Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Ég var svo bugaður að mig langaði helst að hefja nýtt líf“

Síð­asta ár­ið hef­ur Vil­helm Neto tek­ið á kvíð­an­um og loks­ins kom­ist á rétt ról á leik­list­ar­ferl­in­um.

„Ég var svo bugaður að mig langaði helst að hefja nýtt líf“

Leikarinn og grínistinn Vilhelm Neto, eða Villi eins og hann er jafnan kallaður, hefur vakið mikla athygli undanfarið. Hann sló rækilega í gegn í sjónvarpi landsmanna um áramótin þegar hann lék í Skaupssenu eftir Hugleik Dagsson. Villi er með mörg járn í eldinum þessa dagana. Hann fer með aðalhlutverkið í skoplegu heimildarháðsþáttunum Hver drap Friðrik Dór? sem sýndir verða á Sjónvarpi Símans í febrúar. Samhliða blómstrandi leiklistarferli er hann hluti af uppistandshópnum VHS, ásamt því að halda úti sagnfræðihlaðvarpinu Já OK

Blaðamaður Stundarinnar hittir Villa á kaffihúsinu Stofunni í miðborg Reykjavíkur. Hann er með hlýja nærveru og hlær nánast allt viðtalið. Hann er líka einlægur og opinn, óhræddur við að ræða alvarlegri stef í tilveru sinni. Hann talar opinskátt um geðræn vandamál og baráttu sína fyrir andlegu heilbrigði. Undanfarið ár hefur hann hefur lagt mikla vinnu í að byggja það upp, með aðstoð sálfræðings á Kvíðameðferðarstöðinni. Kvíðinn …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár