Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Samherji notaði sex milljarða frá Kýpur og Afríku til að kaupa kvóta og fiskvinnslu á Akureyri

Stór­felld­ar lán­veit­ing­ar Sam­herja frá Kýp­ur til fé­laga á Ak­ur­eyri sína hvernig pen­ing­arn­ir kom­ast til Ís­lands frá fisk­mið­un­um í Afr­íku sem Sam­herji hef­ur hagn­ast svo vel á.

Samherji notaði sex milljarða frá Kýpur og Afríku til að kaupa kvóta og fiskvinnslu á Akureyri
Fjármagnað frá Kýpur Kaup Samherja á Útgerðarfélagi Akureyringa voru meðal annaars fjármögnuð með láni frá Esju Seafood á Kýpur upp á um sex milljarða króna áarið 2016. Hér sést frystihús ÚA á Akureyri. Mynd: Davíð Þór

Útgerðarfélagið Samherji fjármagnaði kaup á kvóta og fiskvinnslu útgerðarfélagsins Brims á Akureyri meðal annars með sex milljarða króna láni frá eignarhaldsfélagi Samherja á Kýpur, Esju Seafood. Þessar eignir fengu nafnið Útgerðarfélag Akureyringa og rekur Samherji þeir undir þessu heiti í dag. Fyrirtækið á Kýpur, sem meðal annars var líka notað til að greiða mútur til fyrirtækisins Tundavala Invest í Dubaí í skiptum fyrir kvóta, lánaði Útgerðarfélagi Akureyringa rúmlega 46 milljónir dollara, sex milljarða króna, árið 2016. Greint var frá láninu frá Esju Seafood til Útgerðarfélags í Kveik í síðustu viku.  

Sama ár gerði Útgerðarfélag Akureyringa upp langtímaskuldir upp á 57 milljónir evra, eða rúmlega 8 milljarða króna, við ótilgreindan aðila. 

Þetta lán sýnir ennþá betur þá hringrás fjármuna innan samstæðu Samherja sem Stundin fjallar meðal annars um í greinaröðinni Heimavígi Samherja. Samherji aflar fjár með stórfelldum fiskveiðum í Afríku, fiskurinn er seldur í gegnum Kýpur og svo rata fjármunirnir meðal annars til Íslands með lánveitingum og eru svo notaðir þar til að kaupa eignir, eins og til dæmis kvóta. 

Eignuðust 2,6 prósent kvótans í viðskiptunum

Þessi ótilgreindri aðili er að öllum líkindum Landsbankinn en Samherji yfirtók skuldir  Brims við bankann þegar útgerðin keypti eignirnar árið 2011 og var stór hluti 14,6 milljarða króna kaupverðisins greiddur með þess konar yfirtöku skulda.  Stærsti hluti kaupverðsins var byggður á verðmati 5.900 þorskígildistonna af kvóta sem skipti um hendur í viðskiptunum. Kvótinn var seldur á 2.500 krónur kílóið fyrir 10 árum en í dag er gangverðið á kvóta á markaði miðað við 3.500 krónur kílóið. Um var að ræða 2,6 prósent heildarkvótans við Ísland. 

Viðskiptin vöktu mikla athygliViðskipti Samherja og Brims vöktu mikla athygli árið 2011. Hér sjást Þorsteinn Már Baldvinsson og Guðmundur Kristjánsson saman á mynd þegar gengið var frá sölunni á eignunum.

Í fréttum um söluna á sínum tíma kom fram að allt kaupverðið byggði á verðmati þessa kvóta Brims en að aðrar eignir, eins og fiskvinnslan á Akureyri, hefðu fylgt með í kaupunum, sem og tveir togarar sem kvótinn var á. Samherji greiddi 3,5 milljarða í reiðufé í sölunni og rann það fé til skilanefndar Glitnis til að grynnka á skuldum Brims við það fyrirtæki. Yfirtaka skulda við Landsbankann nam því um 11 milljörðum króna. 

Í ársreikningi Útgerðarfélags Akureyringa árið 2011, sama ár og kaupin af Brimi áttu sér stað, kom fram að langtímaskuldir félagsins næmu 10,9 milljörðum króna og að 8,7 milljarðar króna væru á gjalddaga árið 2016.  Eftir að viðskiptin áttu sér stað var tryggingarbréfum þinglýst á eignir Útgerðarfélags Akureyringa þar sem fram kom að Landsbankinn ætti veð í þeim. 

Veðsetning frá LandsbankanumEignir Útgerðarfélags Akureyringa voru veðsettar Landsbankanum eftir að Brim seldi þær þar sem Samherj tók yfiir lán félagsins.

Bæjarstjórnin ályktaði um kaupin

Eignirnar sem Samherji keypti í þessum viðskiptum eru sögulega mikilvægar á Akureyri því þær voru áður í eigu bæjarútgerðar Akureyrar og Kaupfélags Eyfirðinga, KEA. Vilhelm Þorsteinsson, faðir Kristjáns Vilhelmssonar annars stofnanda Samherja, var framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa frá 1965 til 1992 þegar útgerðin var í eigu bæjarins og kaupfélagsins. Útgerðin varð svo eign Brims í byrjun aldarinnar en fór til Samherja 2011. 

Viðskipti Samherja og Brims vöktu það mikla athygli að bæjarstjórn Akureyrar  fagnaði þeim sérstaklega með ályktun. „Mál er að deilum um fiskveiðistjórnunarkerfið ljúki með samkomulagi og málamiðlun. Úrbætur í atvinnu- og kjaramálum við núverandi aðstæður þola ekki bið. Bæjarstjórn hvetur stjórnvöld til þess að skapa sjávarútvegnum traustan rekstrargrundvöll og öryggi til framtíðar. Það er ein af mikilvægum forsendum sóknar í atvinnumálum við Eyjafjörð og í sjávarbyggðum landið um kring,“ sagði í henni. 

MótsögnÞorsteinn Már hefur þrætt fyrir að Samherji hafi selt fisk frá Kýpur jafnvel þó það standi í ársreikningum félaga Samherja áa Kýpur.

Seldi fisk fyrir 20 milljarða

Eins og kom fram í Kveik á fimmtudaginn þá hefur Samherji notað félög á Kýpur til að selja fisk sem fyrirtækið hefur veitt í Afríku, meðal annars í Máritaníu og Marokkó og síðar í Namibíu. Árin 2010 og 2011 seldi Esja Seafood, sem þá hét Katla Seafood, fisk fyrir samtals 150 milljóna dollaraa eða um 20 milljarða íslenskra króna. Þetta félag Katla Seafood hafði áður verið skráð í skattaskjólinu Belís í Mið-Ameríku en var flutt til Kýpur árið 2010 líkt og Kveikur sagði frá. 

Ástæða þess að Samherji vildi vera með fisksölufyrirtæki á Kýpur kemur fram í tölvupósti frá Baldvini Þorsteinssyni, syni Þorsteins Más Baldvinssonar, sem sendur var til samstarfsmanna hans í Samherja árið 2009. Stundin sagði frá þessum tölvupósti árið 2019. 

„Með því að draga úr hagnaði þar og láta hagnaðinn myndast hjá sölufyrirtækinu þá tækist okkur að auka hagnað heildarinnar.“
Baldvin Þorsteinsson

Hagstætt að selja fisk frá Kýpur

Í póstinum sagði Baldvin: „Með því að búa til hagnað innan sölufyrirtækisins Kötlu Seafood getum við lækkað skiptahlut sjómanna og stjórnað betur á hvaða verðum við gerum upp. Tilgangurinn er eftirfarandi: Að búa til hagnað innan sölufyrirtækisins þar sem enginn skattur er á hagnað fyrirtækisins. Við teljum Kýpur vera rétta landið. […] Með því að draga úr hagnaði þar og láta hagnaðinn myndast hjá sölufyrirtækinu þá tækist okkur að auka hagnað heildarinnar. Þetta teljum við nokkuð snyrtilega leið til að draga úr skattgreiðslum.“

Tölvupóstur Baldvins, og upplýsingarnar um söluna á fisknum frá Kýpur úr Kveik, er merkilegur meðal annars fyrir þær sakir að Þorsteinn Már Baldvinsson hefur neitað því að Samherji hafi selt fisk frá Kýpur. Í samtali við Stundina í febrúar 2019 sagði hann:   „Við stofnuðum aldrei sölufyrirtæki á Kýpur og það er alveg ljóst hvar sölufyrirtæki Samherja eru.“

 Í ásreikningum Esju Seafood er sala á fiski hins vegar sögð vera einn helsti tilgangur félagsins: „Helsti tilgangur fyrirtækisins hélt áfram að vera sala á fiski, framleiga á fiskiskipum, eignarhald á langtímafjárfestingum og fjármögnun dótturfélaga og annarra tengdra félaga,“ segir í ársreikningnum 2014. 

Fyrirtækið á Kýpur lánaði svo fé til Útgerðarfélags Akureyringa sem notað var til að greiða hluta kaupverðs þeirra eigna Brims sem Samherji keypti á Akureyri árið 2011 en lauk ekki við að greiða fyrr en 2016, líkt og stendur í ársreikningum útgerðarinnar. Þetta sama fyrirtæki á Kýpur lánaði svo enn frekara fé til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og fékk þannig 20 prósent afslátt af íslenskum krónum. 

Útgerðarfélag Akureyringa á einnig 11,9 prósenta hlut í Greiðri leið ehf. en það fyrirtæki á og rekur Vaðlaheiðargöng á milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals.  Samherji hefur því bæði fjárfest í lykileignum á Akureyri í gegnum Útgerðarfélag Akureyringa sem og í innviðum eins og Vaðlaheiðargöngum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Áhrif Namibíumálsins á íbúa Akureyrar: „Fólki þykir almennt rosalega vænt um Samherja“
RannsóknHeimavígi Samherja

Áhrif Namib­íu­máls­ins á íbúa Ak­ur­eyr­ar: „Fólki þyk­ir al­mennt rosa­lega vænt um Sam­herja“

Hvaða áhrif hef­ur það á 20 þús­und manna sam­fé­lag á Ís­landi þeg­ar stærsta fyr­ir­tæk­ið í bæn­um, út­gerð sem veit­ir rúm­lega 500 manns vinnu og styrk­ir góð mál­efni um allt að 100 millj­ón­ir á ári, er mið­punkt­ur í al­þjóð­legri spill­ing­ar- og saka­mál­a­rann­sókn sem teyg­ir sig víða um heim? Stund­in spurði íbúa Ak­ur­eyr­ar að þess­ari spurn­ingu og kann­aði við­horf íbúa í Eyja­firði og á Ís­landi öllu til Sam­herja­máls­ins í Namib­íu. Rúmt ár er lið­ið frá því mál­ið kom upp og nú liggja fyr­ir ákær­ur í Namib­íu gegn með­al ann­ars Sam­herja­mönn­um og embætti hér­aðssak­sókn­ara og skatt­rann­sókn­ar­stjóri eru með mál­ið til með­ferð­ar á Ís­landi.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Heimavígi Samherja

Þorsteinn Már og Helga skulduðu fyrirtækjum Samherja í Belís og Kýpur milljónir án gjalddaga
FréttirHeimavígi Samherja

Þor­steinn Már og Helga skuld­uðu fyr­ir­tækj­um Sam­herja í Belís og Kýp­ur millj­ón­ir án gjald­daga

Árs­reikn­ing­ar fé­laga Sam­herja á Kýp­ur sýna inn­byrð­is við­skipti við Þor­stein Má Bald­vins­son og Helgu Stein­unni Guð­munds­dótt­ur. Þau voru sekt­uð vegna brota á gjald­eyr­is­hafta­lög­un­um eft­ir hrun­ið vegna milli­færslna inn á reikn­inga þeirra en þær sekt­ir voru svo aft­ur­kall­að­ar vegna mistaka við setn­ingu lag­anna.

Mest lesið

Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
2
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
4
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
6
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár