Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, segist ekki vita hvaða islensku stjórnmálamenn það voru sem þrýstu á færeysk stórnvöld vegna breytinga á lagasetningu um erlent eignarhald í sjávarútvegi árið 2017.
Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Færeyja, Høgni Hoydal, greindi frá þessum þrýstingi frá íslenskum þingmönnum, meðal annars einhverjum ónafngreindum ráðherra, í færeyskum fréttaþætti fyrr í apríl. Eins og komið hefur fram eru íslensk útgerðarfyrirtæki, sérstaklega Samherji, stórir eigendur hlutabréfa í sjávarútvegsfyrirtækjum í Færeyjum.
Athugasemdir