Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Félag Róberts Wessman í Svíþjóð fjármagnaði 1.380 milljóna greiðsluna til Matthíasar Johannessen

Sænskt fé­lag í eigu Ró­berts Wessman í gegn­um sjóð á Jers­ey greiddi rúm­lega 1.380 millj­ón­ir króna til ís­lensks fé­lags sem svo greiddi pen­ing­ana til fyrr­ver­andi við­skipta­fé­laga hans. Upp­lýs­inga­full­trúi fjár­fest­ing­ar­fé­lags Ró­berts Wessman seg­ir að um lán hafi ver­ið að ræða.

Félag Róberts Wessman í Svíþjóð fjármagnaði 1.380 milljóna greiðsluna til Matthíasar Johannessen
Fjármagnað frá Svíþjóð Greiðsla Róberts Wessman til Matthíasar H. Johannesen árið 2018 var fjármögnuð frá sænsku félagi. Uppruni greiðslunnar átti að fara leynt árið 2018. Mynd: Stundin / Samsett

Félag Róberts Wessman í Svíþjóð, Aztiq Partners AB, fjármagnaði rúmlega 1.380 milljóna króna peningagreiðslu til fyrrverandi viðskiptafélaga hans og samstarfsmanns, Matthíasar H. Johannessen, í lok mars árið 2018. Greiðslan var innt af hendi eftir að Matthías hafði haft betur í dómsmáli gegn Róberti og tveimur viðskiptafélögum hans, meðal annars Árna Harðarsyni. Þetta herma heimildir Stundarinnar. 

Stundin fjallaði um félagið Aztiq Partners í gær og sagði þá meðal annars frá því að félagið hefði greitt 11,3 milljarða króna í arð til hluthafa félagsins. Þetta sama sænska félag millifærði þessa upphæð til íslenska eignarhaldsfélagsins Aztiq Pharma Partners ehf.  og greiddi það Matthíasi H. Johannessen umrædda upphæð í mars 2018.

„Þeir greiddu þetta bara svona mánuði eftir dóminn. Þeir auðvitað urðu að greiða þetta“

Um greiðsluna sagði Matthías við Stundina árið 2018: „Þeir greiddu þetta bara svona mánuði eftir dóminn. Þeir auðvitað urðu að greiða þetta.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár