Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ríkissaksóknari Namibíu bjartsýn á aðstoð íslenskra stjórnvalda við að saksækja Samherjamenn

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu, Martha Imalwa, er bjart­sýn á sam­vinnu við Ís­land við sak­sókn gegn þrem­ur Sam­herja­mönn­um. Helgi Magnús Gunn­ars­son að­stoð­ar­rík­is­sak­sókn­ari seg­ir sam­starf við Namib­íu hafa átt sér á grund­velli rétt­ar­beiðna en að Ís­land fram­selji ekki rík­is­borg­ara sína til Namib­íu.

Ríkissaksóknari Namibíu bjartsýn á aðstoð íslenskra stjórnvalda við að saksækja Samherjamenn
Aðstoða namibísk yfirvöld Embætti ríkissaksóknara hefur aðstoðaðað við rannsókn Samherjamálsins í Namibíu. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sjást hér. Mynd: Pressphotos.biz - (GeiriX)

Ríkissaksóknarinn í Namibíu, Martha Imalwa, er bjarstýn á að íslensk stjórnvöld muni aðstoð þarlend yfirvöld við að saksækja þrjá núverandi og fyrrverandi starfsmenn Samherja sem embætti hennar hefur ákveðið að ákæra í rannsókn Samherjamálsins þar í landi. Imalwa talar um að samstarf Namibíu og Íslands við rannsókn málsins, sem kallað er Fishrot á ensku, hafi gengið vel hingað til. Hún telur að íslensk yfirvöld muni leggja sitt af mörkum í vinnu ákæruvaldsins í Namibíu þrátt fyrir að ekki sé finna samning um framsal sakborninga á milli Íslands og Namibíu. Frá þessu er greint í namibíska blaðinu The Namibian í dag og er vísað í viðtal sem blaðið tók við Iwalwa í gær. 

Forsíða The Namibian í dagSaksóknarinn sagður vera með Íslendinga í neti sínu.

Eins og greint var frá í íslenskum og namibískum fjölmiðlum á föstudaginn stendur til að embætti ríkissaksóknara Namibíu ákæri þá Aðalstein Helgason, Ingvar Júlíusson og Egill Helga Árnason fyrir aðkomu sína að mútugreiðslum til stjórnmála- og áhrifamanna í rekstri Samherja í Namibíu sem stóð yfir frá 2012 til 2019. Kveikur, Stundin, Wikileaks og Al Jazeera greindu frá málinu í nóvember 2019. 

Þegar Stundin spurði Aðalstein Helgason að því í nóvember 2019 hvort hann hefði fyrirskipað mútugreiðslur í Namibíu sagði hann að það væru lygar: „Það eru lygar.“

Samherji sagði í frétt á heimasíðu sinni fyrir helgi að ákærurnar ættu ekki við rök að styðjast og félagið myndi taka til varna af fullum krafti: „Ef ákæra verður gefin út á hendur áðurnefndum fyrirtækjum gefst Samherja þá fyrst kostur á að koma fram vörnum sínum en slíkri ákæru verður varist af fullum krafti.“

Gott samstarf við ÍslandRíkissaksóknari Namibíu, Martha Imalwa, lýsir góðu samstarfi við Ísland í rannsókn Samherjamálsins.

Imalwa: Samkomulag á vegum Sameinuðu þjóðanna

Réttarhöldin í málinu hefjast í apríl og eru alls 26 einstaklingar og fyrirtæki sem munu sæta ákæru. Þar eru 6 Namibíumenn, hinir svokölluðu „hákarlar“, 11 fyrirtæki á þeirra vegum, Íslendingarnir 3 og 5 fyrirtæki í eigu Samherja: Esja Holding, Mermaria Seafood Namibia, Saga Seafood, Esja Investment og Heinaste Investments. 

„Ég veit að Ísland mun vinna með okkur“
Martha Imalwa

Í samtali við The Namibian segir ríkissaksóknarinn að hún sé fullviss um að íslensk stjórnvöld, væntanlega embætti héraðssaksóknara í Reykjavík, muni sjá til að þremenningarnir íslensku komi fyrir dóminn í Namibíu í apríl. „Ég veit að Ísland mun vinna með okkur,“ segir hún við blaðið. 

Þrátt fyrir skort á framsalssamningi á milli landanna þá eru bæði löndin aðilar að samningum á vegum Sameinuðu þjóðanna um varnir gegn spillingu og skipulagðri glæpastarfsemi og segir Imalwa að samvinnan gæti farið á grundvelli þeirra. 

Hún segir enn fremur að mögulegt sé að saksóknin geti átt sér stað í öðru landi jafnvel þó ákæra sé gefin út í Namibíu. 

Ekki er alveg ljóst hvað Imalwa á við með þessum orðum sínum og virðist hún fyrst og fremst vera að velta fyrir sér möguleikum. 

Fjársvik og peningaþvættiÍslendingarnir þrír verða ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti meðal annars samkvæmt ákæruskjalinu sem lagt var fyrir dóm í síðustu viku.

Ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti

Í ákærunni kemur fram að Íslendingarnir þrír verði ákærðir fyrir fjársvik eða tilraun til fjársvik auk peningaþvættis. Fjórmenningarnir Bernhard Esau, Sacky Shanghala, James Hatuikulipi og Tamson Hatuikulipi verða einnig ákærðir fyrir þessi brot. Esau og Shangala verða ákærðir fyrir að misnota opinber embætti sín með spilltum hætti fyrir fjárhagslegan ávinning og allir hinir ákærðu, fyrir utan einn sakborning, verða ákærðir fyrir hlutdeild í þessum brotum ráðherranna fyrrverandi. 

„Lögin segja skýrt að íslensk stjórnvöld framselja ekki íslenska ríkisborgara til Namibíu,“
Helgi Magnús Gunnarsson

Íslenskir ríkisborgarar ekki framseldir til Namibíu

Ólafur Hauksson héraðssaksóknari segir að hann geti ekki tjáð sig um einstaka ummæli ríkissaksóknarans þar sem trúnaður ríki um það samstarf sem fram fer við önnur lönd. Hann segir að þar sem um er að ræða rannsókn sem fram fer í Namibíu þá sé það namibískra yfirvalda að tjá sig um málið. 

Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari á Íslandi, segir að samvinnan við namibísk yfirvöld hafi farið fram á grundvelli réttarbeiðna frá Namibíu og þessar beiðnir hafi farið frá embætti ríkissaksóknara til embættis héraðssaksóknara sem rannsakar málið á Íslandi.

Aðspurður út í orð ríkissaksóknara Namibíu um samvinnuna við íslensk stjórnvöld um saksóknina gegn Samherjamönnunum segir Helgi Magnús að það muni ekki koma til þess að Ísland framselji íslenska ríkisborgara til Namibíu vegna þess að slíkt sé lögbrot.  „Lögin segja skýrt að íslensk stjórnvöld framselja ekki íslenska ríkisborgara til Namibíu,“ segir hann.  

Hvað nákvæmlega Imalwa á við með ummælum sínum um íslensk yfirvöld muni aðstoða við að Samherjamennirnir svari til saka fyrir dómi í Namibíu liggur því ekki alveg ljóst fyrir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Óbærilega vitskert að veita friðarverðlaun Nóbels til Machado“
6
Stjórnmál

„Óbæri­lega vit­skert að veita frið­ar­verð­laun Nó­bels til Machado“

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, seg­ir Nó­bels­nefnd­ina skapa rétt­læt­ingu fyr­ir inn­rás Banda­ríkj­anna í Venesúela með því að veita María Cor­ina Machado, „klapp­stýru yf­ir­vof­andi loft­árása“, frið­ar­verð­laun. Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­Leaks, hef­ur kraf­ist þess að sænska lög­regl­an frysti greiðsl­ur til Machado.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár