Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Unga parið sem lést í brunanum var að safna fyrir brúðkaupi sínu

Leigj­end­ur á Bræðra­borg­ar­stíg 1, sem er bruna­rúst­ir eft­ir elds­voða, hafa feng­ið rukk­un vegna leigu í júlí. Einn íbú­inn leit­aði ráð­gjaf­ar vegna inn­heimtusím­tals. Magda­lena Kwi­at­kowska, starfs­mað­ur Efl­ing­ar, seg­ir að unga par­ið sem lést í brun­an­um hafi ver­ið að safna pen­ing­um fyr­ir brúð­kaupi sínu.

Unga parið sem lést í brunanum var að safna fyrir brúðkaupi sínu

Íbúar hússins á Bræðraborgarstíg 1, sem brann 25. júní síðastliðinn, hafa fengið rukkun fyrir leigu vegna júlímánaðar.

Magdalena Kwiatkowska, verkefnisstjóri fræðslumála hjá Eflingu, segir í samtali við Stundina að einn íbúa hússins hafi leitað til hennar af ótta við að verða fyrir vanskilakostnaði ef hann greiddi ekki leiguna, en húsið er óíbúðarhæft þar sem það er brunarústir. Hringt var í hann á dögunum og hann varaður við dráttarvöxtunum sem legðust á húsaleiguna ef hann greiddi hana ekki fyrir eindaga. 

„Hann sagði að það hafi verið hringt í hann og sagt: „Þú veist að það bætist við 100 krónur á hverjum degi sem þú borgar ekki.“ Ég sagði honum að borga þetta alls ekki, en ég heyrði að allir leigjendurnir hafi fengið þessa rukkun. Ég vona að enginn þeirra hafi borgað,“ segir Magdalena.

Hún segist ekki vita til þess að leigjendurnir hafi verið með leigusamning, en það hafi engu að síður verið krafið um tveggja mánaða tryggingu. „Ég veit að það voru nokkrir sem voru búnir að borga trygginguna með peningum og aðrir lögðu hana inn á bankareikning. En ekkert þeirra hefur fengið hana aftur eftir brunann.“

Stundin hefur ekki fengið endanlega staðfest hver stóð fyrir innheimtusímtalinu, hvort það hafi verið innheimtuþjónusta, eða fulltrúi HD verks, félagsins sem á húsið. Eigandi og forsvarsmaður þess félags, Kristinn Jón Gíslason, svaraði ekki Stundinni vegna fréttarinnar. Í samtali við Stundina á föstudag sagði hann hentugra að leigja útlendingum en Íslendingum. „Ég var bara að leigja sjálfur út herbergin. Og leigi yfirleitt útlendingum af því að ég hef ekki áhuga á því að leigja Íslendingum. Útlendingarnir borga en ekki Íslendingarnir.“

Þrír létust í brunanum. Þar á meðal var ungt par frá Póllandi. Þau voru hér á landi til að safna fyrir brúðkaupi sínu.

Dauðagildra fyrir unga parið

Höfðu enga aðra húsakostiMagdalena segir að par sem lést í eldsvoðanum hafi flutt til landsins til að vinna og safna fyrir brúðkaupi sínu. Til að minnka útgjöld hafi þau þegið ódýrt herbergi í húsinu sem brann.

„Þetta var dauðagildra fyrir þetta unga par sem kom hingað til að vinna til að safna peningum fyrir brúðkaupið. Það fór aldrei heim aftur,“ sagði Magdalena í gærkvöldi í þættinum Rauða borðinu, sem sendur er út á Facebook í umsjón Gunnars Smára Egilssonar. Magdalena hefur tekið virkan þátt fyrir hönd Eflingar í að aðstoða aðstandendur þeirra sem létust í eldsvoðanum, svo og þá sem komust lífs af.

Í samtali við Stundina segir Magdalena að það sem átti að vera besti og færasti vinnumarkaður í heimi hafi verið þeim martröð. „Þau komu hingað fyrir sjö eða átta mánuðum og voru að safna peningum til að borga fyrir brúðkaupið,“ segir hún. Þau unnu bæði láglaunavinnu og því reyndu þau að finna sér sem ódýrastan húsakost. „Þau vildu ekki borga meira en 80-90.000 krónur í leigu, en þetta herbergi í þessu húsi var það eina sem stóð þeim til boða á því verði.“

Leigjendur þurftu að deila einu klósetti

Magdalena segir að fyrir brunann hafi aðstæður í húsinu verið hörmulegar, en 13 leigjendur hafi allir þurft að deila einu salerni og einni sturtu. „Það var eitt klósett og það þurfti að skrifa niður fyrir fram hver fer í sturtu og hvenær. Maðurinn sem lést gat til dæmis bara farið í sturtu klukkan tíu á kvöldin.“

Magdalena segir að leigjendurnir hafi ítrekað óskað eftir því annað klósett yrði byggt en að þeirri beiðni hafi ekki verið ansað.

„Maðurinn sem lést gat til dæmis bara farið í sturtu klukkan tíu á kvöldin.“

Bauðst gluggalaus kjallaraíbúð

Í Rauða borðinu sagði Magdalena að það væri mjög algengt fyrir Eflingu að heyra af launaþjófnaði, misnotkun og valdbeitingu. „Þetta kemur fyrir daglega, sérstaklega í pólska samfélaginu,“ sagði hún.

Daginn eftir brunann segir hún að margir Íslendingar hafi haft samband við stéttarfélagið til að bjóða fólkinu ódýran húsakost. „En það sem var í boði var ekkert betra en það sem þau voru með áður fyrr.“ Nefndi hún að eitt húsnæðið hafi verið gluggalaus kjallaraíbúð sem Íslendingar létu ekki bjóða sér. „Hvernig manneskja ert þú að hringja í Eflingu að bjóða fólki svona húnæði?“ sagði Magdalena í þættinum.

Hún sagði að Efling væri á fullu að aðstoða fólkið sem bjó í húsinu. „Við erum að skoða hvað er hægt að bjóða þeim, eins og dánarbætur, sjúkrasjóð og slíkt.“ 

Slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að eldurinn hafi breiðst út svo fljótt því húsið hafi verið einangrað með sagi. Hann taldi að eigendur hefðu ekki uppfyllt skyldur sínar.

Auk einstaklinganna þriggja sem létust særðust þrír til viðbótar. Einn karlmaður á sjötugsaldri er í haldi lögreglu, grunaður um íkveikju, og var úrskurðaður fyrr í dag í sjö daga áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna.

Alþýðusamband Íslands hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á málinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bruninn á Bræðraborgarstíg

Aðvörun um hættuástand Bræðraborgarstígs 1 varð að engu því hún kom ekki frá íbúa
FréttirBruninn á Bræðraborgarstíg

Að­vör­un um hættu­ástand Bræðra­borg­ar­stígs 1 varð að engu því hún kom ekki frá íbúa

Bygg­ing­ar­full­trúa Reykja­vík­ur og Heil­brigðis­eft­ir­liti Reykja­vík­ur barst við­vör­un um bruna­hættu á Bræðr­ar­borg­ar­stíg 1 í apríl fyr­ir ári. Hvor­ug stofn­un­in brást við var­úð­ar­orð­um bréfs­ins þar sem það kom ekki frá íbúa eða hús­eig­anda, en hús­ið brann til kaldra kola í júní.
Upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar um eldsvoðann: „Við berum í raun og veru enga ábyrgð“
ÚttektBruninn á Bræðraborgarstíg

Upp­lýs­inga­stjóri Reykja­vík­ur­borg­ar um elds­voð­ann: „Við ber­um í raun og veru enga ábyrgð“

Um ábyrgð eft­ir brun­ann í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur benda mis­mun­andi að­il­ar inn­an borg­ar­yf­ir­valda hver á ann­an. Upp­lýs­inga­stjóri seg­ir borg­ina ekki bera neina ábyrgð gagn­vart leigj­end­um íbúð­ar­inn­ar, en vel­ferð­ar­svið seg­ir þvert á móti að borg­in beri rík­ar skyld­ur til að að­stoða þá.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár