Við Bræðraborgarstíg 1 í Vesturbæ Reykjavíkur er hús sem að utan virðist vera í algjörri niðurníðslu. Þar býr þó fjöldi manns samkvæmt Jóhannesi Ingibjartssyni, sem bjó þar sjálfur um tíma. Á annarri og þriðju hæð hússins er búið að innrétta fjölmörg herbergi sem fólk, nær eingöngu útlendingar, leigir dýrum dómum. Jóhannes segir í samtali við Stundina að hann hafi verið eini Íslendingurinn sem bjó í húsinu og hafi hann leigt lítið herbergi á 90 þúsund krónur á mánuði.
Að sögn Jóhannesar er húsið með öllu óhæfur mannabústaður. „Á hlið hússins er stórt gat í múrnum, um það bil 2 metrar sinnum 2 metrar. Þar streymir vatn inn undir klæðninguna og veggirnir þar fyrir innan eru svo gegnsósa að málningin er að detta af þeim, sveppurinn sést svo hér og þar spretta í gegn á nýmáluðum veggjunum.
Athugasemdir