vel hvers vegna þolendur ofbeldis segja ekki frá fyrr en löngu eftir að brot hefur átt sér stað og fara ekki dómsleiðina.“

Fyrir liggur að lítið brot þeirra kynferðisbrota sem konur greina frá leiðir til ákæru eða sakfellingar.

Hættur að sinna gæslu

Á Facebook-síðu Eyjamanna, Heimakletti, segir flutningabílstjóri frá Selfossi frá því að hann muni hætta að starfa að gæslu í sjálfboðastarfi á Þjóðhátíð, ásamt hópi fólks. „Undanfarin 8 ár hef ég verið með 15 manna gæsluhóp á sunnudagskvöldum á Þjóðhátíð. Eftir ákvörðun þjóðhátíðarnefndar um að útiloka veðurguðinn frá brekkusöngnum án raunverulegrar ástæðu og taka mark á óstaðfestum sögusögnum á netinu, þá hef ég ákveðið að enginn komi á mínum vegum til gæslu þetta árið,“ segir hann.

Umræður í hópnum eru í báðar áttir. Hins vegar þakkar kona honum fyrir „enda höfum við lítið við gæsluliða að gera sem taka ekki mark á þolendum kynferðisofbeldis“ og önnur segist hafa farið út með hópi hans en telji hann ekki réttan aðila til að leiða starfið. „Ég hef farið út sem hluti af þínum hóp Baldur, og eftir þessi skrif held ég að eyjamenn séu betur settir en ekki að þú sleppir því að mæta með þinn hóp. Ef þetta er viðhorfið gegn þolendum ofbeldis þá ert þú ekki maðurinn til að sinna gæslustörfum í dalnum.“

Þá hafa aðstandendur hlaðvarpsþáttarins Elds og brennisteins, sem hefur verið aðgengilegur á Vísi.is, ákveðið hætta framleiðslu á þættinum eftir umræðu þeirra um meinta nauðgunarmenningu í Eyjum, þar sem rætt var um hvort það væri íþrótt að nauðga konum af meginlandinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ingó afbókaður

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár