Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Samherji notaði sex milljarða frá Kýpur og Afríku til að kaupa kvóta og fiskvinnslu á Akureyri

Stór­felld­ar lán­veit­ing­ar Sam­herja frá Kýp­ur til fé­laga á Ak­ur­eyri sína hvernig pen­ing­arn­ir kom­ast til Ís­lands frá fisk­mið­un­um í Afr­íku sem Sam­herji hef­ur hagn­ast svo vel á.

Samherji notaði sex milljarða frá Kýpur og Afríku til að kaupa kvóta og fiskvinnslu á Akureyri
Fjármagnað frá Kýpur Kaup Samherja á Útgerðarfélagi Akureyringa voru meðal annaars fjármögnuð með láni frá Esju Seafood á Kýpur upp á um sex milljarða króna áarið 2016. Hér sést frystihús ÚA á Akureyri. Mynd: Davíð Þór

Útgerðarfélagið Samherji fjármagnaði kaup á kvóta og fiskvinnslu útgerðarfélagsins Brims á Akureyri meðal annars með sex milljarða króna láni frá eignarhaldsfélagi Samherja á Kýpur, Esju Seafood. Þessar eignir fengu nafnið Útgerðarfélag Akureyringa og rekur Samherji þeir undir þessu heiti í dag. Fyrirtækið á Kýpur, sem meðal annars var líka notað til að greiða mútur til fyrirtækisins Tundavala Invest í Dubaí í skiptum fyrir kvóta, lánaði Útgerðarfélagi Akureyringa rúmlega 46 milljónir dollara, sex milljarða króna, árið 2016. Greint var frá láninu frá Esju Seafood til Útgerðarfélags í Kveik í síðustu viku.  

Sama ár gerði Útgerðarfélag Akureyringa upp langtímaskuldir upp á 57 milljónir evra, eða rúmlega 8 milljarða króna, við ótilgreindan aðila. 

Þetta lán sýnir ennþá betur þá hringrás fjármuna innan samstæðu Samherja sem Stundin fjallar meðal annars um í greinaröðinni Heimavígi Samherja. Samherji aflar fjár með stórfelldum fiskveiðum í Afríku, fiskurinn er seldur í gegnum Kýpur og svo rata fjármunirnir meðal annars til Íslands með lánveitingum og eru svo notaðir þar til að kaupa eignir, eins og til dæmis kvóta. 

Eignuðust 2,6 prósent kvótans í viðskiptunum

Þessi ótilgreindri aðili er að öllum líkindum Landsbankinn en Samherji yfirtók skuldir  Brims við bankann þegar útgerðin keypti eignirnar árið 2011 og var stór hluti 14,6 milljarða króna kaupverðisins greiddur með þess konar yfirtöku skulda.  Stærsti hluti kaupverðsins var byggður á verðmati 5.900 þorskígildistonna af kvóta sem skipti um hendur í viðskiptunum. Kvótinn var seldur á 2.500 krónur kílóið fyrir 10 árum en í dag er gangverðið á kvóta á markaði miðað við 3.500 krónur kílóið. Um var að ræða 2,6 prósent heildarkvótans við Ísland. 

Viðskiptin vöktu mikla athygliViðskipti Samherja og Brims vöktu mikla athygli árið 2011. Hér sjást Þorsteinn Már Baldvinsson og Guðmundur Kristjánsson saman á mynd þegar gengið var frá sölunni á eignunum.

Í fréttum um söluna á sínum tíma kom fram að allt kaupverðið byggði á verðmati þessa kvóta Brims en að aðrar eignir, eins og fiskvinnslan á Akureyri, hefðu fylgt með í kaupunum, sem og tveir togarar sem kvótinn var á. Samherji greiddi 3,5 milljarða í reiðufé í sölunni og rann það fé til skilanefndar Glitnis til að grynnka á skuldum Brims við það fyrirtæki. Yfirtaka skulda við Landsbankann nam því um 11 milljörðum króna. 

Í ársreikningi Útgerðarfélags Akureyringa árið 2011, sama ár og kaupin af Brimi áttu sér stað, kom fram að langtímaskuldir félagsins næmu 10,9 milljörðum króna og að 8,7 milljarðar króna væru á gjalddaga árið 2016.  Eftir að viðskiptin áttu sér stað var tryggingarbréfum þinglýst á eignir Útgerðarfélags Akureyringa þar sem fram kom að Landsbankinn ætti veð í þeim. 

Veðsetning frá LandsbankanumEignir Útgerðarfélags Akureyringa voru veðsettar Landsbankanum eftir að Brim seldi þær þar sem Samherj tók yfiir lán félagsins.

Bæjarstjórnin ályktaði um kaupin

Eignirnar sem Samherji keypti í þessum viðskiptum eru sögulega mikilvægar á Akureyri því þær voru áður í eigu bæjarútgerðar Akureyrar og Kaupfélags Eyfirðinga, KEA. Vilhelm Þorsteinsson, faðir Kristjáns Vilhelmssonar annars stofnanda Samherja, var framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa frá 1965 til 1992 þegar útgerðin var í eigu bæjarins og kaupfélagsins. Útgerðin varð svo eign Brims í byrjun aldarinnar en fór til Samherja 2011. 

Viðskipti Samherja og Brims vöktu það mikla athygli að bæjarstjórn Akureyrar  fagnaði þeim sérstaklega með ályktun. „Mál er að deilum um fiskveiðistjórnunarkerfið ljúki með samkomulagi og málamiðlun. Úrbætur í atvinnu- og kjaramálum við núverandi aðstæður þola ekki bið. Bæjarstjórn hvetur stjórnvöld til þess að skapa sjávarútvegnum traustan rekstrargrundvöll og öryggi til framtíðar. Það er ein af mikilvægum forsendum sóknar í atvinnumálum við Eyjafjörð og í sjávarbyggðum landið um kring,“ sagði í henni. 

MótsögnÞorsteinn Már hefur þrætt fyrir að Samherji hafi selt fisk frá Kýpur jafnvel þó það standi í ársreikningum félaga Samherja áa Kýpur.

Seldi fisk fyrir 20 milljarða

Eins og kom fram í Kveik á fimmtudaginn þá hefur Samherji notað félög á Kýpur til að selja fisk sem fyrirtækið hefur veitt í Afríku, meðal annars í Máritaníu og Marokkó og síðar í Namibíu. Árin 2010 og 2011 seldi Esja Seafood, sem þá hét Katla Seafood, fisk fyrir samtals 150 milljóna dollaraa eða um 20 milljarða íslenskra króna. Þetta félag Katla Seafood hafði áður verið skráð í skattaskjólinu Belís í Mið-Ameríku en var flutt til Kýpur árið 2010 líkt og Kveikur sagði frá. 

Ástæða þess að Samherji vildi vera með fisksölufyrirtæki á Kýpur kemur fram í tölvupósti frá Baldvini Þorsteinssyni, syni Þorsteins Más Baldvinssonar, sem sendur var til samstarfsmanna hans í Samherja árið 2009. Stundin sagði frá þessum tölvupósti árið 2019. 

„Með því að draga úr hagnaði þar og láta hagnaðinn myndast hjá sölufyrirtækinu þá tækist okkur að auka hagnað heildarinnar.“
Baldvin Þorsteinsson

Hagstætt að selja fisk frá Kýpur

Í póstinum sagði Baldvin: „Með því að búa til hagnað innan sölufyrirtækisins Kötlu Seafood getum við lækkað skiptahlut sjómanna og stjórnað betur á hvaða verðum við gerum upp. Tilgangurinn er eftirfarandi: Að búa til hagnað innan sölufyrirtækisins þar sem enginn skattur er á hagnað fyrirtækisins. Við teljum Kýpur vera rétta landið. […] Með því að draga úr hagnaði þar og láta hagnaðinn myndast hjá sölufyrirtækinu þá tækist okkur að auka hagnað heildarinnar. Þetta teljum við nokkuð snyrtilega leið til að draga úr skattgreiðslum.“

Tölvupóstur Baldvins, og upplýsingarnar um söluna á fisknum frá Kýpur úr Kveik, er merkilegur meðal annars fyrir þær sakir að Þorsteinn Már Baldvinsson hefur neitað því að Samherji hafi selt fisk frá Kýpur. Í samtali við Stundina í febrúar 2019 sagði hann:   „Við stofnuðum aldrei sölufyrirtæki á Kýpur og það er alveg ljóst hvar sölufyrirtæki Samherja eru.“

 Í ásreikningum Esju Seafood er sala á fiski hins vegar sögð vera einn helsti tilgangur félagsins: „Helsti tilgangur fyrirtækisins hélt áfram að vera sala á fiski, framleiga á fiskiskipum, eignarhald á langtímafjárfestingum og fjármögnun dótturfélaga og annarra tengdra félaga,“ segir í ársreikningnum 2014. 

Fyrirtækið á Kýpur lánaði svo fé til Útgerðarfélags Akureyringa sem notað var til að greiða hluta kaupverðs þeirra eigna Brims sem Samherji keypti á Akureyri árið 2011 en lauk ekki við að greiða fyrr en 2016, líkt og stendur í ársreikningum útgerðarinnar. Þetta sama fyrirtæki á Kýpur lánaði svo enn frekara fé til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og fékk þannig 20 prósent afslátt af íslenskum krónum. 

Útgerðarfélag Akureyringa á einnig 11,9 prósenta hlut í Greiðri leið ehf. en það fyrirtæki á og rekur Vaðlaheiðargöng á milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals.  Samherji hefur því bæði fjárfest í lykileignum á Akureyri í gegnum Útgerðarfélag Akureyringa sem og í innviðum eins og Vaðlaheiðargöngum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Áhrif Namibíumálsins á íbúa Akureyrar: „Fólki þykir almennt rosalega vænt um Samherja“
RannsóknHeimavígi Samherja

Áhrif Namib­íu­máls­ins á íbúa Ak­ur­eyr­ar: „Fólki þyk­ir al­mennt rosa­lega vænt um Sam­herja“

Hvaða áhrif hef­ur það á 20 þús­und manna sam­fé­lag á Ís­landi þeg­ar stærsta fyr­ir­tæk­ið í bæn­um, út­gerð sem veit­ir rúm­lega 500 manns vinnu og styrk­ir góð mál­efni um allt að 100 millj­ón­ir á ári, er mið­punkt­ur í al­þjóð­legri spill­ing­ar- og saka­mál­a­rann­sókn sem teyg­ir sig víða um heim? Stund­in spurði íbúa Ak­ur­eyr­ar að þess­ari spurn­ingu og kann­aði við­horf íbúa í Eyja­firði og á Ís­landi öllu til Sam­herja­máls­ins í Namib­íu. Rúmt ár er lið­ið frá því mál­ið kom upp og nú liggja fyr­ir ákær­ur í Namib­íu gegn með­al ann­ars Sam­herja­mönn­um og embætti hér­aðssak­sókn­ara og skatt­rann­sókn­ar­stjóri eru með mál­ið til með­ferð­ar á Ís­landi.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Heimavígi Samherja

Þorsteinn Már og Helga skulduðu fyrirtækjum Samherja í Belís og Kýpur milljónir án gjalddaga
FréttirHeimavígi Samherja

Þor­steinn Már og Helga skuld­uðu fyr­ir­tækj­um Sam­herja í Belís og Kýp­ur millj­ón­ir án gjald­daga

Árs­reikn­ing­ar fé­laga Sam­herja á Kýp­ur sýna inn­byrð­is við­skipti við Þor­stein Má Bald­vins­son og Helgu Stein­unni Guð­munds­dótt­ur. Þau voru sekt­uð vegna brota á gjald­eyr­is­hafta­lög­un­um eft­ir hrun­ið vegna milli­færslna inn á reikn­inga þeirra en þær sekt­ir voru svo aft­ur­kall­að­ar vegna mistaka við setn­ingu lag­anna.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár