Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Áhrif Namibíumálsins á íbúa Akureyrar: „Fólki þykir almennt rosalega vænt um Samherja“

Hvaða áhrif hef­ur það á 20 þús­und manna sam­fé­lag á Ís­landi þeg­ar stærsta fyr­ir­tæk­ið í bæn­um, út­gerð sem veit­ir rúm­lega 500 manns vinnu og styrk­ir góð mál­efni um allt að 100 millj­ón­ir á ári, er mið­punkt­ur í al­þjóð­legri spill­ing­ar- og saka­mál­a­rann­sókn sem teyg­ir sig víða um heim? Stund­in spurði íbúa Ak­ur­eyr­ar að þess­ari spurn­ingu og kann­aði við­horf íbúa í Eyja­firði og á Ís­landi öllu til Sam­herja­máls­ins í Namib­íu. Rúmt ár er lið­ið frá því mál­ið kom upp og nú liggja fyr­ir ákær­ur í Namib­íu gegn með­al ann­ars Sam­herja­mönn­um og embætti hér­aðssak­sókn­ara og skatt­rann­sókn­ar­stjóri eru með mál­ið til með­ferð­ar á Ís­landi.

„Ég get ekki sagt það en þetta er bara mál sem ég get ekki verið að hafa neina skoðun á [...]  Auðvitað var manni brugðið en þetta er bara eitt mál,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, aðspurð um það hvort afstaða hennar til útgerðarfélagsins Samherja hafi breyst í kjölfar umfjöllunar um Namibíumálið.

Líkt og Ásthildur lýsir þá hefur málið ekki breytt hennar persónulegu afstöðu til Samherja og benda sum önnur viðtöl, sem Stundin hefur tekið við sveitarstjórnarmenn og íbúa á Akureyri, til þess að þetta viðhorf til Namibíumálsins og Samherja sé nokkuð algengt þar. Sveitarstjórnarmennirnir vilja margir hverjir bíða og sjá hvað kemur út úr rannsóknunum á  Samherja í Namibíu og á Íslandi áður en þeir breyta afstöðu sinni til fyrirtækisins eða mynda sér skoðun á málinu. 

Hefur ekki skoðun á Namibíumálinu Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segir að hún hafi ekki skoðun á Namibíumálinu og það sé „bara …
Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Heimavígi Samherja

Þorsteinn Már og Helga skulduðu fyrirtækjum Samherja í Belís og Kýpur milljónir án gjalddaga
FréttirHeimavígi Samherja

Þor­steinn Már og Helga skuld­uðu fyr­ir­tækj­um Sam­herja í Belís og Kýp­ur millj­ón­ir án gjald­daga

Árs­reikn­ing­ar fé­laga Sam­herja á Kýp­ur sýna inn­byrð­is við­skipti við Þor­stein Má Bald­vins­son og Helgu Stein­unni Guð­munds­dótt­ur. Þau voru sekt­uð vegna brota á gjald­eyr­is­hafta­lög­un­um eft­ir hrun­ið vegna milli­færslna inn á reikn­inga þeirra en þær sekt­ir voru svo aft­ur­kall­að­ar vegna mistaka við setn­ingu lag­anna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár