Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hollenskt félag Þorsteins Más og fjölskyldu á 18 milljarða eignir

Fyrsti árs­reikn­ing­ur nýs hol­lensks fé­lags í eigu stofn­enda Sam­herja gerð­ur op­in­ber. Fé­lag­ið tók við eign­um frá Kýp­ur-fé­lög­um Sam­herja, sam­kvæmt orð­um Þor­steins Más Bald­vins­son­ar. Tengsl Sam­herja við Hol­land eru orð­in æði mik­il og hafa þrír lyk­il­að­il­ar hjá út­gerð­inni sest að í land­inu frá því að Namib­íu­mál­ið kom upp í nóv­em­ber ár­ið 2019.

Hollenskt félag Þorsteins Más og fjölskyldu á 18 milljarða eignir
Í eigu sama félags og Namibíureksturinn Hollenska félagið sem á eignir upp á rúmlega 18 milljarða króna er í eigu sama félags á Íslandi og átti Namibíurekstur Samherja. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sést hér í Namibíu um það leyti sem útgerðin var að hefja veiðar þar árið 2012.

Hollenskt eignarhaldsfélag Þorsteins Más Baldvinssonar, Kristjáns Vilhelmssonar og fjölskyldumeðlima þeirra á eignir fyrir samtals tæplega 18,4 milljarða króna, eða rúmlega 125 milljónir evra. Þetta kemur fram í ársreikningi eignarhaldsfélagsins, HB2270 Holding BV, sem undirritaður var þann 28. nóvember síðastliðinn. Ársreikningurinn er fyrir síðasta ár. 

Stundin sendi Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, spurningu um eignir hollenska félagsins en fékk engin svör. Þorsteinn Már hefur ekki svarað neinu erindi frá Stundinni frá því um vorið 2019 þegar blaðið fjallaði um viðskipti Samherja í gegnum Kýpur. 

Tengist uppskiptingunni á Samherja 

Þeir sem undirrita ársreikninginn eru sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, Baldvin Þorsteinsson, og fjármálastjóri hollensku starfsemi fjölskyldnanna, Steingrímur Pétursson. Baldvin er búsettur í Hollandi ásamt móður sinni, Helgu Steinunni Guðmundsdóttur, sem er einn af eigendum hollenska félagsins. Þetta hollenska félag er á endanum í eigu eignarhaldsfélagsins Samherja Holding á Íslandi. Samherji Holding …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Erlingur Gunnarsson skrifaði
    Þvílíkir glæpahundar þarna á ferð.
    0
  • PG
    Palli Garðarsson skrifaði
    Fyrirtæki geta komist í skattaparadís í Hollandi svo þessi flutningur ætti ekki að koma á óvart. Þarna liggja 18 milljarðar sem haft var af namibíumönnum og hagnaði úr tvöfaldu sölukerfi á íslenskum afurðum. Hvar ætli allir hinir milljarðarnir séu geymdir?
    0
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Athyglisverð grein!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár