Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Pílagrímsganga“ að eldgosinu

Mik­ill fjöldi fólks hef­ur lagt á sig göng­una að Geld­inga­döl­um til að berja gos­ið aug­um. Blaða­mað­ur Stund­ar­inn­ar ræddi upp­lif­un þess við sex þeirra sem öll lýsa henni sem magn­aðri.

„Pílagrímsganga“ að eldgosinu
Fjölskyldumynd við gosið Eva Ægisdóttir, Gunnar Kristjánsson og Óliver sonur þeirra lögðu á sig gönguna til að sjá gosið, sem þau lýsa sem einstaklega túristavænu.

Þúsundir Íslendinga hafa flykkst að eldgosinu í Geldingadölum síðan það hófst þann 19. maí. Það hefur verið titlað „túristagos“ víða vegna þægilegrar aðkomu og myndrænum eiginleikum. Útlit er fyrir því að gosið sé komið til að vera í dágóðan tíma, en sumir hafa þegar farið oftar en einu sinni. Blaðamaður Stundarinnar ræddi við sex einstaklinga um upplifun þeirra af gosinu. 

Feðgarnir Gunnar og Óliver ásamt Evu Ægisdóttur, matríark fjölskyldunnarFjölskyldan fór saman að gosinu og hinn ellefu ára Óliver stóð sig eins og hetja.

„Brekkusöngurinn verði bara tekinn þarna“

Gunnar Kristjánsson, verkefnastjóri hjá Verkís, segir það hafa verið ómetanlegt að sjá gosið; ekki síst þar sem hann er með mastersgráðu í jarðfræði en átti enn eftir að upplifa eldgos. „Þetta var mögnuð upplifun. Það var kominn tími á að sjá eldgos, sérstaklega þar sem ég missti af Eyjafjallagosinu. Það er eitthvað svo ótrúlegt að verða vitni að svona hlutum. Það er mikil heppni líka að geta upplifað svona túristagos, að geta komið sér vel fyrir og fylgst með því. Maður sér fyrir sér að brekkusöngurinn verði bara tekinn þarna, ef þetta helst og Covid linnir. Það er erfitt að lýsa tilfinningunni við að sjá svona hluti, en það er ótrúlegt hvað náttúran getur gert. 

Óliver, 11 ára, var hress og jákvæður alla leiðina en viðurkennir að hann hafi verið dálítið þreyttur á lokametrunum. Þá var klukkan að nálgast miðnætti og hann hafði gengið 15 kílómetra í misgóðri færð. „Þetta var mjög fallegt. Ég hafði aldrei séð eldgos áður. Gangan var dálítið erfið, en ég kvartaði ekkert fyrr en í endann. Þetta var mjög spennandi og vel þess virði. Maður fær kannski bara að sjá svona einu sinni á lífstíðinni,“ segir Óliver. 

Rakel LeifsdóttirTónlistarkonan lýsir pílagrímsferð að eldgosinu og náttúrufegurð sem hreyfði við viðstöddum.

Pílagrímsför vonar og skilnings

Rakel Mjöll fór að eldfjallinu á sunnudaginn, þann 28. maí. Hún lýsir göngunni að gosinu sem pílagrímsferð og segir mikla jákvæðni hafa einkennt andrúmsloftið í margmenninu. „Það var mikið fjölmenni, en mín upplifun var að þetta væri eins og pílagrímsganga sem fólk lagði í. Orkan á svæðinu var svo mögnuð. Það var svo mikil stemning. Það var enginn að kvarta, sem maður heyrir oftast í fjölmenni. Mér fannst allir vera saman í pílagrímsferð að eldfjallinu. Það var svo mikil von í loftinu og líka svo mikill skilningur fyrir náttúrunni. Maður getur ekkert kvartað þegar maður sér svona fegurð. Á bakaleiðinni byrjaði að snjóa og það var allt í einu orðið glerhált. Þá upplifði ég að allir væru bara skælbrosandi og tóku vel á móti snjóhríðinni, allir enn að hugsa um sína upplifun af því að sjá eldgosið. Það var mikil jákvæðni og þakklæti í loftinu. Þetta var eins og sautjándi júní, engin grátandi börn og enginn að kvarta. Það er ekkert annað hægt þegar maður sér svona fegurð,“ segir Rakel.

Donna Cruz og kærasti hennarDonna hefur farið að gosinu tvisvar, bæði að morgni og að kvöldi til.

Var ekki að nenna en varð agndofa

Donna Cruz fór tvisvar að gosinu. Í fyrra skiptið átti hún ekki von á því að upplifunin yrði jafn mögnuð og raun bar vitni. Hún fór því í annað skipti, við ljósaskipti, og tók kærastann með. „Fyrra skiptið fór ég frekar snemma. Við lögðum af stað klukkan sjö um morgun og vorum komin heim um hádegi. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá var ég ekki alveg að nenna því. Það er svo týpískt að allir missi sig yfir einhverju og svo sé það ekki þess virði. Þegar ég kom að gosinu var ég bara agndofa. Þetta er alveg geggjað. Það er ótrúlega nett að sjá þetta í persónu. Þetta er alvöru upplifun. Það heyrist í gosinu og þetta er ótrúlega fallegt. Það kom samt á óvart hvað leiðin er erfið. Það er mikilvægt að fólk fari vel klætt og vel skóað. Ég fór aftur á sunnudaginn með kærasta mínum og vinum okkar. Við vildum sjá gosið í ljósaskiptum svo við lögðum af stað klukkan fjögur og vorum komin heim um miðnætti. Leiðin var aðeins erfiðari þá. Það var blautt og það snjóaði. Það var líka mjög margt fólk. Það var samt ótrúlega gaman að sjá þetta í myrkri. Þetta er alveg mögnuð upplifun,“ segir Donna.

Rós Kristjánsdóttir Hún ferðaðist með þyrlu að degi til, en vill einnig leggja ferðina á sig fótgangandi að kvöldlagi.

Leigði þyrlu að gosinu

Rós Krisjánsdóttir ferðaðist að gosinu með þyrlu. Hún segir upplifunina hafa verið magnaða, en væri til í að fara aftur fótgangandi. „Við leigðum þyrlu og flugum þannig að gosinu. Það var í raun tvöföld upplifun, að fara í þyrluflug og sjá eldgos. Mér fannst eitt það magnaðasta við þetta að heyra hljóðið í eldgosinu. Það er kraftur náttúrunnar að frussast úr iðrum jarðar. Það er alveg það magnaða við þetta. Ég væri líka til í að ganga að þessu einhvern tímann, jafnvel seinni partinn. Það var mjög bjart þegar við vorum þarna svo maður sá kannski ekki alveg nógu vel skilin. Þetta var samt alveg geggjað í alla staði,“ segir Rós.

Lilja Guðmundsdóttir

Ætluðu á Esjuna

Lilja Guðmundsdóttir fór að gosinu með foreldrum sínum sunnudaginn 21. mars, þegar gosið var nýbyrjað. Hún segir upplifunina hafa verið ótrúlega, enda sé gosið einstaklega ferðamannavænt miðað við það sem hún sá á Fimmvörðuhálsi. „Foreldrar mínir ætluðu að fara upp á Esju, en ég stakk upp á að við myndum bara drífa okkur að gosinu. Þetta var algjör skyndiákvörðun. Við lögðum í Grindavík og gengum þaðan. Það var eins og að labba í skrúðgöngu, það voru svo margir. Gangan var um það bil tveir og hálfur tími hvora leið. Ég var alveg að deyja í fótunum eftir þetta. Þegar við vorum á staðnum var þetta bara svo magnað sjónarspil. Við vorum þarna bara heillengi. Þetta er klárlega með því flottasta sem ég hef séð. Þetta var mögnuð upplifun. Það að vera svona nálægt náttúrunni og valdi hennar. Maður fann bara hitann frá nýja hrauninu. Ég hef aldrei séð hraun flæða svona nema bara í bíómyndum,“ segir Lilja.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Eldgos við Fagradalsfjall

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
4
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
6
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár