Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Fleiri stórframkvæmdir til skoðunar við eldgosið

Hraun­ið dæl­ist nið­ur í Nátt­haga og eru hraun­foss­arn­ir sýni­leg­ir frá þjóð­veg­in­um. Stór­virk­ar vinnu­vél­ar eru á svæð­inu og til skoð­un­ar er að fara í frek­ari fram­kvæmd­ir eft­ir að varn­ar­garð­ar kaf­færð­ust.

Stórvirkar vinnuvélar eru á eldgosasvæðinu við Geldingadali á sama tíma og hraun rennur í fossum niður hlíðina niður í Nátthaga. Hraunfossarnir eru sýnilegir frá Suðurstrandarvegi og flæðir hraunið í átt að veginum. Hraunið hefur kaffært stíflu sem reist var við austurjaðar til að hindra að það rynni niður í Nátthaga, þangað sem það fossar nú. 

Ríkisstjórnin ákvað að 20 milljónir króna yrðu lagðir í að reisa varnargarða ofan við Nátthaga, en jarðfræðingur sagði í kjölfarið að það væri „út í hött“. 

Nú er í skoðun að reisa fleiri stíflur.

Í samtali við RÚV segir Hörn Hrafnsdóttir umhverfis- og byggingaverkfræðingur hjá Verkís, sem stóð að því að reisa fyrri garðana, að vinna verði hratt til að klára aðgerðir til að verja innviði. „Hvort það verði nýjar stíflur, eða betri einangrun við Mílu-strenginn“ segir hún ekki ljóst. „Þetta er að gerast sæmilega rólega þannig að við höfum alveg vikur til stefnu,“ segir hún. 

„Til þess að stöðva hraun að fullu þyrftum við heilt fjall. Þannig að það þarf aðeins að skoða þetta betur og meta betur hve langt eigi að ganga og hvort skoða eigi einhverjar aðgerðir við Suðurstrandarveginn. Það er líka í umræðunni.“ 

Valtari við hraunfossanaHraunið sést flæða niður í Nátthaga.
Jarðýtur á vettvangiFramkvæmdasjóður ferðamannastaða lagði 10 milljónir króna til lagningar á stíg og annarra verkefna á eldgosasvæðinu. Hér eru jarðýtur skammt frá vestari varnargarðinum við fossana sem renna úr Nafnlausadal í Nátthaga.
Eystri varnargarðarnirTilkynnt var um helgina að hraun hefði runnið yfir varnargarðana. Hægra megin á myndinni sést glitta í það sem enn stendur upp úr af þeim.
Vestari varnargarðarÞótt garðarnir hefðu verið hækkaðir í 8 metra hefur hraunflæðið náð yfir þá.

Eftir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti að 20 milljónir króna yrðu lagðar í að reisa varnargarða eftir ráðgjöf verkfræðinga til að freista þess að hindra flæði í Nátthaga sagði Páll Einarsson jarðfræðingur í samtali við Stöð 2 að það væri sóun. 

„Eins og málið lítur út í dag þá virðist þessi framkvæmd vera út í hött. Það hraun sem er að renna þarna það ætlar ekkert að fara þá leið sem menn vilja að það fari,“ sagði hann og taldi lítinn skaða af hraunrennsli yfir veginn. „Þetta er kannski spurning um hvort það verður teppt umferð um Suðurstrandarveg í einhverjar vikur.“

Þá hefur komið fram í máli verkfræðinga og almannavarna að um sé að ræða dýrmæta þekkingarsköpun. Hins vegar kom fram í tilkynningu almannavarna á föstudag að reynsla væri af gerð slíkra garða á Hawaii og Ítalíu. 

Flæðið ofan í NátthagaHér sést hraunflæðið. Lengst til vinstri er vestari varnargarðurinn en hrunrennslið liggur yfir þann austari og niður dalinn.
FossbrúninHraunið rennur hér úr Nafnlausadal niður bratta hlíð. Í gær svifu þar krummar yfir krunkandi svo bergmálaði milli fjallanna yfir hraunstreyminu.
FossarnirHraunið rennur á auknum hraða niður hlíðina í átt til sjávar.
Hraunið í NátthagaSýn ofan af Langahrygg.
Skríður inn í NátthagaHrauntungan teygir sig langt inn í Nátthaga og virðist ekki hafa lokið sér af ef marka má stöðugt flæði niður hlíðina úr Nafnlausa dalnum.
Nálgast veginnUm tveir kílómetrar eru frá hrauntungunni að Suðurstrandarveginum.
Leiðin til sjávarUm kvöldmatarleytið í gær hafði hraunið teygt sig langt inn í Nátthagann og í átt til Suðurstrandarvegar og sjávar.

Stór hrauntjörn teygir sig frá gígnum

Risastór hrauntjörn hefur myndast austan við stóra gosgíginn, sem fræðimenn kalla gíg 5a. Með þessu hefur hraunið myndað sitt eigið miðlunarlón.

Þessu er lýst í færslu frá Eldfjallafræði- og náttúruvárhópi Háskóla Íslands: „Staðsetning tjarnarinnar er slík að hún getur veitt hrauni, í opnum sem og lokuðum flutningsrásum, niður í Meradali, inn í Geldingadali og niður í Nafnlausadal. Jafnframt, þá vellur gjarnan yfir barmana tjarnarinna í mestu kvikustrókahrinunum.“

Slík hrauntjörn er forsendan fyrir því að hraunskjöldur, eða dyngja, myndist.

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir þetta einkenni um að hraunið gæti varað lengur, að því leytinu til að hrauntjörnin hindri varmatap. „Ég býst nú við því að þetta fari þannig að lónið byggi sig upp og hækki og þannig myndi það smátt og smátt kæfa gíg­inn og þá minnk­ar hitatapið jafn­vel ennþá meira,“ segir hann í samtali við mbl.is í dag, þar sem hann spáir því að kvikustrókavirkni minnki í kjölfarið.

Séð af „pallinum“Hraunið vellur úr risastórri tjörn.
Andardráttur gígsinsUm átta mínútur biðu á milli stróka í gígnum 5a í gær.
HrauntjörninHrauntraðir hafa byggst upp og halda hrauntjörn sem flæðir jafnt og þétt til austurs, þaðan sem hraunið rennur síðan niður Nátthaga til suðurs. Hér rofnaði skarð eftir kröftuga skvettu úr gígnum.
Margt um manninnStöðugt flæði fólks er á gosstöðvarnar. Hér er útsýnið af svokölluðum palli, hæð sem liggur nánast umvafin hrauni milli Geldingadala og Merardala.
Flæðið jókstEðlisbreyting varð á eldgosinu í Geldingadölum þegar virknin færðist yfir í lotubundna stróka, sem eru mun mikilfenglegri en gosvirknin var í upphafi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Eldgos við Fagradalsfjall

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár