Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Konurnar af Laugalandi óska eftir fundi með forsætisráðherra

Í yf­ir­lýs­ingu sem send var á fjöl­miðla óska kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi eft­ir því að rík­is­stjórn­in fram­fylgi eig­in sam­þykkt um að rann­sak­að verði af fullri al­vöru hvort þær hafi orð­ið fyr­ir of­beldi og illri með­ferð þar.

Konurnar af Laugalandi óska eftir fundi með forsætisráðherra
Vilja fund með Katrínu Konur sem stigið hafa fram og borið að þær hafi verið beittar ofbeldi og harðræði á meðferðarheimilum í Eyjafirði hafa óskað eftir fundi með forsætisráðherra til að ræða málið.

Konur sem stigið hafa fram og lýst því að þær hafi verið beittar harðræði og ofbeldi þegar þær voru vistaðar á meðferðarheimilinu Laugalandi, áður Varpholti, á árunum 1997 til 2007 hafa óskað eftir fundi með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Óskin um fund er lögð fram vegna vonbrigða kvennanna með framgang rannsóknar málsins og viðbragðaleysis Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra.

Stundin greindi frá því í gær að konurnar telji að verið sé að þagga mál þeirra niður. Þær upplifi að fátt eða ekkert hafi gerst í rannsókn þeirri sem ríkisstjórnin samþykkti , að tillögu Ásmundar Einars, á því hvort þær hefðu sætt illri meðferð, andlegu eða líkamlegu ofbeldi, á meðan þær voru vistaðar á meðrferðarheimilinu. Ríkisstjórnin samþykkti að rannsóknin færi fram 19. febrúar síðastliðinn en síðan þá hafa konurnar ekkert heyrt frá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar, sem fer með rannsóknina. Þá hefur beiðni þeirra um fund með Ásmundi Einari ekki verið svarað, nú nítján dögum eftir að hún var send.

Konurnar hafa jafnframt sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:

Yfirlýsing frá konunum sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu Laugalandi, áður Varpholti, á árunum 1997 til 2007

Þann 19. febrúar síðastliðinn samþykkti ríkisstjórnin tillögu Ásmundar Einars Daðasonar félags- og barnamálaráðherra um að rannsaka hvort við konurnar sem vistaðar vorum á Laugalandi, áður Varpholti, á árunum 1997-2007 hefðum sætt illri meðferð, andlegu eða líkamlegu ofbeldi. 

Við fögnuðum niðurstöðunni og við upplifðum að loksins var á okkur hlustað eftir áralanga þöggun, yfirhylmingu og aðgerðarleysi yfirvalda gagnvart okkur. 

Ásmundur ákvað að fela Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar (GEF) að rannsaka málið. 

Fyrir samþykki tillögunnar höfðum við átt tvo fundi með Ásmundi og aðstoðarmanni hans, Sóleyju Ragnarsdóttur lögfræðingi, sem við vorum allar sáttar með. Við upplifðum að þeim væri umhugað um mál okkar og einlægur vilji væri til þess að rannsaka það af alvöru.  Ásmundur tók það sérstaklega fram  að við gætum haft samband við sig, eða Sóleyju, hvenær sem væri í þessu ferli og óskað eftir fundi eða upplýsingum. 

Núna tæpum tveimur mánuðum síðar hefur engin okkar heyrt neitt frá GEF, að frátöldu svari við tölvupósti sem ein af okkur sendi. 

Í svari stofnarinnar til blaðamanns Stundarinnar kom fram að vinna væri ekki hafin við að rannsaka mál okkar og að stofnunin myndi sinna rannsókninni samhliða öðrum verkefnum. 

Það er reiðarslag fyrir okkur sem höfum staðið í þessari baráttu, séð okkur knúnar til þess að fara með mjög persónuleg mál fram fyrir alþjóð í þeirri von að á okkur verði hlustað, okkur trúað  og að við fáum það ofbeldi sem við máttum sæta viðurkennt. 

Það slær okkur að GEF eigi að  sinna rannsókninni samhliða mörgum öðrum verkefnum. Ef miðað er við fyrri mál þar sem starfshættir svipaðra heimila voru rannsakaðir má ætla að rannsóknin verði umfangsmikil. 

Það gefur okkur ekki miklar vonir að heyra að það hafi ekki verið sett á laggirnar sérstakt teymi innan stofnunarinnar eða fenginn aukinn mannskapur til að koma að rannsókninni. 

Okkur líður eins og rannsókn málsins sé ekki gerð af neinni alvöru eða hafi forgang. Við konurnar sem vorum beittar ofbeldi á meðferðarheimilinu sjáum ekki betur en að meðferð málsins sé ekki í neinu samræmi við þau loforð sem okkur voru gefin. 

Þann 25. mars síðastliðinn sendi Gígja Skúladóttir tölvupóst fyrir hönd hópsins til Ásmundar og Sóleyjar þar sem við óskuðum eftir fundi vegna þess að við höfum áhyggjur af framgang mála. 

Einnig sendum við fyrirspurnir varðandi rannsóknina, til dæmis varðandi tímaramma, hverjir koma að henni, hvað verður gert við upplýsingarnar o.s.frv. Þeim tölvupósti hefur enn ekki verið svarað núna 19 dögum síðar. 

Við óskum eftir að ríkisstjórnin framfylgi því sem hún samþykkti þann 19. febrúar og rannsaki mál okkar kvennanna af alvöru.

Við óskum eftir því að ríkisstjórnin sjái til þess að rannsóknin verði sett í forgang en mæti ekki afgangi. 

Við óskum einnig eftir því að upplýsingum varðandi rannsóknina verði komið til skila til okkar enda er um að ræða viðkvæm og persónuleg mál sem varða okkur.

Alexandra Magnúsdóttir

Ásta Önnudóttur

Brynja Skúladóttir 

Gígja Skúladóttir 

Gyða Dögg Jónsdóttir

Harpa Særós Magnúsdóttir

Hrafnhildur Jóhannesdóttir 

Katrín Alexandra

Kolbrún Þorsteinsdóttir

María Ás Birgisdóttir 

Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík

Tinna Pálsdóttir 



Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Laugaland/Varpholt

Vilja fá allt ofbeldið viðurkennt
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt of­beld­ið við­ur­kennt

Kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og Laugalandi eru ósátt­ar við þá nið­ur­stöðu að ekki séu vís­bend­ing­ar um að þar hafi ver­ið beitt al­var­legu eða kerf­is­bundnu lík­am­legu of­beldi. Vitn­is­burð­ur á þriðja tug kvenna um að svo hafi ver­ið sé að engu hafð­ur í skýrslu um rekst­ur með­ferð­ar­heim­il­is­ins.
Stelpurnar af Laugalandi skila skömminni
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Stelp­urn­ar af Laugalandi skila skömm­inni

65 börn voru vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu í Varp­holti og á Laugalandi á ár­un­um 1997 til 2007. Þar voru þau beitt kerf­is­bundnu and­legu of­beldi auk þess sem fjöldi þeirra lýs­ir því að hafa ver­ið beitt lík­am­legu of­beldi. Sex­tán kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu stíga nú fram og skila skömm­inni þang­að sem hún á heima, til for­stöðu­hjóna heim­il­is­ins á þess­um tíma, starfs­fólks og barna­vernd­ar­yf­ir­valda sem brugð­ust þeim.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár