Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Vandræðahús í Vesturbænum logar: „Maður hefur horft fram á máttleysi borgaryfirvalda“

Grun­ur er á sak­næmu at­hæfi, þar sem þrír ein­stak­ling­ar eru í haldi lög­reglu og fjór­ir eru á slysa­deild, eft­ir elds­voða í Vest­ur­bæn­um. Ná­grann­ar lýsa yf­ir langvar­andi áhyggj­um af ástandi húss­ins á Bræðra­borg­ar­stíg 1 og fyrr­ver­andi íbúi kvart­aði und­an því í frétt Stund­ar­inn­ar fyr­ir fjór­um ár­um.

„Ég og aðrir nágrannar höfum spáð þó nokkuð lengi að það yrði kveikt í á endanum,“ segir íbúi í nágrenni hússins á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs í Vesturbæ Reykjavíkur, sem hefur staðið í björtu báli frá því um klukkan þrjú í dag. 

Húsið, Bræðraborgarstígur 1, er forskalað timburhús, með steypuhúð, sem þykir sérstaklega varasamt ef eldur kemur upp. Það er í eigu starfsmannaleigu og hafa meðal annars erlendir verkamenn hafst þar við. 

Lögreglan hefur girt svæðið umhverfis húsinu af til þess að vernda störf slökkviliðs, en  fjöldi fólks hefur safnast saman til þess að fylgjast með.

„Þetta minnir mig á reyktan silung,“ sagði maður um miðjan aldur við félaga sinn, er þeir stóðu ásýndar ásamt tveimur ungum drengjum. 

Þrír handteknir - fjórir á slysadeild

Samkvæmt tilkynningu lögreglu hafa fjórir verið fluttir á slysadeild og þrír íbúar hússins verið handteknir vegna gruns um saknæmt athæfi. Þrír einstaklingar hoppuðu út um glugga af efstu hæð í húsinu, samkvæmt sjónarvotti. Fyrstu tilkynningar um eldinn bárust klukkan 15:15, en klukkutíma síðar bar reyk yfir Vesturbæinn og miðborgina. Sjónarvottur á vettvangi fullyrti við Stundina að lögreglan hefði haft afskipti í húsnæðinu fyrr í dag, áður en eldurinn blossaði upp.

Um er að ræða sama hús og hýsti áður Leikskólann 101, sem var lokað árið 2013 eftir að myndbandsupptaka birtist af starfsmanni beita barn harðræði, meðal annars með því að refsa barni með því að loka það inni.

Lögreglan oft á vettvang

Íbúi í nágrenninu, sem Stundin ræddi við á vettvangi, segist hafa búist við áföllum í húsinu síðustu ár.

„Það hefur verið vítaverður sóðaskapur og ógeð í þessu húsi, svo það kemur engum neitt á óvart sem hér býr. Maður hefur horft fram á máttleysi borgaryfirvalda til að gera nokkuð í því sem blasir hér við öllum sem fram hjá fara að þetta hús er í algjörri niðurníðslu og hirðuleysi. Það hefur verið ekkert viðhald hér árum saman. Það hafa verið útköll frá lögreglu til þess að sinna fólki hér sem er í neyslu. Það er ekkert sem neinn getur gert,“ sagði eldri maður sem vildi ekki koma fram undir nafni af ótta við íbúa hússins.

Starfsmaður stéttarfélagsins Eflingar, Benjamin Julian, segir á Facebook síðu sinni að íbúar hússins hefðu verið starfsmenn tiltekinnar starfsmannaleigu: „Í þessu húsi búa menn sem vinna hjá arftaka Menn í vinnu -- Seiglu ehf. Ömurlegur harmleikur. Það þarf miklu, miklu strangara aðhald með þessu ógeðslega rekstrarformi.“

Kona sem býr í hverfinu sagði: „Ég hef heyrt að löggan hafi þurft að hafa afskipti af húsinu áður. Ég bara vona að enginn hafi verið þarna inni.“

Stundin fjallaði um aðstæður í húsnæðinu árið 2015. Fyrrverandi íbúi kvartaði þá undan raka, myglu og slælegum frágangi. 

„Rafmagnið í húsinu ber merki um mikið fúsk, snúrur hanga niður af veggjum og er illa gengið frá,“ sagði hann í frétt Stundarinnar fyrir fjórum árum.

Íbúinn, Jóhannes Ingibjartsson, lýsti því að á annarri og þriðju hæð hússins væri búið að innrétta fjölmörg herbergi sem fólk, nær eingöngu útlendingar, leigði dýrum dómi. Jóhannes sgaði í samtali við Stundina að hann hefði verið eini Íslendingurinn sem bjó í húsinu og hefði hann leigt lítið herbergi á 90 þúsund krónur á mánuði.

Sjá einnig: Kvartar undan óhæfum mannabústað í Vesturbænum

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bruninn á Bræðraborgarstíg

Aðvörun um hættuástand Bræðraborgarstígs 1 varð að engu því hún kom ekki frá íbúa
FréttirBruninn á Bræðraborgarstíg

Að­vör­un um hættu­ástand Bræðra­borg­ar­stígs 1 varð að engu því hún kom ekki frá íbúa

Bygg­ing­ar­full­trúa Reykja­vík­ur og Heil­brigðis­eft­ir­liti Reykja­vík­ur barst við­vör­un um bruna­hættu á Bræðr­ar­borg­ar­stíg 1 í apríl fyr­ir ári. Hvor­ug stofn­un­in brást við var­úð­ar­orð­um bréfs­ins þar sem það kom ekki frá íbúa eða hús­eig­anda, en hús­ið brann til kaldra kola í júní.
Upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar um eldsvoðann: „Við berum í raun og veru enga ábyrgð“
ÚttektBruninn á Bræðraborgarstíg

Upp­lýs­inga­stjóri Reykja­vík­ur­borg­ar um elds­voð­ann: „Við ber­um í raun og veru enga ábyrgð“

Um ábyrgð eft­ir brun­ann í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur benda mis­mun­andi að­il­ar inn­an borg­ar­yf­ir­valda hver á ann­an. Upp­lýs­inga­stjóri seg­ir borg­ina ekki bera neina ábyrgð gagn­vart leigj­end­um íbúð­ar­inn­ar, en vel­ferð­ar­svið seg­ir þvert á móti að borg­in beri rík­ar skyld­ur til að að­stoða þá.
Unga parið sem lést í brunanum var að safna fyrir brúðkaupi sínu
FréttirBruninn á Bræðraborgarstíg

Unga par­ið sem lést í brun­an­um var að safna fyr­ir brúð­kaupi sínu

Leigj­end­ur á Bræðra­borg­ar­stíg 1, sem er bruna­rúst­ir eft­ir elds­voða, hafa feng­ið rukk­un vegna leigu í júlí. Einn íbú­inn leit­aði ráð­gjaf­ar vegna inn­heimtusím­tals. Magda­lena Kwi­at­kowska, starfs­mað­ur Efl­ing­ar, seg­ir að unga par­ið sem lést í brun­an­um hafi ver­ið að safna pen­ing­um fyr­ir brúð­kaupi sínu.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár