Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa undanfarnar vikur gripið til fjölmargra aðgerða sem fela í sér stuðning við mál, sem sum hver eru ekki óumdeild, en hafa í för með sér fjárútlát fyrir ríkissjóð, oft og tíðum veruleg. Þessar aðgerðir ráðherranna hafa sumar hverjar farið öfugt ofan í fólk, bæði í stjórnarandstöðu en eins í stjórnarflokkunum.
Þannig hefur undanfarna daga geisað deila milli þingmanns Sjálfstæðisflokksins, Vilhjálms Árnasonar, og Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfis- og auðlindaráðherra. Tilefnið er fjöldi friðlýsinga sem ráðherrann hefur ráðist í undanfarnar vikur. Hefur Vilhjálmur lýst því að Guðmundur Ingi fari um með „friðlýsingarsprotann í skjóli nætur“ en frá því að þingfundum var frestað í júní hefur ráðherrann undirritað friðlýsingar á tíu svæðum, þar af sex síðastliðinn mánuð. Samflokksmaður Vilhjálms, Jón Gunnarsson, lýsti því þá 10. september að ef ekki væri fyrir að svo stutt væri til kosninga sem raun ber vitni hefði hann látið af stuðningi sínum við ríkisstjórnina vegna …
Athugasemdir