Hollenskt eignarhaldsfélag Þorsteins Más Baldvinssonar, Kristjáns Vilhelmssonar og fjölskyldumeðlima þeirra á eignir fyrir samtals tæplega 18,4 milljarða króna, eða rúmlega 125 milljónir evra. Þetta kemur fram í ársreikningi eignarhaldsfélagsins, HB2270 Holding BV, sem undirritaður var þann 28. nóvember síðastliðinn. Ársreikningurinn er fyrir síðasta ár.
Stundin sendi Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, spurningu um eignir hollenska félagsins en fékk engin svör. Þorsteinn Már hefur ekki svarað neinu erindi frá Stundinni frá því um vorið 2019 þegar blaðið fjallaði um viðskipti Samherja í gegnum Kýpur.
Tengist uppskiptingunni á Samherja
Þeir sem undirrita ársreikninginn eru sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, Baldvin Þorsteinsson, og fjármálastjóri hollensku starfsemi fjölskyldnanna, Steingrímur Pétursson. Baldvin er búsettur í Hollandi ásamt móður sinni, Helgu Steinunni Guðmundsdóttur, sem er einn af eigendum hollenska félagsins. Þetta hollenska félag er á endanum í eigu eignarhaldsfélagsins Samherja Holding á Íslandi. Samherji Holding …
Athugasemdir (3)