Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Arðgreiðslur í sjávarútvegi í fyrra: Guðmundur og Guðbjörg í algjörum sérflokki

Guð­mund­ur Kristjáns­son í Brimi og Guð­björg Matth­ías­dótt­ir í Ís­fé­lag­inu í Vest­manna­ey­um eru í sér­flokki þeg­ar kem­ur að hlut­deild þeirra í arð­greiðsl­um úr sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um í fyrra. Sam­an­lagð­ar arð­greiðsl­ur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja náðu sögu­legu há­marki í fyrra þeg­ar arð­ur­inn út úr grein­inni rúm­lega tvö­fald­að­ist og fór í 21,5 millj­arða króna.

<span>Arðgreiðslur í sjávarútvegi í fyrra:</span> Guðmundur og Guðbjörg í algjörum sérflokki
Efstur á lista Guðmundur Kristjánsson, stærsti eigandi Brims, er sá einstaklingur í íslenskum sjávarútvegi sem hagnaðist mest persónulega í fyrra vegna arðgreiðslna út úr útgerðarfélögum.

Sá hluthafi í íslenskum útgerðum sem hagnaðist mest, beint eða óbeint, vegna arðgreiðslna úr íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum í fyrra var Guðmundur Kristjánsson í sjávarútvegsfyrirtækinu Brimi. Guðmundur er stærsti hluthafi Brims með rúmlega þriðjungs eignarhlut. Persónuleg hlutdeild hans í arðgreiðslu Brims var 888 milljónir króna. Arðgreiðsla Brims í fyrra var í nokkrum sérflokki, 2.350 milljónir króna, og var Brim eina fyrirtækið sem greiddi út arð sem var hærri en tveir milljarðar króna.

Næst þar á eftir var Síldarvinnslan með rúmlega 1.800 milljóna króna arðgreiðslu til hluthafa. Bæði félögin eru skráð á markað og því ríkari þörf fyrir útgreiðslu en í útgerðum sem eru í eigu fárra einstaklinga eða fjölskyldna þar sem til dæmis lífeyrissjóðir eru í hluthafahópnum. 

Sá einstaklingur sem hagnaðist næstmest, beint eða óbeint, var Guðbjörg Matthíasdóttir, útgerðarkona í Vestmannaeyjum. Persónuleg hlutdeild hennar í arðgreiðslu Ísfélags Vestmannaeyja í fyrra var 715 milljónir króna.  

Þetta er ein af niðurstöðunum í úttekt Stundarinnar …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sjávarútvegsskýrslan

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár