Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Sigmundur Davíð: Besta aðgerðin í loftslagsmálum að Ísland losi sem mest

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, formað­ur Mið­flokks­ins, seg­ir nýja skýrslu Milli­ríkja­nefnd­ar Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­breyt­ing­ar skrif­aða af „aktív­ist­um“. Stefna ís­lenskra stjórn­valda í lofts­lags­mál­um muni fela í sér mestu frels­is­skerð­ingu í ára­tugi og lífs­kjara­skerð­ingu.

Sigmundur Davíð: Besta aðgerðin í loftslagsmálum að Ísland losi sem mest
Segir þá sem benda á loftslagsvandann vera popúlista Sigmundur Davíð segir að umhverfismál séu fórnarlamb þess sem hann kallar nýaldarstjórnmál. Mynd: Pressphotos.biz - (Geirix)

Við blasir að stjórnvöld munu freista þess að færa aukin völd sín yfir daglegum athöfnum og frelsi almennings frá sóttvörnum og að umhverfismálum á næstunni. Það mun hafa í vör með sér að dregið verði úr landsframleiðslu, skattar og gjöld verði hækkuð og ferðafrelsi heft. Þetta fullyrðir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og segir hann að allt ofantalið muni valda því að lífskjör almennings verði lakari.

Í grein í Morgunblaðinu skrifar Sigmundur Davíð að hann geri ekki lítið úr mikilvægi umhverfismála. Hins vegar séu umhverfismál líklega stærsta fórnarlamb hinna „stórskaðlegu nýaldarstjórnmála“ þar sem allt snúist um umbúðir fremur en innihald. „Er skynsamlegt að nálgast þetta stóra viðfangsefni út frá öfgatrú, spá heimsendi, ýta stöðugt undir ótta, ráðast af offorsi á gagnrýnendur og varpa fram yfirborðskenndum lausnum? Ég held ekki. Ég tel umhverfismál mikilvægari en svo að það sé hægt að eftirláta þau öfgahyggju nýaldarstjórnmálanna,“ skrifar Sigmundur Davíð.

„Ef íslensk stjórnvöld gera það á grundvelli loftslagsstefnu undanfarinna ára mun það fela í sér mestu frelsisskerðingu um áratuga skeið“

Í greininni fullyrðir Sigmundur Davíð að það sé gömul saga og ný að stjórnvöld reynist treg til að gefa eftir völd sem þau hafi tekið sér og að í glímunni við Covid-19 kórónaveiruna hafi verið gengið á frelsi einstaklinganna með þeim rökum að um tímabundið ástand væri að ræða. Í ljósi reynslunnar blasi hins vegar við að stjórnvöld muni nú vilja nýta aukin völd sín í þeim tilgangi að bregðast við loftslagsvandanum. „Ef íslensk stjórnvöld gera það á grundvelli loftslagsstefnu undanfarinna ára mun það fela í sér mestu frelsisskerðingu um áratuga skeið, minnkandi framleiðslu, lífskjaraskerðingu og skila nákvæmlega engum árangri í loftslagsmálum.“

Segir þá sem bendi á tengsl veðurfarshamfara við loftslagsbreytingar vera „popúlista“

Sigmundur Davíð segir að ný skýrsla Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sé skrifuð af „aktívistum sem berjast fyrir tilteknum viðbrögðum“. Þá segir hann að skýrslan sé nú sett í samhengi við hamfarir tengdar veðri og hún notuð sem rökstuðningur fyrir heimsendaspám þeim sem tengdar séu loftslagsbreytingum „sem nýaldarpólitíkusar vilja nú gefa nýtt nafn að hætti Orwells og kalla „hamfarahlýnun,“ skrifar Sigmundur Davíð og kallar þá sem benda á tengsl veðurfarshamfara „popúlista“.

IPCC er, þrátt fyrir fullyrðingar Sigmundar Davíðs, vísindanefnd sem hefur það hlutverk að taka saman vísindalegar, tæknilegar, félags- og efnahagslegar upplýsingar um loftslagsbreytingar af mannavöldum, fjalla um vísindalega þekkingu, afleiðingar breytinganna og viðbrögð til að sporna við þeim. Nefndin byggir samantektir sínar af greinum sem birtar hafa verið í ritrýndum tímaritum. Hún er með öðrum orðum ekki hópur af „aktívistum.“

Forseti loftslagsþings Sameinuðu þjóðanna, Alok Sharma, sagði um liðna helgi að skýrsla IPCC væri alvarlegasta viðvörun sem alþjóðasamfélagið hefði fengið um loftslagsvandann. Í grein á vef Veðurstofu Íslands eru helstu atriði skýrslunnar dregin saman og þar segir meðal annars: „Nú er enn greinilegra en fyrr að athafnir mannkyns eru meginorsök margvíslegra breytinga á loftslagi.“ Þá segir einnig að fyrir liggi ítarleg gögn sem geri það að verkum að ýmsir aftakaatburðir verði algengari og afdrifaríkari, til að mynda meiri öfgar í hitabylgjum og þurrkum. Verði ekki gripið til mikils samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda muni að meðaltali hlýna meira en um 1,5 gráður á celsíus, og jafnvel 2 gráður á celsíus, á öldinni, meða katastrófískum afleiðingum.

Segir stefnuna muni skerða lífskjör

Í greininni víkur Sigmundur Davíð svo að stefnu íslenskra stjórnvalda og gagnrýnir að í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar sé gert ráð fyrir að Ísland setji met í samdrætti losunar gróðurhúsalofttegunda, umfram umsamin markmið á alþjóða vettvangi. Það sé gert þrátt fyrir að Íslendingar hafi minna svigrúm til samdráttar en nokkuð annað land þar eð hær sé hæsta hlutfall endurnýjanlegrar orku. Þeim markmiðum verði ekki náð „nema með því að draga úr framleiðslu innanlands, hækka skatta og gjöld á almenning og leggja á nýja til að stýra neysluhegðun og hefta ferðafrelsi. Minnka landbúnað, draga úr fjölda ferðamanna og fækka ferðum Íslendinga til útlanda. Minni framleiðslu og neyslu má svo augljóslega endurorða sem lakari lífskjör.“

Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands gagnrýndu uppfærða aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum hafðlega í umsögnum sínum seint á síðasta ári, meðal annars sökum þess að kolefnisgjald væri of lágt og markmið í loftslagsmálum væru ekki lögbundin. Þá kom fram í skýrslu Umhverfisstofnunar um losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi fyrir árið 2019, sem skilað var í apríl á þessu ári, að þrátt fyrir að losun á gróðurhúsalofttegundum hefði dregist saman um tvö prósent milli ára væri vantað verulega upp á að markmið Íslands með þátttöku í Parísarsamkomulaginu næðust.

Vesturlönd hafi, skrifar Sigmundur Davíð, dregið úr eigin losun með því að færa framleiðslu til landa sem framleiði vörur með kolabruna. Því sé raunin sú að best sé fyrir loftslagsmál heimsins að sem mest sé framleitt á Íslandi. Ekki sé hægt að hverfa af braut framfara. Heimurinn þurfi miklu meiri endurnýjanlega orku og þar geti Ísland nýtt tækifæri sín mun betur. „Það mun þýða að losun landsins aukist í stað þess að minnka en á heimsvísu mun það draga úr losun, reynast það besta sem við getum gert í loftslagsmálum og bæta lífskjör Íslendinga.“

Þess ber að geta að 29. júlí síðastliðinn kláraði mannkynið allar þær auðlindir sem jörðin getur endurnýjað á einu ári, samkvæmt greiningu Global Footprint Network. Síðstu fjórtán daga höfum við því verið að ganga á auðlindirnar og munum gera svo út árið, 1,75 sinnum hraðar en vistkerfi jarðar geta endurnýjað sig. Dagurinn bar upp á sama dag í ár og árin 2018 og 2019 og hefur aldrei verið fyrr á árinu. Á síðasta ári bar daginn upp á 22. ágúst og þurfti að fara aftur til ársins 2005 til að finna dæmi þess að dagurinn væri svo seint á árinu. Verulegur viðsnúningur hefur því orðið aftur, nú til hins verra, milli ára.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
4
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Samfylkingin geri „ófrávíkjanlega kröfu“ um flugvöllinn í Vatnsmýri
5
StjórnmálAlþingiskosningar 2024

Sam­fylk­ing­in geri „ófrá­víkj­an­lega kröfu“ um flug­völl­inn í Vatns­mýri

Fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að það sé „ófrá­víkj­an­leg krafa“ flokks­ins að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verði á sín­um stað þar til nýr flug­vall­ar­kost­ur fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið verði til­bú­inn. Með auknu fylgi Sam­fylk­ing­ar á lands­byggð­inni og raun­ar um allt land hafa við­horf­in með­al stuðn­ings­manna flokks­ins til fram­tíð­ar­stað­setn­ing­ar Reykja­vík­ur­flug­vall­ar breyst tölu­vert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár