Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Afhjúpandi tölvupóstar um mútur í Samherjamálinu: ,,Honum hefur verið greitt, beint að utan"

Tölvu­póst­ar milli starfs­manna Sam­herja, sem ekki hafa kom­ið fram áð­ur, sýna hvernig Að­al­steinn Helga­son stakk upp á því að ráða­mönn­um í Namib­íu yrði mútað í lok árs 2011. Póst­arn­ir sýna með­al ann­ars að Jó­hann­es Stef­áns­son get­ur ekki hafa ver­ið einn um að ákveða að greiða ráða­mönn­un­um mút­ur.

Afhjúpandi tölvupóstar um mútur í Samherjamálinu: ,,Honum hefur verið greitt, beint að utan"
Sjaldséð notkun á orðinu ,,mútur" Í öllum þeim tölvupóstum og gögnum sem liggja fyrir í Samherjamálinu í Namibíu er sjaldséð að stjórnendur Samherja tali með beinum hætti um að ,,múta" þurfi ráðamönnum í landinu. Þetta gerði Aðalsteinn Helgason, framkvæmdastjóri Samherja í Afríku, hins vegar í einum tölvupósti í lok árs 2011. Hann sést hér á mynd sem tekin var í Marokkó.

,,Þetta er tengdasonurinn. Honum hefur verið greitt, beint að utan,” sagði Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu og uppljóstrari í Samherjamálinu í Namibíu, í svari í tölvupósti við spurningu Aðalsteins Helgasonar, framkvæmdastjóra yfir Afríkustarfsemi Samherja í febrúar árið 2012.

Útgerðarfélagið Samherji var þá að hefja veiðar í Namibíu og hafði unnið að því að tryggja sér kvóta í landinu. Aðalsteinn hafði spurt Jóhannes út í tiltekna millifærslu af bankareikningi Samherja hjá norska bankanum DNB til namibísks félags í eigu tengdasonar sjávarútvegsráðherra Namibíu, og fékk þá þetta svar. Sjávarútvegsráðherrann hét Bernhard Esau og tengdasonurinn var Tamson Hatuikulipi.

Seinni umferð af yfirheyrslum

Þessir tölvupóstar eru hluti af þeim upplýsingum sem koma fram í gögnum sem ákæruvaldið í Namibíu hefur gert opinbert vegna rannsóknar þess á Samherjamálinu og mútugreiðslum félagsins til namibískra ráðamanna. Umræddir tölvupóstar voru ekki hluti af þeim gögnum um starfsemi Samherja í Namibíu sem gerð voru opinber í gegnum uppljóstrunarsíðuna Wikileaks í nóvember árið 2019.

,,Á einhverjum tímapunkti þá kann það að gera gæfumuninn að múta einum af leiðtogum þessara manna”
Aðalsteinn Helgason

Líkt og Kjarninn greindi fyrst frá þá er um að ræða tölvupósta sem embætti héraðssaksóknara á Íslandi sótti hjá Samherja hér á landi. Rannsókn héraðssaksóknara hefur því leitt af sér að ný gögn með opinberandi upplýsingum um Samherjamálið í Namibíu hafa fundist.

Rannsókn Namibíumálsins er nú í fullum gangi á Íslandi og voru einhverjir af þeim aðilum sem eru með réttarstöðu sakborninga í því í skýrslutökum hjá embætti héraðssaksóknara fyrr í sumar. Þetta er önnur umferðin af skýrslutökum í málinu hér á landi en sú fyrri fór fram sumarið 2020.

Einn af þeim sakborningum í málinu sem boðaður var í skýrslutöku nú í sumar er uppljóstrarinn í málinu, Jóhannes Stefánsson. Hann segir að skýrslutakan yfir sér hafi gengið vel og að hann sé sáttur með framgang rannsóknarinnar hingað til. 

Tveir nátengdir Þorsteini Má meðvitaðir um stöðunaTölvupóstsamskiptin sem Jóhannes Stefánsson tók þátt í sýna að tveir aðilar sem voru nátengdir Þorsteini Má Baldvinssyni, Aðalsteinn Helgason og Baldvin Þorsteinsson, voru meðvitaðir um greiðslurnar til nambísku ráðamannanna þegar þær voru að hefjast.

Afhjúpandi notkun á orðinu ,,múta”

Þessir tölvupóstar eru afhjúpandi á þann hátt að þeir fela í sér nýjar upplýsingar þar sem æðsti ráðamaður Samherja í Afríku, áðurnefndur Aðalsteinn Helgason, segir berum orðum að til þess geti komið að múta þurfi einhverjum ráðamanni í Namibíu til að tryggja Samherja kvóta: ,,Á einhverjum tímapunkti þá kann það að gera gæfumuninn að múta einum af leiðtogum þessara manna,” sagði Aðalsteinn í tölvupósti til Jóhannesar í desember árið 2011.

Þessi tölvupóstur Aðalsteins er afhjúpandi þar sem beina orðalagið ,,mútur” og að ,,múta” er ekki að finna í mörgum tölvupóstum frá stjórnendum Samherja í Namibíumálinu. 

Tölvupóstarnir eru einnig afhjúpandi sökum þess að Samherji reyndi lengi vel að skella allri ábyrgð á mútugreiðslunum á Jóhannes Stefánsson einan, jafnvel greiðslum sem áttu sér stað eftir að hann hætti hjá Samherja í Namibíu árið 2016. Þessir tölvupóstar sýna hins vegar að yfirboðari Jóhannesar í Afríku nefndi mútur við hann í tölvupósti sem hugmynd til að komast í kvóta í landinu. 

Tölvupósturinn frá Aðalsteini til Jóhannesar styrkir mögulegt sannleiksgildi frásagnar Jóhannesar sjálfs af því hvernig Aðalsteinn á að hafa lagt honum línurnar um það af hverju mútur í kvótaviðskiptum í Namibíu gætu verið réttlætanlegar. ,,Þá sagði Aðalsteinn við mig að alltaf þegar gæfist tækifæri til að borga sjávarútvegsráðherra þá ætti ég að borga sjávarútvegsráðherra, hann orðaði þetta einhvern veginn svona.“. Jóhannes sagði enn frekar, í viðtali við Stundina: „Þetta situr í mér, af því ég man hvað Aðalsteinn var ákveðinn í þessu. Það var eins og hann væri ekki að gera þetta í fyrsta skiptið. Ég labba bara inn í hringiðu efnahagsbrota og spillingar. Ég fékk ordrur frá þeim og gerði bara mitt besta í því. Miðað við hvernig þeir greiddu mútur þá var eins og þeir væru ekki að gera þetta í fyrsta skipti.“

Aðalsteinn Helgason  var um árabil einn nánasti samstarfsmaður Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, innan samstæðunnar. Hann var á þessum tíma yfirmaður Jóhannesar Stefánssonar þar sem hann var framkvæmdastjóri Afríkustarfsemi Samherja.

Aðalsteinn hefur sjálfur neitað því að frásögn Jóhannesar um fyrirskipanir hans að greiða mútur í Namibíu séu réttar: ,,Það eru lygar,” sagði hann við Stundina í nóvember 2019.

Aðalsteinn er einn af þeim núverandi eða fyrrverandi starfsmönnum Samherja sem ákæruvaldið í Namibíu hefur reynt að fá framseldan til Namibíu. 

Baldvin fékk upplýsingarJóhannes Stefánsson sendi Baldvin Þorsteinssyni, syni Þorsteins Más Baldvinssonar, upplýsingar um viðræðurnar við Namibíumannanna um greiðslur til þeirra.

Baldvin fékk áframsendan póst

Í svarpósti Jóhannesar til Aðalsteins við áðurnefndum pósti, sem og í öðrum póstum sem eru hluti af gögnum málsins, er rætt ítarlega um útfærslur á greiðslunum til namibísku áhrifamannanna þó að beina orðalagið ,,mútur” komi ekki fyrir aftur í þessum póstum. Í svarpóstinum til Aðalsteins segir Jóhannes að Tamson Hatuikulipi, tengdasonur Bernhard Esau, muni fara með tilboðshugmyndir Samherja til ráðherrans: ,,Hugmyndin sem er undirliggjandi er að hann [sjávarútvegsráðherrann] sé fullvissaður um að hann muni fá eitthvað ef hann kemur með eitthvað til okkar.”

Í tölvupóstunum kemur einnig fram að Jóhannes áframsendi tölvupóst þar sem rætt var um þessi mál til Baldvins Þorsteinssonar, sonar Þorsteins Más Baldvinssonar, með orðinu: ,,FYI” eða ,,For your information”/,,Þér til upplýsingar”. 

Rúmum mánuði eftir að Aðalsteinn nefndi mútur fyrst í þessum tilteknu tölvupóstsamskiptum sendi Jóhannes Stefánsson tölvupóst til Aðalsteins Helgasonar og Ingvars Júlíussonar, fjármálastjóra Samherja á Kýpur, þar sem hann sagði frá gangi viðræðna við Tamson Hatuikulipi um hversu mikið Samherji ætti að greiða þeim fyrir aðgang að kvóta í landinu. ,,Góðan daginn. Staðan varðandi tengdasoninn er að ýmsar tölur hafa verið nefndar og ræddar. James [Hatuikulipi] hefur einnig veitt aðstoð og reynt að koma hlutunum á réttan stað. Það er gagnkvæmur skilningur á milli beggja aðila um að þessi greiðsla er eingöngu til að halda áfram, til þess að hvetja hann, en að síðar muni hann fá greitt fyrir kvótann og það sem hann kemur með að borðinu. Tölur á bilinu 150.000 til 450.000 hafa verið nefndar og hann gæti sætt sig við 300.000 Namibíudollara. Hvað finnst þér.”

Fyrsta millifærslan til namibísks eignarhaldsfélags Tamson Hatuikulipi, Fitty Entertainment, hafði átt átti sér stað tæpum mánuði áður en þessi tölvupóstur var sendur, eða þann 26. janúar árið 2012. Næstu ár þar á eftir héldu greiðslurnar til namibísku ráðamannanna áfram og allt fram til ársins 2019 þegar fyrst var sagt frá málinu í fjölmiðlunum Kveik, Stundinni og Al Jazeera og Wikileaks birti gögn málsins. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Tími á að íslensk stjórnvöld axli siðferðislega ábyrgð á Samherja“
FréttirSamherjaskjölin

„Tími á að ís­lensk stjórn­völd axli sið­ferð­is­lega ábyrgð á Sam­herja“

Leið­togi namib­ísku stjón­ar­and­stöð­unn­ar seg­ir landa sína undr­ast þögn ís­lenskra stjórn­valda um þá stað­reynd að stærsta spill­ing­ar­mál í sögu Namib­íu hafi orð­ið til fyr­ir til­stilli ís­lensks fyr­ir­tæk­is. Spyr hvort hundrað millj­óna styrk­ur Orku­sjóðs sé rík­is­styrkt spill­ing og send­ir for­sæt­is­ráð­herra op­ið bréf og ósk­ar liðsinn­is henn­ar við að fá Sam­herja til að greiða bæt­ur og svara til saka.
Samherji sakaður um stórfelld skattalaga- og gjaldeyrisbrot í Namibíu og framsalskrafa væntanleg
RannsóknirSamherjaskjölin

Sam­herji sak­að­ur um stór­felld skatta­laga- og gjald­eyr­is­brot í Namib­íu og framsalskrafa vænt­an­leg

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu er enn ákveð­inn í því að óska eft­ir framsali þriggja stjórn­enda Sam­herja­fé­laga í Namib­íu og seg­ir brot á skatta- og gjald­eyr­is­lög­um muni mögu­lega bæt­ast við sak­ar­efn­in á hend­ur þeim. Stór­felld skatta­laga­brot Sam­herja­fé­laga sögð til rann­sókn­ar. Sam­herja­mað­ur seg­ir ís­lensk yf­ir­völd þeg­ar hafa neit­að að fram­selja sig.
Íslandsvinkona svo gott sem orðin forseti Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

Ís­lands­vin­kona svo gott sem orð­in for­seti Namib­íu

Net­um­bo Nandi-Ndaitwah, ut­an­rík­is­ráð­herra Namib­íu, sem kom hing­að til lands í júní og ræddi Sam­herja­mál­ið við ís­lenska ráð­herra og að­stoð­ar­mann eins þeirra, er nú svo gott sem bú­in að tryggja sér for­seta­embætt­ið í Namib­íu. Hún var í morg­un kjör­in arftaki for­manns flokks­ins, sitj­andi for­seta sem hyggst setj­ast í helg­an stein. Flokk­ur­inn nýt­ur slíks yf­ir­burð­ar­fylg­is að inn­an­flokks­kosn­ing­in er sögð raun­veru­legt for­seta­kjör.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eysk­ur ráð­herra kraf­inn svara um Sam­herj­a­rann­sókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.
Fjármálastjóri hjá Samherja segir mútugreiðslur í Afríku nauðsynlegar
FréttirSamherjaskjölin

Fjár­mála­stjóri hjá Sam­herja seg­ir mútu­greiðsl­ur í Afr­íku nauð­syn­leg­ar

Brynj­ar Þórs­son, fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kana­ríeyj­um, sem með­al ann­ars kom að greiðsl­um til namib­ískra ráða­manna, seg­ir að „svo­kall­að­ar mútu­greiðsl­ur“ séu „stand­ard“ í Afr­íku. Þetta kom fram í yf­ir­heyrsl­um yf­ir Brynj­ari sem hef­ur stöðu vitn­is í rann­sókn Sam­herja­máls­ins hjá hér­aðssak­sókn­ara. Brynj­ar sagði Sam­herja hafa beitt sömu að­ferð­um til að kom­ast yf­ir kvóta í Mar­okkó og Má­rit­an­íu, áð­ur en fyr­ir­tæk­ið hóf út­gerð í Namib­íu.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár