Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Slökkviliðssjóri lýsir brunanum á Bræðraborgarstíg: „Með erfiðari verkefnum sem ég hef lent í á mínum ferli“

Jón Við­ar Matth­ías­son, slökkvi­liðs­stjóri á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, seg­ir að slökkvi­lið­ið hafi áð­ur feng­ið um­sókn fyr­ir rekst­ur gisti­heim­il­is í hús­inu á Bræðra­borg­ar­stíg 1, en veitti nei­kvæða um­sögn. Þrír hafa lát­ið líf­ið og tveir eru á spít­ala eft­ir að hús­ið brann. Jón Við­ar var á vett­vangi og seg­ir að slökkvi­liðs­menn munu fá fé­lags­stuðn­ing vegna upp­lif­un­ar við björg­un­ar­störf­in.

Slökkviliðssjóri lýsir brunanum á Bræðraborgarstíg: „Með erfiðari verkefnum sem ég hef lent í á mínum ferli“
Jón Viðar Matthíasson Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu var á vettvangi brunans við Bræðraborgarstíg 1 í gær. Með áratuga reynslu af slökkvistörfum hefur hann þó sjaldan reynt jafn erfiðar aðstæður. Mynd: Pressphotos

„Við höfum náttúrulega áhyggjur af öllum þeim sem búa við sambærilegar aðstæður og þarna voru,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, sem var á vettvangi brunans á Bræðraborgarstíg 1 í gær, þar sem þrír létust.

Jón Viðar segir slökkviliðið hafa veitt neikvæða umsögn um umsókn fyrri eigenda hússins árið 2014, þegar þeir vildu starfrækja þar gistiheimili. Þar sem húsið er ekki skráð sem gistiheimili voru minni kröfur gerðar til eldvarna.

Alls eru 73 einstaklingar skráðir með lögheimili í húsinu, en Jón Viðar telur útilokað svo margir einstaklingar hafi í raun búið þar. Hann telur eigendur hússins hafa brugðist. Af lýsingum hans á eldsvoðanum er ljóst að aðstæður voru stórhættulegar. Um er að ræða timburhús, sem var steypt að utan, með svokallaðri forskölun. Að auki var steypt yfir bárujárn á hluta hússins.

„Það sem kom okkur í opna skjöldu var hvað eldurinn var ákafur og útbreiddur og mikill. Svo náttúrulega þegar maður fer að rýna í þetta í dag þá kemur í ljós að húsið er einangrað með sagi að hluta til og það hefur töluvert að segja. Það er mikill eldsmatur í því. Það á svo eftir að rýna þetta betur og svo kemur kannski eitthvað í ljós sem maður kemur ekki auga á akkurat núna.“

Féll út um glugga

Hann lýsir því hvernig slökkviliðsmenn hafi þurft að hefja lífbjörgun og síðar þurft frá að hverfa vegna hættu.

„Við fáum fyrst tilkynningu um málið rétt yfir 15:00 og tilkynningin kemur held ég strax í upphafi þar sem vegfarendur verða varir við þetta og það koma líka hringingar frá íbúum hússins. Við komum mjög fljótt á vettvang og hófust þá strax björgunarstörf á þeim sem voru í gluggum íbúðarinnar og sem við náðum út, eða komust sjálfir út. Fólki var bjargað út um glugga á annarri hæð og þriðju hæð. Það var töluvert fall hjá sumum, þannig að þetta var í raun alveg ótrúleg atburðarrás. Það er einn staðfestur látinn á sjúkrahúsi. Hann komst út um glugga.  Ég var á vettvangi og þetta er náttúrulega rosalega erfitt verkefni. Þarna erum við ekki strax að fara í slökkvistarf fyrst eins og almennt er, heldur erum við í lífbjörgun. Svo er grunur um að það séu einstaklingar inni, eftir að búið er að ná út sex aðilum og þá er farið í að leita, hvort við finnum einhvern. Við náum að leita á jarðhæð og annarri hæð, en ekki nema hluta af þriðju hæð því hitinn var orðinn það mikill og óbærilegur. Eins var gólfið farið að gefa sig og farið að hrynja ofan á okkur úr þakinu, svo við þurftum að hörfa til baka. Síðan er í raun og veru slökkvistarfið eftir það framkvæmt töluvert utanhúss, bara í gegnum glugga og í gegnum þakið.“ 

Frá vettvangiFjöldi fólks safnaðist saman og fylgdist með eldsvoðanum.

Veittu neikvæða umsögn á opnun gistihúss

Fram hefur komið að Stundin fjallaði um aðbúnað í húsinu í lok árs 2015, þar sem bent var á að eldhætta væri til staðar. Þá höfðu greinst rakaskemmdir í húsinu, rafmagn virtist illa frágengið og hluti af steyptri klæðningu hrunið utan af því. Stundin ræddi þá við heilbrigðiseftirlit og byggingarfulltrúa Reykjavíkur. Jón Viðar segist ekki hafa fundið upplýsingar um aðkomu slökkviliðs að húsinu undanfarin ár.

„Við höfum verið að fara yfir gagnagrunnana hjá okkur og við alla vega finnum þetta ekki hjá okkur, allavega ekki nýlega. Við náttúrulega vorum að skoða þetta húsnæði fyrir nokkrum árum síðan, meðal annars með erindi frá 2014 þar sem að menn voru að velta fyrir sér að opna gistiheimili. Við vorum með neikvæða umsögn á það út af eldvörnum“

Þrátt fyrir að 73 hafi verið skráðir til búsetu í húsinu eru mun færri íbúar. Hann segir slökkviliðið hafa haft afskipti af 8 manns í húsinu. Húsið var ekki skráð sem gistiheimili. 

„Ég held að í grunninn þá séu ekki 73 sem búa þarna, þetta er einhver leppur til að hafa lögheimilisskráningu en þau búa annars staðar, við vitum bara ekki hvar. Það eina sem við vorum að vinna með í þessu verkefni voru 8 manns, en það getur vel verið að það búi þar fleiri, en engan veginn 73. Annað vitum við í raun ekki. Þegar þú ert farinn að reka gistiheimili þá ertu fallinn undir eldvarnareftirlit sveitafélaganna og þá komum við í heimsókn reglulega og gerum ábendingar, en þú þarft að sækja um leyfi fyrir því.“

Jón Viðar segist ekki vita til þess að takmarkanir séu á fjölda fólks sem leigja má sömu íbúðina og eldvarnareftirlit ekki hafa heimildir til þess að vakta öryggi þeirra. Hins vegar séu strangar reglugerðir á eldvörnum í gistiheimilum, sem þetta húsnæði hefur ekki staðist við fyrri umsókn.

„Þó þú sért að leigja fullt af fólki aðstöðu í einu, þótt þú ættir einhverja íbúð út í bæ og myndir leigja einhverju fólki hana til langtímaleigu þá er það í raun og veru bara eins og hvert annað húsnæði. Mér er ekki kunnugt hvort það séu einhverjar fjöldatakmarkanir, en það gætu verið einhver heilbrigðisákvæði. Það allavega er ekki að tala til eldvarnarþáttar, varðandi íbúðarhúsnæði. Eldvarnareftirlit og íbúðarhúsnæði eiga ekki samleið nema bara þegar þú ert að byggja. Það þarft að uppfylla ákveðin skilyrði hvað varðar eldvarnir, sem er mjög strangt í raun og veru, en það er á skala. Ef þú ert með gistiheimili þá lendir þú í frekari kröfum, því þá erum við að horfa á fólk sem gistir tímabundið og er kannski ekki staðkunnugt. Þá þarf frekari hólfun og frekari viðvaranir. Svo ferðu upp í hótel og þá eru komnar enn frekari kröfur, þar sem dettur inn vatnsúðakerfið og því um líkt. Eldvarnareftirlit sveitafélaganna er ekki með eftirlit með íbúðarhúsnæði, samkvæmt lögum. Menn vilja ekki að opinbert eftirlit sé að detta inn á heimili fólks bara hvenær sem er.“

Eigendur uppfylltu ekki skyldur

Handtekinn á vettvangiÞrír voru handteknir á vettvangi brunans, en einn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Það er karlmaður á sjötugsaldri.

Hann segir eigendur hússins bera ábyrgð á eldvörnum „Varðandi íbúðarhúsnæði og í raun og veru allt húsnæði almennt er það eigandinn sem ber ábyrgð á að uppfylla öll ákvæði laga. Ef þú gerir breytingar á húsnæðinu þarftu í raun og veru að fá nýtt byggingarleyfi og það þýðir að þú kemur með teikningar sem eru unnar af einhverjum verkfræðingum eða arkitekt og það fær síðan rýni hjá byggingarfulltrúa. Slökkviliðið kemur þar inn og rýnir í eldvarnarþáttinn á þeim teikningum. Miðað við grófa úttekt hjá okkur hafa ekki komið neinar breytingar á þessu húsi síðastliðin 20 ár. Sú tilfinning kemur því upp að eigendur séu annað hvort ekki meðvitaðir um sína ábyrgð eða séu að reyna að koma sér undan þessum hlutum. Aftur á móti þegar þú ert komin með atvinnuhúsnæði þá gilda sömu reglur, nema eldvarnareftirlit slökkviliðsins kemur inn sem eftirlitsaðili með reglubundum húsnæði inn í húsið sjálft. Þá erum við í raun og veru að hugsa um öryggi þriðja aðila. Segjum að þú farir í búð og sért að versla, þá átt þú að vera trygg með að þínu öryggi sé ekki ógnað.“

Skýrslan mun fjalla um eftirlit og lög

Jón Viðar telur mögulegt að eyður sé að finna á verkferlum stofnana sem koma að málunum.

„Það verður mjög áhugavert að sjá skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjunarstofnunnar, sem er í raun og veru sú ríkisstofnun sem ber ábyrgð á þessum málaflokk. Þeir eru að taka út okkar störf, þá bæði eldvarnareftirlitið sem heyrir undir slökkviliðið og lífbjörgun. Tilgangurinn með þessari úttekt er að koma með ábendingar til okkar um hvað hefði mátt gera betur og síðan líka að koma með ábendingar eða tilmæli til löggjafarvaldsins um hvort megi breyta lögum eða reglugerðum til þess að ná utan um þessa hluti.“

Í framhaldinu verður hugað að mannskap slökkviliðsins sem tók þátt í aðgerðunum.

„Eftir svona atburð þá erum við náttúrulega bara að reyna að hugsa um mannskapinn okkar, en hugur okkar er náttúrulega hjá þessu fólki og aðstandendum þeirra. Þetta er auðvitað skelfileg upplifun fyrir þau, en ekki síður þau sem létust. Þannig að við erum dálítið bara að reyna að halda utan um okkar fólk. Við erum með félagsstuðning til þess að hjálpa fólki að vinna úr þessu, því menn eru alltaf að gagnrýna sjálfa sig, hvort þeir hefðu átt að gera hlutina öðruvísi, hvort þeir hefðu geta gert betur. Þarna voru menn í endurlífgun á vettvangi líka, þannig að þetta var svona með erfiðari verkefnum sem ég hef lent í á mínum ferli.“

Stundin hefur reynt án árangurs að ná sambandi við eiganda hússins í dag.

Í umfjöllun Stundarinnar í fyrra kom fram að fimm til sjö þúsund manns byggju í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði sem ekki væru ætluð til búsetu og brunavarnir eftir því takmarkaðar.

Karlmaður á sjötugsaldri var í dag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að brunanum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bruninn á Bræðraborgarstíg

Aðvörun um hættuástand Bræðraborgarstígs 1 varð að engu því hún kom ekki frá íbúa
FréttirBruninn á Bræðraborgarstíg

Að­vör­un um hættu­ástand Bræðra­borg­ar­stígs 1 varð að engu því hún kom ekki frá íbúa

Bygg­ing­ar­full­trúa Reykja­vík­ur og Heil­brigðis­eft­ir­liti Reykja­vík­ur barst við­vör­un um bruna­hættu á Bræðr­ar­borg­ar­stíg 1 í apríl fyr­ir ári. Hvor­ug stofn­un­in brást við var­úð­ar­orð­um bréfs­ins þar sem það kom ekki frá íbúa eða hús­eig­anda, en hús­ið brann til kaldra kola í júní.
Upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar um eldsvoðann: „Við berum í raun og veru enga ábyrgð“
ÚttektBruninn á Bræðraborgarstíg

Upp­lýs­inga­stjóri Reykja­vík­ur­borg­ar um elds­voð­ann: „Við ber­um í raun og veru enga ábyrgð“

Um ábyrgð eft­ir brun­ann í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur benda mis­mun­andi að­il­ar inn­an borg­ar­yf­ir­valda hver á ann­an. Upp­lýs­inga­stjóri seg­ir borg­ina ekki bera neina ábyrgð gagn­vart leigj­end­um íbúð­ar­inn­ar, en vel­ferð­ar­svið seg­ir þvert á móti að borg­in beri rík­ar skyld­ur til að að­stoða þá.
Unga parið sem lést í brunanum var að safna fyrir brúðkaupi sínu
FréttirBruninn á Bræðraborgarstíg

Unga par­ið sem lést í brun­an­um var að safna fyr­ir brúð­kaupi sínu

Leigj­end­ur á Bræðra­borg­ar­stíg 1, sem er bruna­rúst­ir eft­ir elds­voða, hafa feng­ið rukk­un vegna leigu í júlí. Einn íbú­inn leit­aði ráð­gjaf­ar vegna inn­heimtusím­tals. Magda­lena Kwi­at­kowska, starfs­mað­ur Efl­ing­ar, seg­ir að unga par­ið sem lést í brun­an­um hafi ver­ið að safna pen­ing­um fyr­ir brúð­kaupi sínu.

Mest lesið

Aníta var send heim með dóttur sína og „ekki einu sinni hálfum sólarhringi seinna er Winter farin“
3
Fréttir

Aníta var send heim með dótt­ur sína og „ekki einu sinni hálf­um sól­ar­hringi seinna er Win­ter far­in“

Aníta Björt Berkeley deil­ir frá­sögn sinni af með­ferð heil­brigðis­kerf­is­ins á veikri dótt­ur sinni, Win­ter. Win­ter dó í nóv­em­ber á síð­asta ári, tæp­lega sjö vikna göm­ul. Aníta seg­ist hafa þurft að berj­ast fyr­ir rann­sókn­um á dótt­ur sinni og að henni hafi ver­ið mætt með ásök­un­um af hálfu lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Dótt­ir henn­ar var út­skrif­uð af spít­al­an­um þrátt fyr­ir mót­bár­ur Anítu og tæp­lega hálf­um sól­ar­hring síð­ar lést hún.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
6
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hvað finnst forsetaframbjóðendunum um stríðið á Gaza?
2
FréttirForsetakosningar 2024

Hvað finnst for­setafram­bjóð­end­un­um um stríð­ið á Gaza?

Fé­lag­ið Ís­land-Palestína sendi for­setafram­bjóð­end­un­um bréf þar sem þeir voru spurð­ir út í af­stöðu þeirra til fram­göngu Ísra­els­hers á Gaza-svæð­inu. Þá voru fram­bjóð­end­urn­ir einnig beðn­ir um að svara því hvernig þeir sæju fyr­ir sér frjálsa Palestínu og hvort þeir muni beita sér fyr­ir frjálsri Palestínu nái þau kjöri.
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
3
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
6
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“
Ráðherrum ítrekað bent á að gjöf Haraldar stæðist ekki skoðun
7
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ráð­herr­um ít­rek­að bent á að gjöf Har­ald­ar stæð­ist ekki skoð­un

Upp­lýs­ing­ar úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu styðja ekki þá full­yrð­ingu Bjarna Bene­dikts­son­ar að ráðu­neyt­ið teldi rík­is­lög­reglu­stjóra hafa haft heim­ild til „út­færslu samn­inga“ sem sagð­ir eru gjafa­gjörn­ing­ar. Í ráðu­neyt­inu voru þvert á móti veru­leg­ar efa­semd­ir um að sam­komu­lag­ið stæð­ist. Ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og lög­reglu­stjór­ar töldu rétt að skoða hvort Har­ald­ur hefði brot­ið lög.
Grátrana sást á Vestfjörðum
8
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu