Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir rúmlega 8 mánuðum.

„Margfalt meiri kraftur“ í nýja eldgosinu sem teygir sig norðar

Nýja eld­gos­ið í Mera­döl­um er allt að tíu sinn­um öfl­ugra en eld­gos­ið í Geld­inga­döl­um. Sprung­an er um sex kíló­metr­um suð­vest­an við Keili og teyg­ir sig norð­ar.

„Margfalt meiri kraftur“ í nýja eldgosinu sem teygir sig norðar

Nýtt eldgos í Meradölum er bæði norðar, nær Keili og mun kraftmeira en síðasta eldgos. Um 300 metra sprunga með mest 30 metra strókahæð og um 50 rúmmetra flæði á sekúndu, er um 10 kílómetra frá næstu byggð og veldur ekki ógn enn um sinn. Það sem Víðir Reynisson hjá Almannavörnum ríkislögreglustjóra óttast mest er ekki hraunið sjálft heldur aðfarir fólks að því.

Eldgosið vaknaði að ári

320 dögum eftir að hraun sást síðast renna í Geldingadölum spýtist hraun aftur upp úr sprungu sem klýfur nýtt hraunið nyrst í Meradölum. Hraunrennslið virðist við fyrsta mat vera um 50 rúmmetrar á sekúndu, á meðan eldgosið í fyrra var yfirleitt um 8-13 rúmmetrar á sekúndu. Helsti munurinn liggur í því að gosið nú er sprungugos. „Þó þetta sé ekki stórt gos þá er þetta miklu öflugra en gosið sem var í Geldingadölum í fyrra,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur í samtali við RÚV skömmu fyrir klukkan 17 í dag.

Fólk er beðið að varast svæðið. Landsbjörg metur hvort þurfi að rýma eða afmarka svæðið og fólk er sérstaklega varað við gasmengun í lægðum og dældum í landslaginu, helst sunnan við gosið. Ekki hefur verið kynnt hraunfræðilíkan fyrir nýja eldgosið, en svo virðist sem hraun muni á endanum renna til norðurs og að sprungan sé að teygja sig í þá átt. Fyrst þyrfti þó töluvert mikið magn af hrauni að fylla upp í Meradali. Eldgosið er um 10 kílómetrum frá næstu byggð í Vogum á Vatnsleysuströnd til norðausturs og í Grindavík til suðvesturs. Frá sprungunni eru um 20 kílómetrar í byggð í Vallarhverfinu í Hafnarfirði. Ekki er búist við að hraun renni yfir vegi á næstunni. Gasmengun af gosinu mun fyrst um sinn fara til suðurs vegna norðanáttar og því ekki yfir byggð.

Eldgos hafið að nýjuÁ vefmyndavél MBL.is sést hraunið vella upp úr sprungu í gegnum nýrunnið hraun.

Við norðurjaðar hraunsins í fyrra

Hraunið vellur upp úr sprungu sem liggur í Merardölum neðan við og austan gosrása síðasta eldgoss. Sprungan er um tveimur kílómetrum norðaustar en upphaflega í mars í fyrra og hefur verið að opnast til norðurs. Um er að ræða hraungos og staðsetning þess heppileg að því leyti að ekki gýs nærri sjó eða í vatni og þar af leiðandi ekki teljanleg gjóska, sem hefði geta hindrað flugumferð og valdið fleiri röskunum. Eldgosið er því „á góðum stað, eins góðum og það getur verið,“ sagði Jón Svanberg Hjartarson, hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, í samtali við RÚV.

„Við fyrstu sýn er ekki hætta á ferð en mikilvægt er að fylgjast vel með upplýsingagjöf og fyrirmælum Almannavarna,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í færslu á Facebook.

„Þetta er enn annað meinlaust gos“
Páll Einarsson
jarðeðlisfræðingur

„Þetta er enn annað meinlaust gos,“ sagði Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur í samtali við mbl.is skömmu eftir upphaf þess. Hann sagði þó gosið vera „allt öðruvísi“ en í fyrra, þar sem um sé að ræða sprungugos en ekki afmarkaðir gígar.

Hins vegar er ekki útséð um áhrifin og þá ekki síst áhrif hraunrennslis ef gosið varir lengi og/eða af krafti. Gosið virðist hafa færst vel í aukana strax fyrsta klukkutímann.

Nýja eldgosiðSprungan teygir sig til norðurs.

Margfalt meiri kraftur

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, sagði í samtali við RÚV að gosið væri lítið. „Flæðið virðist upp á nokkra rúmmetra á sekúndu, slík framleiðni býr aldrei til neitt nema máttlítil gos.“ Þá sagðist hann efast um að mikil hætta stafi af gosinu. „Ef eykur í uppflæði gossins getur allt gerst,“ tók hann þó fram. 

Mat á hraunflæðinu átti eftir að magnast. Tveimur klukkustundum síðar var gert ráð fyrir að flæðið væri 50 rúmmetrar á sekúndu.

Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands vakti athygli á því eftir rúmlega klukkustundar gos að það hefði þá þegar vaxið.

„Nú er um klukkustund liðin síðan eldgossins við Fagradalsfjall varð fyrst vart. Ljóst er að krafturinn í gosinu er margfalt meiri í upphafi þessa goss heldur en þegar gosið hófst í Geldingadölum,“ segir í færslu hópsins á Facebook.

„Ljóst er að krafturinn í gosinu er margfalt meiri í upphafi þessa goss heldur en þegar gosið hófst í Geldingadölum“
úr færslu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands

„Hraunbreiðan hefur vaxið hratt í dalverpi nyrst í Meladölum og liggur gossprungan upp í hlíðar Meradalahnjúks. Lengdist sprungan verulega fyrsta hálftímann eftir að gossins varð vart og má lauslega áætla að hún sé amk 300-500 metra löng,“ segir í færslu hópsins. Síðar mátu almannavarnir sprungulengdina sem 300 metra.

Samanburður við gamla gíginnHér sést gossprungan norður af gamla gígnum. Fjallið Keilir sést efst lengst til vinstri á myndinni.
Með höfuðborgarsvæðið í baksýnSprungan liggur til norðausturs í beinni línu í átt að höfuðborgarsvæðinu, rétt vestan Keilis sem sést fjærst lengst til hægri á myndinni.

Það sem Víðir hræðist

Almannavarnir biðja fólk að forðast gossvæðið. „Fólk er beðið um að fara með gát og forðast að vera á þessu svæði,“ segir í yfirlýsingunni. Svæðinu hefur þó ekki verið formlega lokað.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum ríkislögreglustjóra, sagðist í samtali við fréttastofu RÚV hræðast reynslu frá fyrra gosi þar sem skipti tugum eða hundruðum fólk sem slasaðist á leiðinni að gosinu. 

„Þetta er lengri ganga að þessu gosi heldur en var að hinu og erfitt að fara þarna um í sjálfu sér. Við sjáum það að hraunið frá fyrra gosinu hefur opnast talsvert og það er svolítið mikill hiti í því. Það er mjög varasamt að reyna að stytta sér leið yfir gamla hraunið.“

„Það er mjög varasamt að reyna að stytta sér leið yfir gamla hraunið.“
Víðir Reynisson
yfirlögregluþjónn almannavarnarsviðs hjá ríkislögreglustjóra

Í fyrra hófst gosið með svipuðum hætti, vestar, í Geldingadölum, og áttu nýjar gosrásir eftir að opnast norðaustar. Nú hefur það teygt sig enn norðar, í áttina að Keili. „Gossprungan er þegar byrjuð að teygja sig út fyrir hraunbreiðuna í átt til norðurs,“ segir í lýsingu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands. 

Bein útsending RÚV af gossvæðinu.

Gosið nærri spástað

Gert hafði verið ráð fyrir því fyrirfram að gosið myndi koma upp milli Geldingadala og Keilis, töluvert norðar. En því hafði einnig verið spáð fyrir síðasta gos.

Í eldgosinu sem stóð yfir í fyrra hafði hraun runnið niður í Merardölum úr gosrásum sem opnast höfðu ofar, í Geldingadölum. Ekki hafði sprunga áður opnast í Merardölum.

Eldgos hófst í Merardölum 19. mars í fyrra en hraun hætti að renna 18. september. Í desember var því formlega lýst loknu.

Veðurstofan hefur gert hraunflæðilíkan sem byggir á fyrri spálíkani. Miðað við spána rennur hraun til suðurs frekar en norðurs og ógnar engum innviðum. „Það skal tekið skýrt fram að óvíst er hvort að styrkur gossins og staðsetning haldist óbreytt allan þennan tíma. Út frá þeim upplýsingum sem liggja fyrir í dag sýnir líkanið engu að síður að ekki er talið líklegt að þetta gos ógni mikilvægum innviðum,“ segir í yfirlýsingu Veðurstofunnar.

Víðir Reynisson hjá almannavörnum er þó ánægður með staðsetninguna. „Út frá því sem ég hef haft áhyggjur af undanfarið leit þetta bara vel út,“ segir Víðir í samtali við RÚV. „Þarna getur gosið mjög lengi án þess að það valdi okkur vandræðum í byggð eða á samgöngumannvirkjum.“

Hraunflæðispá VeðurstofunnarMiðað við fyrstu spá um hraunrennsli yrði þetta dreifingin við 200 daga eldgos.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Samband Bush og Blair og stríðið í Írak
Hlaðvarpið

Sam­band Bush og Bla­ir og stríð­ið í Ír­ak

Per­sónu­leg­ur vin­skap­ur Tony Bla­ir og Geor­ge W. Bush er ekki síst und­ir í um­fjöll­un Dav­id Dimble­by um að­drag­anda Ír­aks­stríðs­ins 2003. Hlað­varp­ið The Fault Line: Bush, Bla­ir and Iraq er vel þess virði að hlusta á, þótt þú telj­ir þig vita flest sem hægt er um stríð­ið.
Þegar framtíðin hverfur má leita skjóls í eldamennsku
GagnrýniHo did I get to the bomb shelter

Þeg­ar fram­tíð­in hverf­ur má leita skjóls í elda­mennsku

List­fræð­ing­ur­inn Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir brá sér í Nor­ræna hús­ið og rýndi í sýn­ingu lista­manna frá Úkraínu.
Njáls saga Einars Kárasonar – með Flugumýrartvisti
GagnrýniNálsbrennusaga og flugumýrartvist

Njáls saga Ein­ars Kára­son­ar – með Flugu­mýr­art­visti

Leik­hús­fræð­ing­ur­inn Jakob S. Jóns­son skellti sér í Borg­ar­nes og sá Ein­ar Kára­son í Land­náms­setrinu.
Fyrirbæri: Miðstöð listamanna og áhugafólks um myndlist
MenningHús & Hillbilly

Fyr­ir­bæri: Mið­stöð lista­manna og áhuga­fólks um mynd­list

Í húsi á Æg­is­göt­unni sem byggt var fyr­ir verk­smiðju eru nú vinnu­stof­ur lista­manna, sýn­ing­ar­sal­ur og vett­vang­ur fyr­ir fólk sem vill kaupa sam­tíma­list beint af vinnu­stof­um lista­manna.
Vel gerlegt að ná verðbólguvæntingunum niður – „Ég hef trú á því og við munum skila því í hús“
Fréttir

Vel ger­legt að ná verð­bólgu­vænt­ing­un­um nið­ur – „Ég hef trú á því og við mun­um skila því í hús“

Það er stað­reynd að mark­að­irn­ir hafa misst trú á að stjórn­völd nái verð­bólg­unni nið­ur á næstu miss­er­um, sam­kvæmt fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. „Við verð­um að gang­ast við því,“ seg­ir hann. Taka þurfi hönd­um sam­an og ná nið­ur verð­bólgu­vænt­ing­un­um.
Lögreglan rannsakar stórfellt brot í nánu sambandi og tilraun til manndráps
Fréttir

Lög­regl­an rann­sak­ar stór­fellt brot í nánu sam­bandi og til­raun til mann­dráps

Lög­regl­an á Suð­ur­nesj­um hef­ur haft til rann­sókn­ar ætl­að stór­fellt brot í nánu sam­bandi og ætl­aða til­raun til mann­dráps frá 25. fe­brú­ar. Karl­mað­ur á fer­tugs­aldri hef­ur ver­ið í gæslu­varð­haldi frá því að mál­ið kom upp.
Loftslagsráðherra og raunveruleikinn
Tryggvi Felixson
Aðsent

Tryggvi Felixson

Lofts­lags­ráð­herra og raun­veru­leik­inn

Formað­ur Land­vernd­ar seg­ir að til að leysa lofts­lags­vand­ann sé nauð­syn­legt að beita meng­un­ar­bóta­regl­unni á alla geira at­vinnu­lífs­ins. Bæði OECD og Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn hafi ít­rek­að bent á að skatt­ar og gjöld á meng­un séu skil­virk­asta leið­in til að ná mark­mið­um í um­hverf­is­mál­um. „Það er löngu tíma­bært að rík­is­stjórn­in og lofts­lags­ráð­herra við­ur­kenni hið aug­ljósa í þess­um mál­um.“
Hefði stutt útlendingafrumvarpið hefði hún verið á landinu
Fréttir

Hefði stutt út­lend­inga­frum­varp­ið hefði hún ver­ið á land­inu

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra skil­ur vel að út­lend­inga­mál séu um­deild en hún seg­ir að á lands­fundi Vinstri grænna hafi eigi að síð­ur kom­ið fram yf­ir­gnæf­andi stuðn­ing­ur við þing­menn hreyf­ing­ar­inn­ar og ráð­herra. Sex þing­menn VG sam­þykktu út­lend­inga­frum­varp dóms­mála­ráð­herra í síð­ustu viku.
Lygar, járnsprengjur og heitt blý
Flækjusagan

Lyg­ar, járn­sprengj­ur og heitt blý

Tveir gaml­ir menn bú­ast til brott­ferð­ar í Banda­ríkj­un­um, Daniel Ells­berg og Jimmy Cart­er, fyrr­ver­andi for­seti. Báð­ir reyndu að bæta heim­inn, hvor á sinn hátt.
Listræn sýn að handan
Viðtal

List­ræn sýn að hand­an

Gjörn­inga­klúbb­inn þarf vart að kynna en hann stofn­uðu Eirún Sig­urð­ar­dótt­ir, Jóní Jóns­dótt­ir og Sigrún Hrólfs­dótt­ir ár­ið 1996 en síð­ast­nefnd hef­ur ekki starf­að með hópn­um síð­an 2016. Í Í gegn­um tíð­ina hef­ur Gjörn­inga­klúbbur­inn sýnt og kom­ið fram á fjölda einka- og sam­sýn­inga úti um all­an heim, já, og brall­að ýmsi­legt í merku sam­starfi við ann­að lista­fólk, eins og marg­ir vita.
Ausa sér yfir ríkisstjórnina vegna vaxtahækkana
Fréttir

Ausa sér yf­ir rík­is­stjórn­ina vegna vaxta­hækk­ana

Nokkr­ir þing­menn létu stór orð falla á Al­þingi í dag eft­ir stýri­vaxta­hækk­un Seðla­banka Ís­lands. Einn þing­mað­ur sagði að rík­is­stjórn­in væri „kjark­laus og verk­stola“ og ann­ar að hún styddi „að­för að al­menn­ingi“. Enn ann­ar sagði að nú þyrfti þing­ið að hefja sig yf­ir „hvers­dags­þras­ið“ og leita sam­eig­in­legra lausna til að rétta við bók­hald rík­is­ins.
Bókatíð
Friðgeir Einarsson
Pistill

Friðgeir Einarsson

Bóka­tíð

Frið­geir Ein­ars­son gerði heið­ar­lega til­raun til að lesa sig inn í sumar­ið. „Ég var bú­inn að upp­hugsa dá­góð­an lista, þeg­ar það fór snögg­lega aft­ur að kólna.“

Mest lesið undanfarið ár

  • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
    1
    Rannsókn

    Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

    Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
  • Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
    2
    Eigin Konur#75

    Fylgdi móð­ur sinni í einka­flug­vél

    Ragn­heið­ur er að­eins 15 ára göm­ul en hún fór með mömmu sinni til Nor­egs með einka­flug­vél að sækja bræð­ur sína. Sam­fé­lags­miðl­ar gera börn­um kleift að tjá sig op­in­ber­lega og hef­ur Ragn­heið­ur ver­ið að segja sína sögu á miðl­in­um TikT­ok. Hún tal­ar op­in­skátt um mál­ið sitt eft­ir að barna­vernd og sál­fræð­ing­ur brugð­ust henni. Hvenær leyf­um við rödd barna að heyr­ast? Í þessu við­tali seg­ir Ragn­heið­ur stutt­lega frá því sem hún er nú þeg­ar að tala um á TikT­ok og hver henn­ar upp­lif­un á ferða­lag­inu til Nor­egs var.
  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    3
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
    4
    Eigin Konur#82

    Fjöl­skyld­an flakk­aði milli hjól­hýsa og hót­ela: Gagn­rýn­ir að barna­vernd skyldi ekki grípa fyrr inn í

    „Ég byrj­aði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eft­ir skóla, því mað­ur vissi aldrei hvar mað­ur myndi vera næstu nótt,“ seg­ir Guð­rún Dís sem er 19 ára. Í við­tali við Eig­in Kon­ur seg­ir hún frá upp­lif­un sinni af því að al­ast upp hjá móð­ur með áfeng­is­vanda. Hún seg­ir að líf­ið hafa breyst mjög til hins verra þeg­ar hún var 12 ára því þá hafi mamma henn­ar byrj­að að drekka. Þá hafi fjöl­skyld­an misst heim­il­ið og eft­ir það flakk­að milli hjól­hýsa og hót­ela. Guð­rún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eft­ir að móð­ir henn­ar op­in­ber­aði sögu sína á YouTu­be. Guð­rún Dís hef­ur lok­að á öll sam­skipti við hana. Guð­rún seg­ir að þó mamma henn­ar glími við veik­indi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagn­rýn­ir starfs­fólk barna­vernd­ar fyr­ir að hafa ekki grip­ið inn í miklu fyrr. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    5
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    6
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Helga Sif og Gabríela Bryndís
    7
    Eigin Konur#80

    Helga Sif og Gabrí­ela Bryn­dís

    Helga Sif stíg­ur nú fram í við­tali við Eig­in kon­ur eft­ir að barns­fað­ir henn­ar birti gerð­ar­dóm í for­sjár­deilu þeirra og nafn­greindi hana og börn­in á Face­book. Helga Sif og börn­in hafa lýst and­legu og kyn­ferð­is­legu of­beldi föð­ur­ins og börn­in segj­ast hrædd við hann. Sál­fræð­ing­ar telja hann engu að síð­ur hæf­an fyr­ir dómi. Nú stend­ur til að færa 10 ára gam­alt lang­veikt barn þeirra til föð­ur­ins með lög­reglu­valdi. Gabrí­ela Bryn­dís er sál­fræð­ing­ur og einn af stofn­end­um Lífs án of­beld­is og hef­ur ver­ið Helgu til að­stoð­ar í mál­inu. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    8
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    9
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    10
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.