Eignarhald þeirra á aflaheimildum fer í gegnum hin ýmsu félög og í einhverjum tilvikum í gegnum fjárfestingar í stórum fjárfestingarfélögum sem eiga eignarhluti í ýmsum og ólíkum atvinnugreinum.
Restin af kvótanum, þau 46,13 prósent sem út af standa, eru í dreifðari eignaraðild, oft í gegnum sjóði eða fjármálastofnanir.
Af þessum 146 einstaklingum eru fimmtán sem fara með yfirráð, ýmist beint eða óbeint, yfir meira en einu prósenti af úthlutuðum kvóta á Íslandi. Saman á sá litli hópur 29,52 prósent úthlutaðs kvóta. Til samanburðar brautskráðust um það bil jafn margir úr stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands í júní síðastliðnum, eða 145.

Kvótakóngurinn Guðmundur
Guðmundur Kristjánsson á 84,45 prósent í Útgerðarfélagi Reykjavíkur í gegnum 0,02 prósent eignarhlut í eigin nafni, 46,96 prósent í gegnum félagið Línuskip ehf. (sem er í 100 prósent eigu Fasteignafélagsins B-16 ehf, sem er að öllu leyti í eigu Guðmundar), 14,63 prósent í gegnum Fiskines (sem er í …
Sjá meira

Einstakur íslenskur öruggur fjölmiðill á heimsvísu.