„Orðspor Samherja er laskað og það er vegna framgöngu fyrirtækisins. Auðvitað hefur það áhrif á traust til þess,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í svari sínu til Stundarinnar aðspurð um orð sjávarútvegsráðherra Noregs, Odd Emil Ingebrigtsen, að Samherji væri með „lélegt“ eða „laskað orðspor“ vegna Namibíumálsins. Noregur ákvað að herða reglur um eftirlit með erlendu eignarhald í norskum sjávarúvegi vegna Samherja samkvæmt fréttum í norska blaðinu Dagens Næringsliv.
Orðrétt sagði ráðherann norski um Samherja: „Þetta er fyrirtæki sem er með orðspor sem hefur beðið skaða. Norska landhelgisgæslan hefur oft þurft að hafa afskipti af skipum sem þeir eiga, en þetta er auðvitað ekki heppilegt. Horfa þarf betur á slík mál þegar staðfestingar á eigendabreytingum í sjávarútvegi eru teknar fyrir í framtíðinni.“
Samherji svaraði orðum ráðherrans norska í sömu grein og sagðist blaðið vera ósátt og undrandi á orðum hans. „Okkar mat er alls ekki að orðspor okkar sé laskað hjá …
Athugasemdir