Félag Róberts Wessman í Svíþjóð, Aztiq Partners AB, fjármagnaði rúmlega 1.380 milljóna króna peningagreiðslu til fyrrverandi viðskiptafélaga hans og samstarfsmanns, Matthíasar H. Johannessen, í lok mars árið 2018. Greiðslan var innt af hendi eftir að Matthías hafði haft betur í dómsmáli gegn Róberti og tveimur viðskiptafélögum hans, meðal annars Árna Harðarsyni. Þetta herma heimildir Stundarinnar.
Stundin fjallaði um félagið Aztiq Partners í gær og sagði þá meðal annars frá því að félagið hefði greitt 11,3 milljarða króna í arð til hluthafa félagsins. Þetta sama sænska félag millifærði þessa upphæð til íslenska eignarhaldsfélagsins Aztiq Pharma Partners ehf. og greiddi það Matthíasi H. Johannessen umrædda upphæð í mars 2018.
„Þeir greiddu þetta bara svona mánuði eftir dóminn. Þeir auðvitað urðu að greiða þetta“
Um greiðsluna sagði Matthías við Stundina árið 2018: „Þeir greiddu þetta bara svona mánuði eftir dóminn. Þeir auðvitað urðu að greiða þetta.“
Athugasemdir