Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Varúlfar, karlakór og Björk með afrískum blæ

Stund­ar­skrá dag­ana 22.októ­ber til 11.nóv­em­ber

Varúlfar, karlakór og Björk með afrískum blæ

Fjölskyldusirkushelgi í Fjallabyggð

Hvar? Íþróttahúsið Ólafsfirði

Hvenær? 23. okt. kl. 10

Aðgangseyrir? 2.000 kr. 

Húlladúllan býður íbúum á Tröllaskaga upp á bráðskemmtilega og heilsueflandi fjölskyldusirkus helgi helgina 23.–24. október 2021. Þátttakendur kynnast og spreyta sig á hinum ýmsu sirkuslistum og sirkusáhöldum auk þess sem farið verður í alls konar skemmtilega leiki.

HAUSTFRÍ | Aúúúú-er Varúlfur hér?

Hvar? Borgarbókasafnið Gerðubergi.

Hvenær? 23. október kl. 13–14.

Aðgangseyrir? Ókeypis.

Haustfríinu er fagnað með hrollvekjandi sögustund þar sem Ævar Þór Benediktsson rithöfundur les sögu sem fær hárin til að rísa og kaldan hroll læðast niður hryggjarsúluna. Þau sem mæta í búning fá sérstakan bónus að launum. Allir eru velkomnir á sögustundina á meðan húsrúm leyfir. Sögustundin er haldin í tilefni sýningarinnar Þín eigin bókasafnsráðgáta sem stendur yfir í Gerðubergi.

Karlakórinn Fóstbræður – vortónleikar að hausti 

Hvar? Harpa.

Hvenær? 22. október kl. 20 og 23. október kl. 15.

Aðgangseyrir? 4.000 kr.

Karlakórinn Fóstbræður heldur árlega „vortónleika“ sína í Norðurljósasal Hörpu, meðal annars föstudaginn 22. október kl. 20 og laugardaginn 23. október kl. 15. Flutt verða íslensk og erlend verk fyrir karlakóra. Ekkert hlé verður á tónleikunum sem standa í rúma klukkustund.

Pétur Jóhann Óhæfur

Hvar? Tjarnarbíó.

Hvenær? 23. október.

Aðgangseyrir? 4.990 kr.

Brandarabúntið Pétur Jóhann ætlar að koma sterkur inn á árinu 2021 með sprenghlægilega sýningu og glænýtt efni.

Sýningin PÉTUR JÓHANN ÓHÆFUR er tveggja klukkustunda uppistandssýning samin af Pétri og er sjálfstætt framhald sýningarinnar Pétur Jóhann óheflaður, sem fór sigurför um landið fyrir nokkrum árum.

Það er ekki á hverjum degi sem þessi fyndni og prýðisgóði piltur er með uppistand opið öllum. Það er því um að gera að nýta þetta einstaka tækifæri til að sjá Pétur Jóhann „live“.

Pétur er, eins og alþjóð veit, gríðarlega skemmtilegur og eftirsóttur uppistandari. Þar að auki hefur hann unnið marga stóra sigra í kvikmyndum og sjónvarpi.

Björk Orkestral 

Hvar? Harpa.

Hvenær? 24. október kl. 17.

Aðgangseyrir? 4.990–11.990 kr.

Tónleikaserían Björk Orkestral fer fram í Eldborgarsal Hörpu á dögunum 11., 24., 31. október og 15. nóvember næstkomandi. Tónleikarnir hafa allir sína sérstöðu og ólíka dagskrá. Á þessum viðburðum munu koma fram með Björk um það bil 100 íslenskir tónlistarmenn. Þetta er hátíð þar sem Björk heldur upp á samstarf sitt við tónlistarfólk frá Íslandi, sem starfað hefur með henni í hljóðverum og á tónleikum úti um allan heim. Björk mun flytja eigin tónsmíðar og útsetningar í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands, Hamrahlíðarkórinn, flautuseptetinn Viibra og fleiri gestum.

DJ Björk á afrískum nótum í Hannesarholti

Hvar? Hannesarholt

Hvenær? 24. október kl. 19.

Aðgangseyrir? 18.990 kr.

Afrísk veisla í Hannesarholti. Matur og dans. Afrísk matarveisla, þriggja rétta, úr smiðju Alex Jallow, stofnanda Ogolúgo, verður borin fram á fyrstu og annarri hæð hússins. Björk Guðmundsdóttir þeytir skífum í Hljóðbergi að kvöldverði loknum. 1000 kr. af hverjum seldum miða rennur til Kvennaathvarfsins.

 Benedikt búálfur

 Hvar? Samkomuhúsið, Akureyri.

 Hvenær? 23., 24., 30. og 31. október.

 Aðgangseyrir? 5.200 kr.

Leikfélag Akureyrar, í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, setur á svið fjölskyldusöngleikinn Benedikt búálf eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson í Samkomuhúsinu. Söngleikurinn var frumsýndur árið 2002 og samdi Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson tónlistina. Benedikt búálfur er byggður á samnefndum bókum eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson og fjallar um vinina Benedikt búálf og Dídí mannabarn og ferðalag þeirra um Álfheima. Tóta tannálfi hefur verið rænt og allur Álfheimur er í hættu. Vinirnir leggja af stað og á leiðinni lenda þau í ýmsum ævintýrum og ásamt dreka, blómálfum og alls konar furðuverum hjálpast þau að við að bjarga Álfheimum.Með hlutverk Benedikts fer Árni Beinteinn Árnason en aðrir leikarar eru Björgvin Franz Gíslason, Valgerður Guðnadóttir, Króli, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Hjalti Rúnar Jónsson og Birna Pétursdóttir.

Ásta Fanney: Munnhola, obol ombra houp-là 

Hvar? Bíó Paradís.

Hvenær? 24. október kl. 20.

Aðgangseyrir? 1.690 kr.

Munnhola, obol ombra houp-là (a series of performances) eftir listakonuna og skáldið Ástu Fanneyju Sigurðardóttur er safn gjörninga þar sem hljóð, ljóð, hljóðaljóð, tónar, stafir, orð og orðlausar senur mynda saman súrrealískan draumheim skynjunar. Í verkinu er röddin rannsökuð sem einstakur miðill og virkar sem þráður í gegnum ferðalag af táknum, stöfum og tengingu mannsins við náttúru, tungumál, tækni, leiki og dægurmenningu. 

Hvernig sköpum við samfélag fyrir alla?

Hvar? Borgarbókasafn Gerðubergi

Hvenær? 26. október kl. 9. 

Aðgangseyrir? Ókeypis.

Hvernig sköpum við opið samfélag þar sem enginn er skilinn eftir – samfélag fyrir alla byggt á jafnræði og velferð óháð bakgrunni? Treystum við stjórnvöldum til að standa vörð um grunnréttindi okkar í lýðræðissamfélagi og lýðheilsu á sama tíma? Boðið er til opins samtals milli borgara og fræðasamfélagsins um traust og virka þátttöku borgara til að byggja upp samfélag þar sem allir hafi aðgang að gæðum samfélagsins.

Opnunarhátíð Listar án landamæra

Hvar? Ráðhús Reykjavíkur

Hvenær? 26. október kl. 17.

Aðgangseyrir? Ókeypis!

Opnunarhátíð Listar án landamæra er haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur þann 26. október. Jón Gnarr mun setja hátíðina. Listamaður hátíðarinnar, Steinar Svan Birgisson, mun flytja ljóð og hljóta viðurkenningu. Tónlistarfólkið Már og Íva munu flytja nokkur lög og myndlistarsýningin Sjónarhorn/Sjónarhóll á veggjum Ráðhússins verður opnuð. 

Valdimar í Bæjarbíói: 10 ára afmælistónleikar

Hvar? Bæjarbíó

Hvenær? 28. október kl. 20.

Aðgangseyrir? 5.990 kr.

Hljómsveitin Valdimar fagnaði 10 ára afmæli árið 2020 og fagna áfanganum meðal annars með tónleikum í Bæjarbíói fimmtudagskvöldið 28. október næstkomandi. Á dagskránni eru lög af öllum plötum sveitarinnar og einhverjar sögur fljóta örugglega með frá hljómsveitarmeðlimum.

Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð 

Hvar? Bíó Paradís.

Hvenær? 28. október kl. 17.

Aðgangseyrir? Ókeypis!

Þér er boðið á opnunarhátíð Alþjóðlegrar barnakvikmyndahátíðar í Reykjavík sem haldin verður í Bíó Paradís fimmtudaginn 28. október kl. 17.00 í Bíó Paradís! Frítt inn og allir velkomnir.

Neind Thing

Hvar? Tjarnarbíó

Hvenær? 28. október kl. 20.

Aðgangseyrir? 4.400 kr.

Neind Thing er dansverk eftir Ingu Huld Hákonardóttur, framið af þremur sviðslistakonum og einum trommara sem leitast við að umbreyta ástandi óreiðu og ömurleika í rými til að tengjast, dreyma, íhuga, dansa og leika. Neind Thing byggir á þrá okkar til þess að frelsast frá öngum nútímans, vonleysi gagnvart dystópískri framtíð, stöðugu áreiti miðla og ekki síst þversagnakenndum og athyglisstelandi netheimi. 

Hrekkjavaka í safni Ásgríms Jónssonar

Hvar? Safn Ásgríms Jónssonar

 Hvenær? 31. október kl. 17–19.

 Aðgangseyrir? Ókeypis

Á safninu verða dularfullar verur á ferli og í rökkrinu má sjá verk Ásgríms Jónssonar í öðru ljósi. Álfar, tröll og draugar taka á sig skýra mynd og býður safnið alla í búningum, stóra sem smáa, sérstaklega velkomna á Bergstaðastræti 74. Krakkaklúbburinn Krummi stendur fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í hverjum mánuði þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafns Íslands, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi. Þess má geta að krakkaklúbburinn Krummi er fyrir börn á öllum aldri.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár