Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Bragi beitti sér gegn því að ráðuneytið kannaði ábendingar um ofbeldi

Fyrr­ver­andi for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu, Bragi Guð­brands­son, hvatti fé­lags­mála­ráð­herra til að gera sem minnst úr ásök­un­um á hend­ur for­stöðu­manni með­ferð­ar­heim­il­is­ins Lauga­lands, Ingj­aldi Arn­þór­syni, við fjöl­miðla. Þá lagð­ist hann einnig gegn því að fé­lags­mála­ráðu­neyt­ið afl­aði gagna um mál­ið.

Bragi beitti sér gegn því að ráðuneytið kannaði ábendingar um ofbeldi
Vildi að ráðherra gerði sem minnst úr málinu Bragi hvatti eindregið til þess að Jóhanna Sigurðardóttir, þáverandi félagsmálaráðherra, myndi gera sem minnst úr ásökunum um ofbeldi Ingjaldar við fjölmiðla. Mynd: DV / Sigtryggur Ari

Bragi Guðbrandsson, þáverandi forstjóri Barnaverndarstofu, lagðist hart gegn því að félagsmálaráðuneytið aflaði upplýsinga um málefni meðferðarheimilisins Laugalands þegar fram komu ábendingar um að forstöðumaður heimilisins, Ingjaldur Arnþórsson, beitti stúlkur sem þar voru vistaðar ofbeldi. Þá hvatti hann til þess að félagsmálráðherra ætti að gera sem minnst úr málinu.

Í ágústmánuði árið 2007, nánar tiltekið hinn 23., sendi Haukur Arnþórsson, bróðir Ingjalds, tölvupóst á Braga og á félagsmálaráðuneytið. Efni tölvupóstins voru áhyggjur Hauks af meðferð Ingjalds á skjólstæðingum sínum, en einnig framgöngu hans í garð fyrrverandi konu sinnar, Áslaugar Brynjarsdóttur, og barna þeirra.

Hrannar B. Arnarsson

Aðfaranótt 24. ágúst, klukkan 00:35, sendi Bragi tölvupóst á Hrannar B. Arnarson, aðstoðarmann félagsmálaráðherra sem þá var Jóhanna Sigurðardóttir. Með tölvupóstinum fylgdi minnisblað Braga um tölvupóst Hauks varðandi Ingjald. „Eins og kemur fram í minnisblaðinu tel ég að ráðherra eigi að gera sem minnst úr málinu við fjölmiðla ef þess er nokkur kostur. Hér er um fjölskylduharmleik að ræða sem Haukur hefur enga heimild til að fjalla um opinberlega. Ég tel að ráðuneytið eigi alls ekki að afla frekari upplýsinga um málið enda ekkert sem rökstyður slíka ákvörðun. Slík ákvörðun myndi einfaldlega þykja fréttnæm og kalla á [svo] sem síðan væru fréttnæm og halda hringekjunni gangandi,“ skrifaði Bragi.  

„Kaerar takkir! Tu hefur lokad tessu mali med style!“
Hrannar B. Arnarsson
aðstoðarmaður félagsmálaráðherra

Daginn eftir sendi Bragi annan tölvupóst á Hrannar en um morguninn hafði DV birt umfjöllun um málefni Laugalands og Ingjalds. Í þeim tölvupósti fullyrðir Bragi að hann hafi fengið það staðfest hjá Daníel Guðjónssyni, yfirlögregluþjóni á Akureyri, að Ingjaldur hafi aldrei verið kærður vegna líkamsárásar, líkt og sagði í DV. Með hvaða umboði Bragi sótti þær upplýsingar til lögreglunnar kemur ekki fram. Þá segir einnig að Bragi hafi rætt við Helgu Hannesdóttur geðlækni, sem kannaðist við að Haukur hefði hringt í hann og rætt málefni Ingjalds og Áslaugar. Það sem Haukur hafi hins vegar eftir henni í bréfi sínu kannist hún ekki við og segir það hans eigin hugarburð.

Þessu bréfi svarar Hrannar fimm mínútum síðar með skilaboðunum: „Kaerar takkir! Tu hefur lokad tessu mali med style!“

 Í Stundinni í dag er ítarlega fjallað um málefni meðferðarheimilisins Laugalands, ásakanir á hendur Ingjaldi um ofbeldi og yfirgang, og hvernig Bragi beitti sér til varnar honum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Varnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt ofbeldið viðurkennt
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt of­beld­ið við­ur­kennt

Kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og Laugalandi eru ósátt­ar við þá nið­ur­stöðu að ekki séu vís­bend­ing­ar um að þar hafi ver­ið beitt al­var­legu eða kerf­is­bundnu lík­am­legu of­beldi. Vitn­is­burð­ur á þriðja tug kvenna um að svo hafi ver­ið sé að engu hafð­ur í skýrslu um rekst­ur með­ferð­ar­heim­il­is­ins.
Stelpurnar af Laugalandi skila skömminni
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Stelp­urn­ar af Laugalandi skila skömm­inni

65 börn voru vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu í Varp­holti og á Laugalandi á ár­un­um 1997 til 2007. Þar voru þau beitt kerf­is­bundnu and­legu of­beldi auk þess sem fjöldi þeirra lýs­ir því að hafa ver­ið beitt lík­am­legu of­beldi. Sex­tán kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu stíga nú fram og skila skömm­inni þang­að sem hún á heima, til for­stöðu­hjóna heim­il­is­ins á þess­um tíma, starfs­fólks og barna­vernd­ar­yf­ir­valda sem brugð­ust þeim.
Skýrslan um Laugaland: Stúlkurnar voru beittar kerfisbundnu og alvarlegu andlegu ofbeldi
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Skýrsl­an um Lauga­land: Stúlk­urn­ar voru beitt­ar kerf­is­bundnu og al­var­legu and­legu of­beldi

Nið­ur­staða skýrslu Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un­ar vel­ferð­ar­mála slær því föstu að stúlk­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu hafi ver­ið beitt­ar and­legu of­beldi. Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem rætt var við lýsti því að hafa ver­ið beitt­ar lík­am­legu of­beldi og fjöldi til við­bót­ar stað­festi að hafa orð­ið vitni að slíku. Barna­vernd­ar­stofa brást hlut­verki sínu.
„Þetta er áframhaldandi ofbeldi“
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

„Þetta er áfram­hald­andi of­beldi“

Kona sem vist­uð var á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og ber að hafa ver­ið beitt of­beldi af Ingj­aldi Arn­þórs­syni, for­stöðu­manni þar, seg­ir vinnu­brögð nefnd­ar sem rann­saka á heim­il­ið fyr­ir neð­an all­ar hell­ur. Aldrei hafi ver­ið haft sam­band við hana til að upp­lýsa um gang mála eða kanna líð­an henn­ar. „Mér finnst að það hefði átt að út­vega okk­ur sál­fræði­þjón­ustu,“ seg­ir Anna María Ing­veld­ur Lar­sen. Hún hef­ur misst alla trú á rann­sókn­inni.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu