Segir íþyngjandi kröfur til kvenna stuðla að lækkandi fæðingartíðni
Sunna Símonardóttir félagsfræðingur sérhæfir sig í rannsóknum á móðurhlutverkinu og íþyngjandi kynjuðum væntingum til kvenna. Hún segir fjölþætt félagsleg ferli hafa áhrif á fæðingartíðni, sem er í sögulegu lágmarki hér á landi.
Fólkið í borginni
Þakklát fyrir tækifæri til að búa á Íslandi
Noemi Ehrat flutti frá Zürich í Sviss til Reykjavíkur til að stunda íslenskunám við Háskóla Íslands. Hún segir lífið hér vera rólegra en í heimalandinu, en borgin iði af menningarlífi og bjóði upp á ýmiss tækifæri til að vera skapandi.
Menning
1
„Þessar nýju byggingar gætu verið svo frábærar“
Reynir Ragnarsson, stjórnmálafræðinemi við HÍ, stofnaði nýverið Instagram-síðuna Arkitektúr á Íslandi og fékk góðar viðtökur. Hann segir markmið verkefnisins vera að auka lýðræðishefð í byggingarlist enda hafi hún áhrif á alla landsmenn.
Viðtal
Kynntist föður sínum eftir að hann dó
Ninja Sif Jónínudóttir hafði aldrei séð föður sinn, en allt í einu stóð hún frammi fyrir jarðneskum leifum hans í kirkjunni.
FréttirHópsmit á Jörfa
„Það er of auðvelt að brjóta sóttkví“
Lilja Guðmundsdóttir er ein fimmtán starfsmanna leikskólans Jörfa sem hafa greinst með breska afbrigði Covid-19 eftir að einstaklingur braut sóttkví eftir landamæraskimun og vill „herða sóttvarnaraðgerðir á landamærum“.
Fólkið í borginni
Sjokk að flytja til Reykjavíkur
Amna Hasecic flutti frá Bosníu til Hafnar í Hornafirði þegar hún var fimm ára. Tvítug flutti hún svo til Reykjavíkur. Í borginni fullorðnaðist hún og myndaði öflugt tengslanet sem hún segir ómetanlegt.
VettvangurEldgos við Fagradalsfjall
„Pílagrímsganga“ að eldgosinu
Mikill fjöldi fólks hefur lagt á sig gönguna að Geldingadölum til að berja gosið augum. Blaðamaður Stundarinnar ræddi upplifun þess við sex þeirra sem öll lýsa henni sem magnaðri.
Fólkið í borginni
Lagði í leiðangur eftir sambandsslit
Kría Mekkín Haraldsdóttir lifði bóhemskum lífsstíl á ferðalagi um heiminn. Draumar um jógakennaranám drógu hana til Kosta Ríka, þar sem hún endaði næstum því á götunni en fann starf sem söngkona. Reynslan kenndi henni að treysta lífinu.
Greining
Britney Spears: Frelsi og fjötrar
Britney Spears skaust upp á himininn sem skærasta poppstjarna þúsaldarinnar. Lólítu-markaðssetning ímyndar hennar var hins vegar byggð á brauðfótum hugmyndafræðilegs ómöguleika. Heimurinn beið eftir því að hún myndi falla. Hún var svipt sjálfræði aðeins tuttugu og sex ára gömul, en #freebritney hreyfingin berst nú fyrir endurnýjun sjálfræðis hennar.
Fólkið í borginni
„Ég er vanur því að allt sé grátt“
Sakaris Emil Joensen flutti til Reykjavíkur frá Færeyjum til að elta drauma sína sem tónlistaframleiðandi.
Úttekt
Öryggi stúdenta ótryggt í vaxandi atvinnuleysi
Félagsefnahagslegar afleiðingar Covid-kreppunnar hafa snert þúsundir landsmanna undanfarið ár. Í vaxandi atvinnuleysi stendur námsfólk utan þess öryggisnets sem aðrir samfélagshópar geta stólað á.
Viðtal
Seldi paprikustjörnur til Kína
Draugur upp úr öðrum draug, fyrsta einkasýning Helenu Margrétar Jónsdóttir, stendur yfir í Hverfisgallerí til 13. mars. Helena leikur sér að víddum. Ofurraunveruleg málverk hennar eru stúdíur í hversdagsleika, formgerð, dýpt og flatneskju. Á verkum hennar má finna klassískt íslenskt sælgæti, eitthvað sem margir teygja sig í þegar þeir eru dálítið þunnir, sem er einkennandi fyrir titilveru sýningarinnar.
Viðtal
„Ég var svo bugaður að mig langaði helst að hefja nýtt líf“
Síðasta árið hefur Vilhelm Neto tekið á kvíðanum og loksins komist á rétt ról á leiklistarferlinum.
Fólkið í borginni
Breytingin verður að byrja hjá okkur sjálfum
Jósep Freyr Pétursson sagði skilið við einkabílinn og hjólar allan ársins hring.
ViðtalDauðans óvissa eykst
Dauðinn veitir manni þolinmæði
Karólína Helga Símonardóttir var enn í sorgarferli vegna föðurmissis þegar eiginmaður hennar varð bráðkvaddur á sama ári. Sorgin kenndi henni að taka lífinu með æðruleysi, enda ráði fólk örlögum sínum ekki sjálft.
Menning
„Markmiðið er að búa til umhverfi þar sem ég get verið að mála“
Halldór Kristjánsson sneri heim úr námi á hápunkti óvissunnar í fyrstu bylgju Covid-19. Hann hefur komið sér fyrir í stúdíóplássi á Nýlendugötu þar sem hann vinnur hörðum höndum að næstu sýningu. Listin hefur alltaf verið æðsta markmið Halldórs, sem segir það vera hápunkt metnaðar síns að geta málað á hverjum degi.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
8
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Viðtal
6
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.