Marek Moszczynski var í dag sýknaður af refsikröfu og metinn ósakhæfur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa orsakað mannskæðan bruna á Bræðraborgarstíg í Reykjavík 25. júní á síðasta ári. Hann sætti ákæru fyrir manndráp og tilraun til manndráps en þrír létu lífið í brunanum.
Gert að greiða bætur
Niðurstaða dómsins er að Marek geti ekki borið ábyrgð á íkveikjunni en að hann eigi að sæta öryggisvistun ótímabundið. Sjálfur mætti hann ekki til að hlýða á dómsuppkvaðningu í héraðsdómi í dag.
Saksóknari hafði krafist þess að Marek yrði dæmdur í ævilangt fangelsi en eftir að hann var metinn ósakhæfur gerði saksóknari kröfu um vistun á öryggisgeðdeild. Á það féllst dómurinn. Marek verður því fluttur af Hólmsheiði, þar sem hann hefur sætt gæsluvarðhaldi, á öryggisgeðdeild á meðan hann hefur enn fjórar vikur til að áfrýja dómnum.
Dómurinn gerði …
Athugasemdir